Síða 1 af 1

Dual Channel á þessu?

Sent: Þri 03. Ágú 2004 16:57
af ErectuZ
Mig vantar að vita hvort að það er dual channel á Gigabyte GA-7VT600 móbóinu.

Ef ég er algjörlega að rugla með á hverju Dual Channel er á, þá er ég með AMD XP2800+ örgjörva :P

Sent: Þri 03. Ágú 2004 17:15
af Zkari
Dual Channel er fyrir minni og ég held að það sé ekki Dual Channel á VT600 borðinu

Sent: Þri 03. Ágú 2004 17:22
af ErectuZ
ok. Ég veit að það er fyrir minni, en ég var að pæla því ég er núna með 3 minniskubba á borðinu

Sent: Þri 03. Ágú 2004 18:05
af Revenant
Þú getur bara haft dual channel ef þú ert með tvo eða fjóra kubba.

Þ.e. í rauf eitt og þrjú (eða tvö og fjögur) eða í öllum.

Sent: Þri 03. Ágú 2004 18:19
af ErectuZ
Ég veit, af því var ég að pæla hvort að ég væri með dual channel til að sjá hvort það borgaði sig að fjarlægja einn kubb

Sent: Þri 03. Ágú 2004 19:32
af OverClocker
Þetta er VIA KT600 kubbasett.. þannig að það er ekkert dual channel..

Sent: Mið 04. Ágú 2004 03:06
af Buddy
KT600 er ekki með DUAL channel. Það er líka í góðu lagi. AMD þarf það ekki.

Sent: Fim 05. Ágú 2004 17:41
af Buddy
Revenant skrifaði:Þú getur bara haft dual channel ef þú ert með tvo eða fjóra kubba.

Þ.e. í rauf eitt og þrjú (eða tvö og fjögur) eða í öllum.
Sry. Þetta er ekki rétt. Það er hægt að ná fram DUAL channel með til að mynda tveimur 128kubbum og einum 256 á sumum moðurborðum. Minnir að Gigabyte GA-7N400PRO2 geti það sem dæmi.