Síða 1 af 1

Músin í bullinu

Sent: Lau 18. Ágú 2012 11:28
af frikki1974
Sælir félagar en ég er í vandræðum með músina ég á stundum í erfiðleikum að gera copy/paste af stöfumog líka er hún mjög viðkvæm þegar maður er að opna foldera og færa þá til en hún opnar þá stundum þegar ég klikka bara bara einu sinni á folderinn og þar fram eftir götunum.

Re: Músin í bullinu

Sent: Lau 18. Ágú 2012 11:30
af agust1337
Er hún þráðlaus?

Re: Músin í bullinu

Sent: Lau 18. Ágú 2012 11:32
af frikki1974
agust1337 skrifaði:Er hún þráðlaus?


Nei

Re: Músin í bullinu

Sent: Lau 18. Ágú 2012 11:33
af agust1337
Finnst þér hún fara hratt?

Re: Músin í bullinu

Sent: Lau 18. Ágú 2012 11:36
af frikki1974
agust1337 skrifaði:Finnst þér hún fara hratt?


Ég kann alveg að stilla hraðann á henni en hún fer mátulega hratt en ég er í vandræðum með hana þegar ég er að færa til foldera og opna þá eins og ég lýsti hér fyrir ofan

Re: Músin í bullinu

Sent: Lau 18. Ágú 2012 12:06
af KermitTheFrog
Prófaðu að smella músartakkanum upp og sprauta contact sprayi undir og klikka nokkuð oft. Ef þú kemst ekki í contact spray þá geturðu reynt að blása nokkuð kröftuglega undir takkann.