Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P


Höfundur
playman
Vaktari
Póstar: 2046
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf playman » Mán 27. Ágú 2012 11:01

Sælir vaktarar, Nú þegar að maður er orðin 30 og farin að nálgast elli ár :dontpressthatbutton
Þá hef ég áhveðið að fara og fá mér alvöru vél aftur, síðasta vélin var búin að duga í um 10ár með smá uppfærslum, en sama móðurborð og örri allan tíman.
nú langar mér í aðra vél sem á ekki að vera síðri :sleezyjoe
Var auðvitað búin að fjárfesta í annari vél í millitíðinni :D en ekkert eins og núna.

Nú langar mér að vita hvað ykkur fynst um hana, það er margt búið að breytast þessi ár og maður hefur eiginlega ekkert geta fylgst með þessu
að neinu ráði.
Ég versla aðeins við eina búð, og er soldið harður AMD maður, búin að vera það síðan að ég byrjaði að fikta í tölvum af einhverju ráði.

En þetta er settupið sem stendur.

Thermaltake Frio Overclocking CLP0575 örgjörvakæking AMD / Intel 16.900,-
Gigabyte AM3 GA-990FXA-UD7 móðurborð49.900,-
AM3+ Bulldozer X8 FX-8150 örgjörvi, Retail37.900,-
Mushkin 16GB DDR3 1600MHz (4x4GB) RL. Frostbyte vinnsluminni CL727.900,-
120GB OCZ PCI-Ex4 SSD RevoDrive349.900,-
Gigabyte HD7850OC PCI-E3.0 skjákort 2GB GDDR546.900,-
Thermaltake Level 10 GT EATX turnkassi, svartur59.900,-
Thermaltake Toughpower Grand 1200W aflgjafi, 140mm vifta49.900,-
Samtals 339.200,-


Þetta er vél með öllu, það eina sem ég tek úr gömlu vélini verður nýa SATA DVD drifið.

Endilega seygið mér ykkar skoðun á henni. Hvað er overkill/bottleneck/óþarfi os.f. hún er í alveg hæsta verðinu, hefði viljað vera undir 300k.
En þessi vél verður notuð aðalega í leiki, ég er big fan of multytasking þannig að það verða lágmark 2 skjáir tengdir við hana, langar að hafa 4.
Svo á maður það til að leika sér eithvað aðeins í server setupi os.f. og nota mest þá oracle virtualbox.
_______________________________________________________________________________________________________________________
EDIT:

Eftir að hafa hlustað á Vaktara hef ég áhveðið að fara í Intel :roll: og eftir miklar umræður þá er þetta niðurstaðan
Flestir seygja mér að taka bara 8gb minni en ég hef áhveðið að halda mig við 16gb það munar 10k.

Gigabyte GTX 660 Ti PCI-E3.0 skjákort 2GB GDDR5 59.900,-
Mushkin 16GB DDR3 1600MHz (2x8GB) Blackline vinnsluminni CL9 19.900,-
120GB OCZ PCI-Ex4 SSD RevoDrive3 49.900,-
Intel Core i5-3450 Quad Core örgjörvi, Retail með Gigabyte móðurborði 29.900,-
Antec P280 XL-ATX turnkassi, hljóðeinangraður, svartur 34.900,-
Gigabyte S1155 Z77X-D3H móðurborð 29.900,-
Samtals 224.400,-

Er þetta ekki fín vifta?
Thermaltake SpinQ VT örgjörvakæling AMD / Intel 11.900 kr

Þá mun ég nota Tagan BZ500 úr gömlu vélinni
og Sata DVD drifið líka
Er þetta farið að verða solid eða?
hvað er flöskuhálsin í þessu settuppi?
Eithvað sem má bæta eða?
Síðast breytt af playman á Mið 29. Ágú 2012 11:37, breytt samtals 2 sinnum.


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9

Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 851
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 115
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Alfa » Mán 27. Ágú 2012 11:16

Brutal honesty !

340 þús fyrir AMD vél þegar Intel er svo miklu betra þessa daganna, æ ég veit ekki. PSU er algjört overkill, ertu gamer, varla miðað við að hafa ekki uppfært svona lengi? Ef ekki því kaupa þetta skjákort á 47 þús.

Ef þú vildir hlaða saman öllum dýrustu hlutinum sem þú finndir á Tölvutek væri þetta hið besta mál svo sem.

Þú gætir auðveldlega raðað saman nógu góðri vél fyrir þig á 150-200 þús.


