Síða 1 af 1

Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Mán 20. Ágú 2012 19:57
af CurlyWurly
Sælir

Eins og titillinn segir er ég loksins að fara að skipta yfir í SSD fyrir stýrikerfið svo mig langar að spyrja, einhver fleiri tips heldur en bara að stilla á AHCI í BIOS?

Re: Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Mán 20. Ágú 2012 20:00
af AciD_RaiN
Prófaðu að skoða þetta t.d. http://c2cmods.com/showthread.php?132-S ... tion-Guide

Edit: Gúrú var líka með ágætis leiðbeiningar í einhverjum þræði hérna. Ég bara finn hann ekki :-k

Re: Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Þri 21. Ágú 2012 02:01
af CurlyWurly
Jæja, þá er diskurinn kominn með stýrikerfi og allt er orðið rétt stillt, nánast búinn með driverana... djöfull er þetta fáránlegur hraði!

Re: Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Þri 21. Ágú 2012 07:11
af Tiger
Velkominn úr torfkofanum :happy

Re: Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Þri 21. Ágú 2012 12:42
af J1nX
argastagarg! var að fatta að ég gleymdi að setja minn í AHCI eftir að ég resettaði biosinn hjá mér, þarf ég ekki að formatta aftur ef ég vill breyta stillingunni yfir í AHCI?

Re: Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Þri 21. Ágú 2012 13:24
af braudrist
neh, held að þú þurfir þess ekki.

Það er líka sniðugt að nota RAMdisk ef þú ert með SSD setup. RAMdisk er fídus sem leyfir þér að nota hluta af vinnsluminninu sem disk drive eða "virtual ram". Svo keyri ég t.d. Chrome með þessari endingu: C:\Users\%username%\AppData\Local\Google\Chrome\Application\chrome.exe --disk-cache-dir="Z:\Chrome" Þá skrifast skyndiminnið á ram driveið í staðinn fyrir á SSD-inn. Vinnsluminnið er líka margfalt fljótara að vinna en SSDinn þannig að skyndiminnið ætti að loadast hraðar upp. Einnig er ég búinn að stilla það þannig að Windows skrifar allar 'temp' skrár á ram diskinn eins og svona

Mynd

Eina sem þú þarft er eitthvað RAMdisk forrit — ég nota Gilisoft RAMdisk en það eru til tonn af ókeypis RAMdisk forritum — og svo einhvern hluta af vinnsluminni (1-2GB ætti að vera nóg).

Re: Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Þri 21. Ágú 2012 15:08
af kjarrig
J1nX skrifaði:argastagarg! var að fatta að ég gleymdi að setja minn í AHCI eftir að ég resettaði biosinn hjá mér, þarf ég ekki að formatta aftur ef ég vill breyta stillingunni yfir í AHCI?


Hérna er hvenig þú breytir registerinu án þess að setja Windows upp aftur http://www.overclockers.com/forums/showthread.php?t=698531

Re: Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Þri 21. Ágú 2012 17:15
af Danni V8
kjarrig skrifaði:
J1nX skrifaði:argastagarg! var að fatta að ég gleymdi að setja minn í AHCI eftir að ég resettaði biosinn hjá mér, þarf ég ekki að formatta aftur ef ég vill breyta stillingunni yfir í AHCI?


Hérna er hvenig þú breytir registerinu án þess að setja Windows upp aftur http://www.overclockers.com/forums/showthread.php?t=698531


Farðu samt eftir leiðbeiningunum í þriðja pósti þarna, það er nóg. Algjör óþarfi að breyta values á fjórum stöðum í registry þegar það er nóg að breyta á einum stað.

Ég btw var að breyta þessu hjá mér, þar sem ég vissi ekkert af þessu AHCI fyrr en núna :P

Re: Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Þri 21. Ágú 2012 17:37
af J1nX
þar sem ég er ekki sá klárasti þegar kemur að svona, þegar ég fer inn í biosinn og í integrated dæmið, þá koma nokkrar línur þar sem ég get breytt úr IDE í AHCI, ssdinn er tengdur í "port" 6 hjá mér og geymsludiskurinn (2tb sata3 diskur) er í porti 7 (SATA 3 portin hjá mér eru frá 6-9) og þarna í biosnum get ég valið um að breyta porti 6-7 úr IDE í AHCI, er ég þá ekki líka að fokka upp geymsludisknum? get ég sett hann í t.d. port 8 eða 9 án þess að allt detti útaf honum eða eikkað álíka?

Re: Er að fara að skipta yfir í SSD

Sent: Þri 21. Ágú 2012 20:50
af FreyrGauti
Setur allt í ahci.