Síða 1 af 1

Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Fös 24. Ágú 2012 16:44
af jonsig
Er einhver búinn að skoða þetta hvaða kort er hagstæðast að setja í sli/crossire? Þyrfti að vera öflugara en GTX295 því mitt gamla góða heittelskaða kort náði ekki að verða úrelt það kveiknaði bara í því :(

Crysis2 var ekkert mega vesen fyrir kortið. En einn daginn bara blank screen, prófaði reyndar að setja annað skjákort í staðin og ennþá blank. Kanski móðurborðið fuckt eða psu?? tölvan virkar amk á innbyggða skjákortinu

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Fös 24. Ágú 2012 17:04
af Danni V8
560 Ti SLI hefur virkað stórfínt hjá mér. Kostuðu um 60þús bæði saman notuð á sínum tíma, fara eflaust að lækka eitthvað þar sem GTX 660 Ti er að koma í búðir, en þau eru svo dýr að ég þori ekki segja hvort 560 Ti notuð eru að fara að lækka eitthvað mikið.

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Fös 24. Ágú 2012 17:38
af hjalti8
GTX670 eru sennilega lang best í þetta, þetta er góð týpa til að hafa í SLI http://buy.is/product.php?id_product=9209218

Annars sýnist mér þú þurfa eitthvað að athuga hvort það sé eitthvað að móðurborðinu, skjákortinu eða einhverju öðru.

hvernig aflgjafa og móðurborð ertu með?

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Lau 25. Ágú 2012 22:48
af jonsig
móðurborð GA-Z68X-UD3H-B3 , og aflgjafinn er 1000w, alveg plenty :) fyrsti afgjafinn sem ég var með höndlaði ekki gtx295 og þá blikkaði rautt ljós á kortinu , ekkert þannig núna i think,

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Lau 25. Ágú 2012 22:58
af Daz
jonsig skrifaði:móðurborð GA-Z68X-UD3H-B3 , og aflgjafinn er 1000w, alveg plenty :) fyrsti afgjafinn sem ég var með höndlaði ekki gtx295 og þá blikkaði rautt ljós á kortinu , ekkert þannig núna i think,


Er þetta FUTURPOWAHTEKK aflgjafi eða "þekkt" tegund? No-name aflgjafar eru no-name af góðri ástæðu.

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Lau 25. Ágú 2012 23:01
af jonsig
Væru tvö kort á verðbilinu 30-35þús . virkilega ekki að sparka í rassinn á tæplega 3ára ofurskjákorti? (gtx295) ?? Eftir að hafa chekkað þessa síðu amk http://www.hwcompare.com/12245/geforce- ... n-hd-7870/ þá virðast 60-70þús kall kort oft bara vera ownd af eldgömlu skjákorti !!


Er með 1000w - Inter-Tech Energon EPS-1000 2.2 ATX frá tölvuvirkni

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Lau 25. Ágú 2012 23:57
af beatmaster
Það er ekkert að marka hardwarecompare í svona, sérstaklega ekki þegar að það er nokkrar kynslóðir á milli kortana sem verið er að bera saman

Hérna sérðu raunverulegan mun á 7870 og GTX 285, þitt kort ætti að lenda ca í miðjunni á muninum á milli þeirra fyrir utan það að styðja ekki DirectX 11

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Sun 26. Ágú 2012 00:07
af jonsig
Er gtx 295 ekki 2x gtx280 kort saman ? eða kanski tvö 285 ?

Hvað um það , við erum að tala um tæplega 3ára gamalt kort! Þetta er ekki nógu falleg þróun í þessum kortum miðað við í den

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Sun 26. Ágú 2012 16:16
af jonsig
Lét gamalt 8800gt kort og það var blank screen ! Er einhver controller bilaður í móðurborðinu?

