Síða 1 af 1

Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC - Leyst

Sent: Sun 02. Sep 2012 19:32
af Yawnk
Sælir, ég keypti GTX560Ti SOC skjákort af HR hér á Vaktinni um daginn, alltífína með það til að byrja með, spilaði BF3 í High-Ultra án vandamáls og flestalla aðra leiki, en nú er ég bara varla fær um að spila BF3 eðlilega lengur, það höktar alveg rosalega, þetta var ekki svona í byrjun, gat jafnvel recordað í BF3 á high-ultra en nú get ég það ekki lengur, og þetta er ekki bara svona í BF3.
Ég prófaði t.d að setja Graphics í LOW og á lítið res, þá fékk ég um 150fps, svo droppar það alltaf niður í svona 20-40 á nokkura sek fresti, það gerist á öllum graphics stillingum, rosalegt fps drop í nokkrar sek.
En nú hef ég einmitt tekið eftir því að það kemur svona suð eða væl úr kortinu í sumum leikjum, frekar sérstakt.
Kortið er um það bil árs gamalt og er enn í ábyrgð hjá Tölvutek.

*Hef ekkert óverklokkað eða neitt slíkt.
*Hitinn er alveg eðlilegur þegar þetta gerist, fer varla hærri en 60-65c

Einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að?

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Sun 02. Sep 2012 21:33
af Hnykill
Ég hef heyrt svona hátíðnihljóð í skjákorti hjá mér þegar það notar "Overvolt" og er hellings overclockað.

Getur gert eitt til að athuga hvort það sé að sveiflast eitthvað til í hraða og Voltstillingum á meðan þú ert í leikjum..

Náðu í GPU-Z http://www.techpowerup.com/downloads/21 ... 0.6.4.html
Startaðu því svo upp og farðu í Sensors flipann og hakaðu við neðst þar sem stendur "continue refreshing this screen while gpu-z is in the background"

Svo veluru bara í Core clock eða memory clock flipunum öllum þarna hvort það eigi að fylgjast með Max eða Min sveiflum í kortinu og X-ar þig út úr GPU-Z sem fer þá í task tray. skellir þér í BF3 eða hvað þú spilar í slatta tíma.. slekkur á leiknum og athugar svo hvernig kortið var að haga sér á meðan.

farðu svo á netið eða eitthvað og googlaðu eðlilegan hraða og volt á þessu öllu og settu upp nýja drivera og svona gums. örugglega ekkert að kortinu.. bara eitthvað rugl ;)

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Sun 02. Sep 2012 22:12
af Yawnk
Hnykill skrifaði:Ég hef heyrt svona hátíðnihljóð í skjákorti hjá mér þegar það notar "Overvolt" og er hellings overclockað.

Getur gert eitt til að athuga hvort það sé að sveiflast eitthvað til í hraða og Voltstillingum á meðan þú ert í leikjum..

Náðu í GPU-Z http://www.techpowerup.com/downloads/21 ... 0.6.4.html
Startaðu því svo upp og farðu í Sensors flipann og hakaðu við neðst þar sem stendur "continue refreshing this screen while gpu-z is in the background"

Svo veluru bara í Core clock eða memory clock flipunum öllum þarna hvort það eigi að fylgjast með Max eða Min sveiflum í kortinu og X-ar þig út úr GPU-Z sem fer þá í task tray. skellir þér í BF3 eða hvað þú spilar í slatta tíma.. slekkur á leiknum og athugar svo hvernig kortið var að haga sér á meðan.

farðu svo á netið eða eitthvað og googlaðu eðlilegan hraða og volt á þessu öllu og settu upp nýja drivera og svona gums. örugglega ekkert að kortinu.. bara eitthvað rugl ;)

Sæll, ég náði í GPU-Z, lét það mæla GPU Core Clock, Memory Clock , Shader clock, og temp.
GPU Core clock var 405 þegar BF3 var ekki í notkun, 950 þegar hann var í gangi.
Memory clock var 1145 þegar hann var í gangi, og 162 ekki.
Shader clock 1900 í gangi, og 810 ekki.
Temp fór aldrei yfir 70c.

