Síða 1 af 1

Ný heimilistölva/borðtölva

Sent: Fim 30. Ágú 2012 17:58
af hjl
Sælir,

Mig vantar smá álit og ráðleggingar varðandi kaup á nýrri borðtölvu þar sem ég hef ekki sett saman nýja tölvu í góð 10 ár.

Ég var búinn að púsla einhverju smávægilegu saman miðað við ýmsar ráðleggingar og datt í hug að pósta því hér inn og sjá hvað fólk hefði að segja um það.

Tölvan verður notuð bæði í almenna notkun (vefráp, ritvinnslu osfrv.) og síðan í létta leikjaspilun, t.d HoN og Diablo3, enga þunga leiki eins og BF3 eða e-ð svoleiðis. Vill samt að tölvan endist smá, þannig ég þurfi ekki að fara í ný kaup á næstu 2-3 árum.

Budgetið á að vera á bilinu 100-150þús, ekki alveg viss hvað ég ætla að eyða miklu í þetta.

Hérna er það sem ég var kominn með :

Móðurborð : Gigabyte Z77-D3H (http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-s1 ... -modurbord)
Örgjörvi : Intel Core i5 3450 3.1 Ghz Quad Core (http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... INTEL_3450)
RAM : (8.0GB) 2x4 GB DDR3 1600MHz (http://www.tolvutek.is/vara/mushkin-8gb ... um-cl9-15v)
Skjákort : Geforce GTX 560 1024MB DDR5 (http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... _SP_560GTX)
HDD : Var að pæla í 120gb SSD undir stýrikerfið.
Turn/Aflgjafi : Hef ekkert vit á turnum/aflgjöfum, en á Thermaltake Tsunami turn sem ég get vonandi notað, til að spara mér smá pening, vantar samt aflgjafa.
Skjár : Vantar svo einhvern fínan 21"+ skjá, en get svosum fundið útúr því sjálfur eftirá.

Þakka fyrirfram alla hjálp!

Re: Ný heimilistölva/borðtölva

Sent: Fim 30. Ágú 2012 19:30
af Ratorinn
Uppsettningin er flott.
http://www.tolvutek.is/vara/thermaltake ... si-svartur Þessi kassi er alveg flottur og ekki dýr. Pláss fyrir SSD líka.
Svo ætti 650W aflgjafi að vera nóg, myndi velja vandaðan tho. Svo held ég að BenQ skjáirnir séu mjög góðir. http://www.tolvutek.is/vara/benq-gl2450 ... ar-svartur

Re: Ný heimilistölva/borðtölva

Sent: Fös 31. Ágú 2012 20:04
af hjl
Takk fyrir ráðleggingarnar. Eru einhverjir sérstök merki í aflgjöfum betri en önnur ? er alveg tómur í þessum efnum.

Re: Ný heimilistölva/borðtölva

Sent: Fös 31. Ágú 2012 20:45
af vargurinn
corsair er alltaf solid

Re: Ný heimilistölva/borðtölva

Sent: Fös 31. Ágú 2012 20:46
af Ratorinn
hjl skrifaði:Takk fyrir ráðleggingarnar. Eru einhverjir sérstök merki í aflgjöfum betri en önnur ? er alveg tómur í þessum efnum.

Taktu annaðhvort þennan http://www.att.is/product_info.php?cPat ... s_id=7422& eða þennan http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7683

Re: Ný heimilistölva/borðtölva

Sent: Fös 31. Ágú 2012 22:42
af hjl
Takk innilega! :)

Re: Ný heimilistölva/borðtölva

Sent: Fös 31. Ágú 2012 23:46
af Ratorinn
hjl skrifaði:Takk innilega! :)

Ekki málið ;)

Re: Ný heimilistölva/borðtölva

Sent: Lau 01. Sep 2012 11:57
af vargurinn
þessi líka góður fyrir peninginn http://www.att.is/product_info.php?cPat ... f64d201c6a