TOW : Be quiet! 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B650 Tomahawk Wifi CPU : AMD 7800X3D
Mem : 32GB 6000Mhz GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 2TB m2 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 MOU : Logitech PRO X Superlight

Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf mundivalur » Mán 27. Ágú 2012 11:21

Nr 1 Kominn tími á Intel örgjörva
nr 2 getur lækkað verðin um helling með að skoða hinar búðirnar
nr 3 td. Corsair hx 1050w er nóg fyrir 4xhd7850 + overclock og kostar 34þ
byrjum á þessu :D




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Gilmore » Mán 27. Ágú 2012 11:26

Intel I5 frekar en Bulldozer.

1200w er algert overkill, Corsair HX1050 eða jafnvel 850 væri raunhæfara.

Ég mundi líka kaupa 240GB SSD drif því þau hafa lækkað svo í verði.

Eg mundi líka taka aðeins betra skjákort, ef þú ert að spila einhverja þunga leiki.

:)


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Klemmi » Mán 27. Ágú 2012 11:28

Of dýr kassi, aflgjafi, kæling og vinnsluminni.

Farðu í Intel og eyddu þessum pening frekar í dýrara skjákort og örgjörva auk sambærilegs Intel móðurborðs, þó algjör óþarfi að fara í svona svakalegt borð, færð top-notch móðurborð á ~40þús, getur sætt þig við ~30þús nema þú ætlir í öfga yfirklukkun og mörg skjákort.


Starfsmaður Tölvutækni.is


Höfundur
playman
Vaktari
Póstar: 2046
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf playman » Mán 27. Ágú 2012 11:33

Alfa skrifaði:Brutal honesty !

340 þús fyrir AMD vél þegar Intel er svo miklu betra þessa daganna, æ ég veit ekki. PSU er algjört overkill, ertu gamer, varla miðað við að hafa ekki uppfært svona lengi? Ef ekki því kaupa þetta skjákort á 47 þús.

Ef þú vildir hlaða saman öllum dýrustu hlutinum sem þú finndir á Tölvutek væri þetta hið besta mál svo sem.

Þú gætir auðveldlega raðað saman nógu góðri vél fyrir þig á 150-200 þús.

Nánast það eina sem ég geri er að spila leiki, vélin sem ég er að færa mig úr núna er AMD dualcore 4200+ 8gb ram 80gb SSD og 260GTX skjákorti
núna vil ég getað spilað nýustu leikina í bestu gæðum og lagg free.

mundivalur skrifaði:Nr 1 Kominn tími á Intel örgjörva
nr 2 getur lækkað verðin um helling með að skoða hinar búðirnar
nr 3 td. Corsair hx 1050w er nóg fyrir 4xhd7850 + overclock og kostar 34þ
byrjum á þessu :D

#1 afhverju intel? gætiru komið með betri ástæðu, ég gæti svosem hugsað að færa mig sé ég góð rök fyrir því.
#2 það eru bara 2 búðir hérna á AK og ekki fyrir mitt littla líf mun ég versla við Tölvulistann. Og ég vil helst versla við fyrirtæki í mínum heimabæ.
#3 ok þá get ég minkað PSUinn


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9


Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Gilmore » Mán 27. Ágú 2012 11:35

Mér finnst þessi kassi frekar töff og öðruvísi, en dýr er hann.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Daz » Mán 27. Ágú 2012 11:37

Varðandi AMD VS intel í leikjum, þá nota ég oft Tomshardware Gaming CPU hierarchy síðuna. Þetta er svona þumalputtasamanburður, en hér er t.d. þessi 8150 örgjörvi, 3 flokkum fyrir neðan Sandy Bridge I5 örgjörvana. Ég myndi telja að það sé nokkuð augljós munur.




Ratorinn
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 22:25
Reputation: 0
Staðsetning: Kúba
Staða: Tengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Ratorinn » Mán 27. Ágú 2012 11:38

Kasinn svolítið dýr. Myndi frekar kaupa þér góðan coolermaster kassa, mögulega ódýrara.




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Gilmore » Mán 27. Ágú 2012 11:40

Ratorinn skrifaði:Kasinn svolítið dýr. Myndi frekar kaupa þér góðan coolermaster kassa, mögulega ódýrara.



Haf X er á 35.000, frábær kassi.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.


Höfundur
playman
Vaktari
Póstar: 2046
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf playman » Mán 27. Ágú 2012 11:41

Klemmi skrifaði:Of dýr kassi, aflgjafi, kæling og vinnsluminni.