Er þetta ekki allt eðlilegt? þetta á að vera svona stillt out of the box samkvæmt þessu : http://www.techpowerup.com/141265/Gigab ... -Card.html

(Átti ég líka að mæla VDDC? Voltin?)

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Mán 03. Sep 2012 17:06
af Yawnk
Bömp

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Mán 03. Sep 2012 18:58
af Hnykill
Ertu ekki örugglega með nýjustu driverana og svona ?
Annars lítur þetta bara eðlilega út hjá þér sko :/

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Mán 03. Sep 2012 19:15
af Yawnk
Hnykill skrifaði:Ertu ekki örugglega með nýjustu driverana og svona ?
Annars lítur þetta bara eðlilega út hjá þér sko :/

Jújú, ég er með nýjustu drivera og allt það :-k
Myndir þú halda að þetta væri gallað?

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Mán 03. Sep 2012 19:23
af Hnykill
Ekkert overclockað, eðlilegur hiti í spilun, nýuppsettir driverar og leikur.. ef það hagar sér enn asnalega eftir það er erfitt að kenna öðru um en bara kortinu sjálfu, því miður :/

En þetta er bara FPS drop eins og þú segir. Rosalega miklar líkur á að eitthvað sem er í gangi hjá þér á meðan þú ert að spila sé að skemma fyrir þér. reyndu bara að loka sem flestu áður en þú ferð í leik. sérstaklega monitoring forrit og svona sem eru alltaf að skanna tölvuna reglulega.

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Mán 03. Sep 2012 19:29
af arons4
Smá offtopic en í hvaða upplausn spilar þú? mín 560ti sli ná ekki þessu fpsi á ultra 1920x1080.

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Mán 03. Sep 2012 19:40
af Yawnk
@Hnykill Sæll, það er eiginlega ekki neitt í gangi, þetta er eiginlega nýuppsett stýrikerfi, og ég er ekkert með neitt í gangi fyrir utan vírusvörn, sem notar resources af einhverju viti.

@arons4 Sæll, ég spila á 1920x1080 og er með flest allt í High, sumt í Ultra, og AA og það dótarí stillt á off, en þegar ég prófaði Ultra með allt í max, þá náði ég alveg 35 fps sko.. hvernig stendur á því að sli 560ti nái því ekki?

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Mán 03. Sep 2012 20:06
af arons4
Get keyrt leikinn á high preset nokkuð vel, finnst hann bara leiðinlega klunnalegur þegar maður er búinn að venjast 120hz skjá, þannig persónulega spila ég á medium premade. En ég las OP bara ekki nógu vel, las 150fps í high ultra :)

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Mán 03. Sep 2012 20:12
af Yawnk
arons4 skrifaði:Get keyrt leikinn á high preset nokkuð vel, finnst hann bara leiðinlega klunnalegur þegar maður er búinn að venjast 120hz skjá, þannig persónulega spila ég á medium premade. En ég las OP bara ekki nógu vel, las 150fps í high ultra :)

Hahaha :happy það hlaut að vera

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Fös 07. Sep 2012 23:34
af Yawnk
Ég heyrði einhversstaðar að með tímanum þurfi grafíkskort meiri voltage til að vera stable? ekki er það rétt? gæti það verið tilfellið?

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Lau 08. Sep 2012 10:25
af Hnykill
Það er oft hækkuð Voltin í örgjörvum, skjákortum og minniskubbum þegar það er verið að Overclocka til að gera hlutina stöðugari. Það breytist samt ekkert með tímanum í skjákorti sem krefst þess að það þurfi meiri Volt. ættir barasta að skila þessu korti ef það er í ábyrgð :-k

Re: Vandamál með Gigabyte GTX 560 Ti SOC

Sent: Mið 19. Sep 2012 13:37
af Yawnk
Jæja.. fór með kortið í Tölvutek, þeir tóku það í 4 daga til skoðunar :crying og hann vildi ekki einu sinni taka myndbandið sem ég hafði af suðinu í því, sagðist bara geta heyrt það ef það væri hátt.
Er ekki nauðsynlegt að bæta mér það upp ef ég er með sannanir af bilun þess?