Síða 1 af 1

AMD Radeon 7970 3GB DDR5 hjá tölvuvirkni

Sent: Þri 14. Ágú 2012 20:53
af arguenot
AMD Radeon 7970 3GB DDR5 kostar 72.890 kr.- hjá tölvuvirkni sem er rúmum 10.000 kr.- ódýrara en hjá þeim söluaðila sem hefur næst lægsta verðið og tæpum 40.000 kr.- ódýrara en hjá þeim sem selja það dýrast. Engu að síður tek ég ekki eftir verulegum mun á módelunum(er engan veginn sérfræðingur).

Getur þetta staðist og ef svo er hvers vegna? Mig vantar gott skjá kort og ætlaði að næla mér í gtx 670 þar til ég sá þetta, en þetta virðist vera of gott til að vera satt.

Re: AMD Radeon 7970 3GB DDR5 hjá tölvuvirkni

Sent: Þri 14. Ágú 2012 21:14
af KristinnK
Ódýrasta 670 er á 400$ á newegg, og ódýrasta 7970 er á 420$, þannig það ætti ekki að vera mikill verðmunur á þessum kortum.

Re: AMD Radeon 7970 3GB DDR5 hjá tölvuvirkni

Sent: Þri 14. Ágú 2012 21:28
af hjalti8
arguenot skrifaði:AMD Radeon 7970 3GB DDR5 kostar 72.890 kr.- hjá tölvuvirkni sem er rúmum 10.000 kr.- ódýrara en hjá þeim söluaðila sem hefur næst lægsta verðið og tæpum 40.000 kr.- ódýrara en hjá þeim sem selja það dýrast. Engu að síður tek ég ekki eftir verulegum mun á módelunum(er engan veginn sérfræðingur).

Getur þetta staðist og ef svo er hvers vegna? Mig vantar gott skjá kort og ætlaði að næla mér í gtx 670 þar til ég sá þetta, en þetta virðist vera of gott til að vera satt.



7970 er einfaldlega búið að lækka mikið í verði úti og það virðist vera að ná hingað til lands. Í sambandi með þessa týpu þá eru nánast engin reviews til um hana. Annars mæli ég með að þú athugir þetta kort aðeins: http://buy.is/product.php?id_product=9209221

þessi 7950 kort eru þekkt fyrir að yfirklukka vel en stock clock er aðeins 800mhz en flest kort komast í 1100-1200mhz með smá auka voltum sem gefur allt að 50% meira performance svo það verður vel betra en 7970 og gtx 680 í flestum leikjum fyrir 63k. ekki slæmt.