Farðu í Intel og eyddu þessum pening frekar í dýrara skjákort og örgjörva auk sambærilegs Intel móðurborðs, þó algjör óþarfi að fara í svona svakalegt borð, færð top-notch móðurborð á ~40þús, getur sætt þig við ~30þús nema þú ætlir í öfga yfirklukkun og mörg skjákort.

Mér fanst þetta frekar flottur og þægilegur kassi, allt frekar aðgengilegt. Langar að vísu í einhvern flottan HAF kassa.
Já er sammála Aflgjafanum, en hvað er að kælinguni og minninu?

Afhverju eru allir að missa legvatnið yfir Intel?
Er hann ekki mikludýrari VS. AMD?


Endilega komið með komment, en ekki seygja bara "ekki kaupa þennan, kauptu frekar hinn" Seigið frekar afhverju, hversvegna hitt er betra/gáfulegra en annað. :happy


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Klemmi » Mán 27. Ágú 2012 11:41

Af hverju Intel? :)

Hér er samanburður á AMD örgjörvanum sem þú miðar við vs. Intel örgjörva á sama/svipuðu verði:
http://www.anandtech.com/bench/Product/434?vs=288

Getur séð leikina þarna neðarlega.

*Bætt við*
Hraðinn á vinnsluminninu skiptir þig svakalega litlu máli, það skiptir meira máli að hafa mikið minni en að hafa hratt minni. Getur skoðað samanburði sjálfur milli CL7 vs. CL9 í leikjanotkun, við erum aðeins að tala um mun upp á brot af ramma á sekúndu í flestum leikjum.
Myndi því mæla með fyrir þig að fara frekar í 2x8GB 1600MHz sett, þá hefurðu uppfærslumöguleika án þess að þurfa að fjarlægja kubba seinna meir viljirðu stækka minnið.

Varðandi kælinguna, þá er hún full dýr miðað við afköst, myndi frekar skoða með Noctua NH-D14 sem er ódýrari en betri, en það er hins vegar vandamál fyrst þú vilt aðeins verzla við Tölvutek, sem ég skil þó vel þar sem það skiptir oft miklu máli að hafa þjónustu í heimabæ, fljótt að telja í kostnað ef þú þarft að senda tölvuna í viðgerð.


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Daz » Mán 27. Ágú 2012 11:55

playman skrifaði:
Klemmi skrifaði:Of dýr kassi, aflgjafi, kæling og vinnsluminni.

Farðu í Intel og eyddu þessum pening frekar í dýrara skjákort og örgjörva auk sambærilegs Intel móðurborðs, þó algjör óþarfi að fara í svona svakalegt borð, færð top-notch móðurborð á ~40þús, getur sætt þig við ~30þús nema þú ætlir í öfga yfirklukkun og mörg skjákort.

Mér fanst þetta frekar flottur og þægilegur kassi, allt frekar aðgengilegt. Langar að vísu í einhvern flottan HAF kassa.
Já er sammála Aflgjafanum, en hvað er að kælinguni og minninu?

Afhverju eru allir að missa legvatnið yfir Intel?
Er hann ekki mikludýrari VS. AMD?


Endilega komið með komment, en ekki seygja bara "ekki kaupa þennan, kauptu frekar hinn" Seigið frekar afhverju, hversvegna hitt er betra/gáfulegra en annað. :happy

Ég vitna í sjálfan mig hér rétt að ofan

Daz skrifaði:Varðandi AMD VS intel í leikjum, þá nota ég oft Tomshardware Gaming CPU hierarchy síðuna. Þetta er svona þumalputtasamanburður, en hér er t.d. þessi 8150 örgjörvi, 3 flokkum fyrir neðan Sandy Bridge I5 örgjörvana. Ég myndi telja að það sé nokkuð augljós munur.

Varðandi verðið, í tölvutek kostar i5 3550 2000 kr meira en þessi AMD örgjörvi. Bara sem dæmi.




Höfundur
playman
Vaktari
Póstar: 2046
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf playman » Mán 27. Ágú 2012 12:11

Klemmi skrifaði:Af hverju Intel? :)

Hér er samanburður á AMD örgjörvanum sem þú miðar við vs. Intel örgjörva á sama/svipuðu verði:
http://www.anandtech.com/bench/Product/434?vs=288

Getur séð leikina þarna neðarlega.

