Síða 1 af 1

Skjákort í Media center.

Sent: Fös 31. Ágú 2012 20:50
af Kosmor
Sælir.
Ég er með smá vandamál sem ég vona að þið vaktarar gætuð vonandi hjálpað mér með.
Þannig er mál með vexti að ég er að setja upp Media Center tölvu og vantar í hana skjákort.

Buddan er rosalega fátækleg og ég var að vonast til þess að þið gætuð bent mér á skjákort sem réði við 1080p nokkuð auðveldlega
en kostaði ekki hálfann handlegg.

ekki væri verra að einhver ætti eitthvað notað ofaní skúffu í góðu lagi.

edit* Bætt við: Ætla keyra Einhverja linux útgáfu og XBMC á henni að öllum líkindum

Re: Skjákort í Media center.

Sent: Fös 31. Ágú 2012 20:56
af Maniax
er með 8800 GTX kort sem gæti farið á 5000 krónur

Re: Skjákort í Media center.

Sent: Fös 31. Ágú 2012 21:10
af hagur
Hvaða nvidia/ati skjákort sem er - sem framleitt hefur verið síðustu c.a 7-8 árin. Allt sem þarf er DXVA support og þá getur XBMC offlódað vinnunni á skjákortið.