HD 7770 er á milli nVidia kortanna í afli, og líka í verði. Þannig það fer bara eftir því hve mikið þú ert til í að eyða. Ef ég þyrfti að mæla með einu þeirra væri það GTX 560.
EDIT: Í listanum sem var linkað á hér að ofan fær GTX 560 kortið 2716 stig en HD 7770 bara 2052 stig. Ég held að sá sem postaði linknum hafi ruglað saman GTX 560 og GTX 560 SE, sem er gimped útgáfa með niðurskornum skjáhraðali og minnisbandvídd. Kortið sem t.d. er til sölu
hér er GTX 560, ekki GTX 560 SE.
Þegar ég segi að ég myndi mæla með GTX 560 af þessum þremur kortum, þá er það miðað við 29 þús. kr. verðið. Strax og verðið fer upp fyrir 30 þús (er t.d. 35 þús. í Tölvutækni), þá borgar það sig að fara upp í HD 7850. Það er muuun öflugra kort, og kostar bara 35 þúsund. Sjitt hvað það hefur lækkað í verði. Ef þú tímir þarna þessum 6 þúsund kalli til viðbótar er það no-brainer.