*Bætt við*
Hraðinn á vinnsluminninu skiptir þig svakalega litlu máli, það skiptir meira máli að hafa mikið minni en að hafa hratt minni. Getur skoðað samanburði sjálfur milli CL7 vs. CL9 í leikjanotkun, við erum aðeins að tala um mun upp á brot af ramma á sekúndu í flestum leikjum.
Myndi því mæla með fyrir þig að fara frekar í 2x8GB 1600MHz sett, þá hefurðu uppfærslumöguleika án þess að þurfa að fjarlægja kubba seinna meir viljirðu stækka minnið.

Varðandi kælinguna, þá er hún full dýr miðað við afköst, myndi frekar skoða með Noctua NH-D14 sem er ódýrari en betri, en það er hins vegar vandamál fyrst þú vilt aðeins verzla við Tölvutek, sem ég skil þó vel þar sem það skiptir oft miklu máli að hafa þjónustu í heimabæ, fljótt að telja í kostnað ef þú þarft að senda tölvuna í viðgerð.

Er ég að miskylja eða? Ég hélt að það væri betra að hafa 4x4gb heldur en 2x8gb, vegna þess að þá skiptir vélin gögnunum niður á 4 staði en ekki 2 og væri því "fjórfalt fljótari" kanski ekki alveg fjórfalt, en fljótari að vinna fyrir vikið.

Það er svosem alveg möguleiki á að kaupa Kælinguna annarsstaðar, enda ekki mikið mál að gera við hana ef hún bilar.


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf DaRKSTaR » Mán 27. Ágú 2012 12:14

ferð beint í 3770k intel og tekur borð með.. aðeins dýrara en borðið og amd örrinn sem þú pikkaðir en svo margfallt öflugara.
850w psu er miklu meira en nóg, veit ekki með þetta skjákort.. persónulega tæki ég geforce 680 gtx kortið.

myndi lækka við mig í hinu dótinu.. getur haldið þig við þannann tölvukassa, tekið mushkin 120gb ssd, tekur minni.. sleppir kælingunni á örrann í bili og notar retail.. kaupir þér síðan seinna noctua kælingu.

hugsa að þú lægir þarna í ca 340 þús með gtx 680, 3770k örrann+móðurborð 120gb mushkin ssd, vinsluminni, 850w thermaltake grand psu og kassann.. solid dæmi.. færð þetta allt í tölvutek.
já og þetta er það öflugasta sem þú færð.. ekki eitthvað midend drasl á 339 þús :)

mæli hiklaust með tölvutek hérna á ak, ekkert vesen og þeir redda öllu plús þú ert með ábyrgðina á þessu öllu hérna á staðnum.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf FreyrGauti » Mán 27. Ágú 2012 12:44

Þetta er vélin sem ég myndi taka, myndi fara með þennan lista niður í Tölvutek og biðja þá um að gera þér tilboð í þetta.

Thermaltake Toughpower Grand 850W aflgjafi, 140mm vifta
CP A2 850 TPG850M
34.900,-

Antec P280 XL-ATX turnkassi, hljóðeinangraður, svartur
CTA P280 BK
34.900,-

Mushkin 16GB DDR3 1600MHz (2x8GB) Blackline vinnsluminni CL9
CM 3 160 16K BLC M
19.900,-

Intel Core i5-3570K Quad Core örgjörvi, Retail
CO1155 I5 3570K R
42.900,-

240GB SATA3 Mushkin SSD 2.5'' Chronos Deluxe
CHFF3 240 M 2.5 DX
39.900,-

Gigabyte GTX 660OC Ti PCI-E3.0 skjákort 2GB GDDR5
CVE GTX660OCT 2G G
64.900,-

Gigabyte S1155 Z77X-UD5H móðurborð
CC1155 Z77X-UD5H
39.900,-

Thermaltake Performer CLW0215 vatnsörgjörvakæling AMD / Intel
COX CLW0215
12.900,-

Samtals:
290.200,-




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Gilmore » Mán 27. Ágú 2012 12:57

playman skrifaði:
Klemmi skrifaði:Af hverju Intel? :)

Hér er samanburður á AMD örgjörvanum sem þú miðar við vs. Intel örgjörva á sama/svipuðu verði:
http://www.anandtech.com/bench/Product/434?vs=288

Getur séð leikina þarna neðarlega.

