Síða 1 af 1
8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 01:42
af Tiger
Sælir. Ætla að búa til minn eigin Sata power cable fyrir alla 8 diskana mína og langar helst að hafa þá alla á einu tengi á aflgjafnaum. Samkvæmt Seagate þá er max power consumption 3Amp í startup peak og 12v tengin í aflgjafnum eru gefin upp fyrir 0-30Amp.
Er eitthvað því til fyrirstöðu að tengja þá alla 8 saman í 1 rail?
PSU

Diskur

Re: 8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 01:54
af Nariur
Ég sé ekkert að því, 3*8=24 og það er vel innan marka aflgjafans.
Re: 8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 02:05
af Gúrú
Nariur skrifaði:Ég sé ekkert að því, 3*8=24 og það er vel innan marka aflgjafans.
Aflgjafinn þarf samt ekki að detta niður í nema 80% nýtni (-viðnám) til að hann geti þá ekki sinnt diskunum í peak load.
Þá er það bara spurning um það hversu lengi eru aflgjafar að því að missa nýtni og hvernig á maður að vita hvenær það hefur gerst.
Ég myndi samt hiklaust gera þetta bara.

Re: 8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 02:13
af Nariur
Þar sem diskarnir taka ekki 3A í nema nokkrar sekúndur, þá grunar mig að aflgjafinn geti höndlað það þó hann fari dass niður fyrir 80% nýtni
Re: 8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 02:18
af SteiniP
Þarft að passa að nota nógu þykka víra og tengla sem geta borið þennann straum.
Held þetta sé fullmikið fyrir venjulegann molex/sata kapal.
Re: 8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 03:12
af Haxdal
af hverju að taka sénsinn ?..
tengja þetta bara á 2 rail. Fyrst þú ert að gera custom kapla hvorteðer þá geturðu alveg gert þetta "flott" þótt þetta endi á 2 railum með 4 sata tengjum á hvoru raili.
Re: 8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 04:09
af Nariur
Haxdal skrifaði:af hverju að taka sénsinn ?..
tengja þetta bara á 2 rail. Fyrst þú ert að gera custom kapla hvorteðer þá geturðu alveg gert þetta "flott" þótt þetta endi á 2 railum með 4 sata tengjum á hvoru raili.
Það er rétt, þú sleevar þetta bara og endar með aðeins þykkari kapal.
Re: 8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 05:46
af ASUStek
mér sýnist hann nú ráða við þetta og vírarnir eru alveg nógur þykkir ef þú notar sömu sem koma frá aflgjafanum.
Re: 8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 11:03
af Tiger
Haxdal skrifaði:af hverju að taka sénsinn ?..
tengja þetta bara á 2 rail. Fyrst þú ert að gera custom kapla hvorteðer þá geturðu alveg gert þetta "flott" þótt þetta endi á 2 railum með 4 sata tengjum á hvoru raili.
Neibb það verður aldrei eins snyrtilegt!
Er í rannsóknarvinnu

Engin rafeinda/rafvirki hérna sem getur sagt hvort þetta sé 100% í lagi eða ekki?
Re: 8 HDD í eitt tengi í PSU
Sent: Mán 20. Ágú 2012 11:06
af FreyrGauti
http://lime-technology.com/wiki/index.p ... _ImportantÁgætis lesning, miðað við þetta myndi ég setja á tvö rail.