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Sun 26. Ágú 2012 16:45
af hjalti8
búinn að prófa hina pci-e raufina? er alveg örugglega í lagi með skjáinn?

og í sambandi við þróunina þá var gtx680(gk104) allann tímann hannað sem mid-range kort en þar sem nýju kortin hjá AMD voru ekki alveg að gera sig í tölvuleikjum þá gátu þeir seinkað gk110(alvöru high-end kepler kjarninn) fram á næsta ár og selt mid range(gk104) kortið með 500 dollara verðmiða. gk110 mun hafa 2880 cuda cores (vs. 1536 cuda cores á gk104) og 50% stærri memory bus en gk104(384bit vs. 256bit). Svo að á næsta ári máttu búast við allt að helmingi(50%) betri kortum og örugglega eitthvað skárri verðum.

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Sun 26. Ágú 2012 16:50
af Danni V8
jonsig skrifaði:Er gtx 295 ekki 2x gtx280 kort saman ? eða kanski tvö 285 ?

Hvað um það , við erum að tala um tæplega 3ára gamalt kort! Þetta er ekki nógu falleg þróun í þessum kortum miðað við í den


Man að það var talað um það á sínum tíma að eitt GTX 295 = 2x GTX 260.

Ég er búinn að eiga tvö GTX 295 og get sagt að miðað við mínu reynslu þá eru þetta ein mestu drasl kort sem ég hef prófað. Performa mjög vel þegar þau eru í lagi, en það er alveg rosalega picky á hvaða driverar virka og þau bila ekkert smá mikið.

Annað af þessum 295 kortum sem ég hef átt er núna í tölvunni hjá bróðir mínum og það rétt svo ræður við WoW án þess að krassa. Þannig það kæmi mér ekkert á óvart ef þitt er bilað eins og þú heldur!

Og enn og aftur, miðað við mína reynslu, þá eru 2x GTX 560 Ti í SLI alveg töluvert betri en 1x GTX 295 í lagi.

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Sun 26. Ágú 2012 16:56
af hjalti8
það eru til tvær útgáfur af gtx 295, annað er 2x gtx280 kjarna(65nm) og hitt er með 2x gtx285 kjarna(55nm), en bæðu eru minnir mig jafn lágt klukkuð og gtx260

65nm kortið er með dual pcb:

Mynd

en 55nm týpan er með tvo kjarna á einum pcb

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Sun 26. Ágú 2012 18:22
af Danni V8
hjalti8 skrifaði:það eru til tvær útgáfur af gtx 295, annað er 2x gtx280 kjarna(65nm) og hitt er með 2x gtx285 kjarna(55nm), en bæðu eru minnir mig jafn lágt klukkuð og gtx260

65nm kortið er með dual pcb:

Mynd

en 55nm týpan er með tvo kjarna á einum pcb


Já, reyndar. Var búinn að gleyma því. Bæði kortin mín voru 55nm, ss. með einni prentplötu. Kannski það var bara meira vesen á þeim??

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Sun 26. Ágú 2012 22:44
af jonsig
já ég prófaði að setja kortin í hitt pci-x slottið, og allt blank.

Jamm keypti gtx´inn þegar það var ný komið út og það hefur aldrei verið neitt vesen með neina leiki svo ég muni eftir

Re: Bestu kortin til að setja í sli , kostnaður / power

Sent: Þri 28. Ágú 2012 16:56
af Daz
jonsig skrifaði:Lét gamalt 8800gt kort og það var blank screen ! Er einhver controller bilaður í móðurborðinu?


Settirðu s.s. saman 295 og 8800gt? Það virkar alveg örugglega ekki. Þau verða að vera eins
edit: Ah, allt í einu bilað skjákort. Þá myndi ég halda að það sé eitthvað allt annað en kortið sem hafi bilað. hefurðu aðgang að annari tölvu sem þú gætir prófað hlutina úr þessari í?

http://www.geforce.com/hardware/technology/sli/faq#c16 skrifaði:Can I mix and match graphics cards that have different GPUs?

No. For example, an XXXGT cannot be paired with a XXXGTX in an SLI configuration.


Svo bendi ég á Tomshardware GPU hierarchy . Fínn þumalputtasamanburður. Ef þú ert búinn að njörva þig niður á einhver 2 kort þá er bara að googla samanburðar reviews á þeim, að því gefnu að þau séu í uþb sömu kynslóð.