*Bætt við*
Hraðinn á vinnsluminninu skiptir þig svakalega litlu máli, það skiptir meira máli að hafa mikið minni en að hafa hratt minni. Getur skoðað samanburði sjálfur milli CL7 vs. CL9 í leikjanotkun, við erum aðeins að tala um mun upp á brot af ramma á sekúndu í flestum leikjum.
Myndi því mæla með fyrir þig að fara frekar í 2x8GB 1600MHz sett, þá hefurðu uppfærslumöguleika án þess að þurfa að fjarlægja kubba seinna meir viljirðu stækka minnið.

Varðandi kælinguna, þá er hún full dýr miðað við afköst, myndi frekar skoða með Noctua NH-D14 sem er ódýrari en betri, en það er hins vegar vandamál fyrst þú vilt aðeins verzla við Tölvutek, sem ég skil þó vel þar sem það skiptir oft miklu máli að hafa þjónustu í heimabæ, fljótt að telja í kostnað ef þú þarft að senda tölvuna í viðgerð.

Er ég að miskylja eða? Ég hélt að það væri betra að hafa 4x4gb heldur en 2x8gb, vegna þess að þá skiptir vélin gögnunum niður á 4 staði en ekki 2 og væri því "fjórfalt fljótari" kanski ekki alveg fjórfalt, en fljótari að vinna fyrir vikið.

Það er svosem alveg möguleiki á að kaupa Kælinguna annarsstaðar, enda ekki mikið mál að gera við hana ef hún bilar.


Það er örgjörvinn sem vinnur svona en ekki minnið. Ég hef líka alltaf heyrt að það sé betra að fylla ekki allar raufarnar, frekar kaupa stærri kubba og nota bara 2, því það vinnur eitthvað hægar þegar allar raufar eru fullar. :)


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 851
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 115
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Alfa » Mán 27. Ágú 2012 13:41

Hér er dæmi um öflugri vél fyrir meira en 100 þús minna og nb ég nota Tölvutek sem viðmið þar sem þú vilt versla við þá.

34.900 http://www.tolvutek.is/vara/antec-p280- ... ur-svartur
24.900 http://www.tolvutek.is/vara/thermaltake ... 40mm-vifta
29.900 http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-s1 ... -modurbord
36.900 http://www.tolvutek.is/vara/intel-core- ... rvi-retail
7.900 http://www.tolvutek.is/vara/thermaltake ... -amd-intel
21.900 http://www.tolvutek.is/vara/120gb-sata3 ... 25-vertex3
19.900 http://www.tolvutek.is/vara/mushkin-16g ... uminni-cl9
79.900 http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-gt ... -2gb-gddr5

230.000 ca !! en með afsláttum og leitað að betri verðum annarrstaðar hugsanlega 200 - 215k.

Frekar myndi ég eyða þá 100 þús í góðan 120Hz skjá ef slíkur er ekki til staðar eða fara alla leið í i7 og GF 680 skjákort og 240gb SSD.


TOW : Be quiet! 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B650 Tomahawk Wifi CPU : AMD 7800X3D
Mem : 32GB 6000Mhz GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 2TB m2 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 MOU : Logitech PRO X Superlight

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6605
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 549
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf worghal » Mán 27. Ágú 2012 14:24

var búinn að vera í amd sjálfur síðan um 2000 og fór svo í intel núna í fyrra.
ég mun aldrei fara aftur í amd eftir þessi skipti.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


KristinnK
Gúrú
Póstar: 590
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf KristinnK » Mán 27. Ágú 2012 16:54

Það er alveg satt það sem hefur verið sagt hérna um AMD og Intel. Þegar þú keyptir tölvuna þína fyrir 10 árum voru AMD vissulega með bestu örgjörvana, Athlon XP sópaði gólfið með Pentium 4. P4 var meingallaður arkitektúr sem með alltof djúpum pípum, cache miss kostaði alltof mikið, þeir náðu aldrei að keyra jafn hratt og Intel ætluðu sér, og þeir drógu alltof mikið rafmagn.

En Core 2 arkitektúrinn var gríðarstórt skref fram á við, og AMD hefur ekki náð að gera betri arkitektúr en Core 2. Á meðan hefur Intel komið með Nehalem, sem var annað stórt skref fram á við, og svo Sandy Bridge, sem var aftur (!) stórt skref fram á við. (Ivy Bridge er bara die shrink á SB.) Á meðan er AMD í svipaðri stöðu með Bulldozer eins og Intel var með P4 í fyrir tíu árum. Bulldozer átti að keyra miklu hraðar, helst GHz hraðar, en getur það ekki vegna of mikils orkunotkunar, hann keyrir of heitt. (Auðvitað klukkast hann brálæðislega undir CO2, 8+ GHz og heimsmet, en það kalla ég ekki hagnýta lausn.)

Þangað til AMD laga Bulldozer, og ég trúi því að þeir munu ná því, við sáum strax mikil framför með Piledriver í nýju A4/A6/A8 örgjörvunum, þá er Intel besti kosturinn.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


Höfundur
playman
Vaktari
Póstar: 2046
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf playman » Mán 27. Ágú 2012 20:57

KristinnK skrifaði:Það er alveg satt það sem hefur verið sagt hérna um AMD og Intel. Þegar þú keyptir tölvuna þína fyrir 10 árum voru AMD vissulega með bestu örgjörvana, Athlon XP sópaði gólfið með Pentium 4. P4 var meingallaður arkitektúr sem með alltof djúpum pípum, cache miss kostaði alltof mikið, þeir náðu aldrei að keyra jafn hratt og Intel ætluðu sér, og þeir drógu alltof mikið rafmagn.

En Core 2 arkitektúrinn var gríðarstórt skref fram á við, og AMD hefur ekki náð að gera betri arkitektúr en Core 2. Á meðan hefur Intel komið með Nehalem, sem var annað stórt skref fram á við, og svo Sandy Bridge, sem var aftur (!) stórt skref fram á við. (Ivy Bridge er bara die shrink á SB.) Á meðan er AMD í svipaðri stöðu með Bulldozer eins og Intel var með P4 í fyrir tíu árum. Bulldozer átti að keyra miklu hraðar, helst GHz hraðar, en getur það ekki vegna of mikils orkunotkunar, hann keyrir of heitt. (Auðvitað klukkast hann brálæðislega undir CO2, 8+ GHz og heimsmet, en það kalla ég ekki hagnýta lausn.)

Þangað til AMD laga Bulldozer, og ég trúi því að þeir munu ná því, við sáum strax mikil framför með Piledriver í nýju A4/A6/A8 örgjörvunum, þá er Intel besti kosturinn.

Þakka þér fyrir þetta frábæra svar.
Náttúrulega þegar að maður er búin að halda sig við eithvað í langan tíma þá er erfitt að fara frá því.

Svo var líka önnurástæða fyrir því að AMD varð fyrir valinu, en það er vegna þess að bulldozerin er með innbygðan skjákjarna, og þar að leiðandi ef þú notar
AMD skjákort þá vinna þau samann og þú færð öflugra skjákort.

En ég á eftir að skoða þetta betur og taka svo ákvörðun hvort að ég fari í Intel eða AMD.
Bara pínu leiðinlegt að eingir AMD menn létu í sér heyra.


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9


Kosmor
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 20. Maí 2011 19:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Kosmor » Mán 27. Ágú 2012 21:05

playman skrifaði:Bara pínu leiðinlegt að eingir AMD menn létu í sér heyra.

Voðalega fáir eftir.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6605
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 549
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf worghal » Mán 27. Ágú 2012 21:07

Kosmor skrifaði:
playman skrifaði:Bara pínu leiðinlegt að eingir AMD menn létu í sér heyra.

Voðalega fáir eftir.

af góðri ástæðu ;)


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf Daz » Mán 27. Ágú 2012 21:25

playman skrifaði:...snip...
Svo var líka önnurástæða fyrir því að AMD varð fyrir valinu, en það er vegna þess að bulldozerin er með innbygðan skjákjarna, og þar að leiðandi ef þú notar
AMD skjákort þá vinna þau samann og þú færð öflugra skjákort.
...snap...


Þó það hljómi vel "in theory" þá skaltu googla reviews um þessa AMD skjákjarna samvinnu áður en þú notar það sem kost í kaupunum. Án þess að hafa kynnt mér það nokkuð, þá giska ég á að þú fáir kannski 5% meira performance. Kannski. Kannski 0%. Sem er svo strax dregið niður ef örgjörvinn sjálfur er dragbíturinn.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2447
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 162
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta alvöru uppfærslan í 10 ár :P

Pósturaf littli-Jake » Mán 27. Ágú 2012 22:31

Ég bara skil ekki hvað þú ert að spá með þennan kassa. Þú getur fengið Antec-P280 á 32K og hann er GORDJÖS.

Það er alveg búið að ranta nó í þér með intel/AMD. Ég er basicly sammála því. Fyrir garmer er i5 eina vitið


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180