Ný tölva mjög hægvirk

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Yawnk » Sun 12. Ágú 2012 15:48

Sælir, Ég keypti mér nýja tölvu um daginn, setti hana saman sjálfur og hér er innvolsið :
I5-3570k
Z77X-D3H
4GB DDR3 1333mhz
Thermaltake 730W Smart
GTX 560 Ti
500GB Sata 3 7200RPM
Haf 912 plus

Þegar hún var nýkominn upp, s.s nýsamsett, þá springur aflgjafinn eftir nokkra klukkutíma í notkun, ég fer með hana í viðgerð og Tölvutek lætur nýjan í, það var í fyrradag ( föstudag )
Nú kveikti ég á tölvunni í dag, og þá virðist hún vera ofur-hægvirk, allt sem ég opna tekur margfalt lengri tíma en það gerði í gær t.d, bara að hægri klikka á desktopið og fá upp valgluggann þar tekur jafnvel 10 sek.
Það er ekkert óverklokk í gangi eða neitt svoleiðis, bara allt á stock.
Var að vírusskanna og það fann engann vírus ( Avast ) og er búinn að registry cleana og svo framvegis.
(Ekki gæti aflgjafinn sem sprakk valdið þessu?)

Hvað gæti verið að?



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2181
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 198
Staðsetning: Heima
Staða: Tengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf DJOli » Sun 12. Ágú 2012 15:55

Mögulega gallaður harður diskur, en það gerist "every once in a while".
Annars getur verið að hann (diskurinn) hafi eitthvað laskast í flutningum annaðhvort til þeirra, eða frá þeim til þín.

Veldu eitthvað af þessum forritum til að prufukeyra diskinn og svaraðu svo með hraðanum sem þú færð.
http://pcsupport.about.com/od/toolsofth ... hddiag.htm

hint: mæli með því að taka forrit frá framleiðanda diskins (hver sem hann er).


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Gúrú » Sun 12. Ágú 2012 15:56

Það gæti verið að aflgjafasprengingin hafi skemmt eitthvað, eins og við bentum þér allir á.

Það á ekki að taka fleiri fleiri sekúndur að hægri klikka á Windows með engin forrit opin í fersku installi.
Ef að það er að koma fyrir þá er alveg greinilega eitthvað að vélbúnaðinum.


Modus ponens

Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Baldurmar » Sun 12. Ágú 2012 15:58

Þar sem að þetta er ný tölva myndi ég bara fara beint með hana í Tölvutek aftur.

Annars:
er óvenjulegt load á CPU
er tölvan að registera allt vinnsluminnið
er CPU heat sink nógu vel í
er minnið nógu vel í
eru power tengi nógu vel í
keyra MEM-test
HDD check
Er vandamálið bara í start up eða heldur hún áfram að vera hæg.
Varstu með nettengdann disk sem er ekki lengur tengdur (NAS eða slíkt)


Gigabyte X850 - Ryzen 9900X 32gb Kingston CL30 6000mhz - AMD 7900XTX

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Yawnk » Sun 12. Ágú 2012 16:26

@Djoli Ég tók Seagate testið og rönnaði það, það sýndi engin bad sector og allt var í lagi, en ég prófaði Disc doctor með AdvSystemcare og þar fékk ég errora, ætla að restarta eftir augnablik.

@Baldurmar
er óvenjulegt load á CPU - neibb, bara þetta venjulega um 5% þegar ekkert er í gangi
er tölvan að registera allt vinnsluminnið - Já, öll 4GB
er CPU heat sink nógu vel í - Já
er minnið nógu vel í - Já
eru power tengi nógu vel í - Já
keyra MEM-test - Prófa það seinna
HDD check - Fékk errora, þarf að restarta
Er vandamálið bara í start up eða heldur hún áfram að vera hæg. - Bæði og
Varstu með nettengdann disk sem er ekki lengur tengdur (NAS eða slíkt) - Ekkert svoleiðis.



Skjámynd

Baldurmar
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Baldurmar » Sun 12. Ágú 2012 16:41

Yawnk skrifaði:@Djoli Ég tók Seagate testið og rönnaði það, það sýndi engin bad sector og allt var í lagi, en ég prófaði Disc doctor með AdvSystemcare og þar fékk ég errora, ætla að restarta eftir augnablik.


@Baldurmar

HDD check - Fékk errora, þarf að restarta

Rendu aftur, svona rafmangs vandræði leiða yfirleitt eitthvað fleira af sér en bara aflgjafann.


Gigabyte X850 - Ryzen 9900X 32gb Kingston CL30 6000mhz - AMD 7900XTX

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Hargo » Sun 12. Ágú 2012 18:28

UBCD, skrifaðu á CD, bootaðu upp af þessu og settu einhver af HDD testunum í gang, t.d. Vivard eða Drive Fitness sem dæmi. Það eru einnig test þarna frá ýmsum diskaframleiðendum, getur einnig prófað þau.

Mögulega gæti einnig móðurborðið verið með einhver skrípalæti hjá þér eftir þessa aflgjafabilun.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Yawnk » Mán 13. Ágú 2012 03:23

Er eðlilegt að eftir langa spilun í til dæmis Call of Duty - MW3 ( nokkrar klst ) að þá fari tölvan að hökta mjög mikið og varla spilandi? :shock: (Hitinn er eðlilegur á öllu)




ScareCrow
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 391
Skráði sig: Þri 25. Ágú 2009 23:19
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf ScareCrow » Mán 13. Ágú 2012 03:29

Farðu með tölvuna niðrí tölvutek strax og það opnar á morgun og fáðu annaðhvort endurgreitt eða allan vélbúnað nýjan og fría uppsetningu samdægurs.


Intel i9 14900k | Asus TUF 4080 Super OC | 2x 32GB G.Skill Trident Z5 Neo RGB | 2tb Samsung 990 Pro | Asus ROG Strix 1000W | EK-Nucleus (10stk Lian Li Infinity) | Lian Li O11D Evo RGB | Asus ROG Maximus Hero Z790 |


darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf darkppl » Mán 13. Ágú 2012 03:30

nei það er ekki eðlinlegt ég er stundum að spila í nokkrar klukkustundir í bf3 og ég hökta aldrei.. og já það sem scarecrow sagði... gángi þér vel með það þá...


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Yawnk » Mán 13. Ágú 2012 03:41

Ég veit ekki á hverju ég myndi byrja á ef ég færi með hana í Tölvutek, þetta gerist bara stundum.
Er það nóg til þess að fá nýtt hardware fyrir næstum 130 þús kall?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8746
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf rapport » Mán 13. Ágú 2012 03:55

Yawnk skrifaði:Ég veit ekki á hverju ég myndi byrja á ef ég færi með hana í Tölvutek, þetta gerist bara stundum.
Er það nóg til þess að fá nýtt hardware fyrir næstum 130 þús kall?


Þeir seldu þér gallaðan aflgjafa sem eyðilagði út frá sér.

Taktu video af þessu á símann þinn til að hafa eitthvað í höndunum.

Þú verður að gera þetta strax því að fyrstu sex mánuðina eftir að vara er keypt er það á ábyrgð söluaðila að sanna að vara sé ekki gölluð, eftir það þá er það þit að sýna fram á það, s.s. sönnunarbirðin færist yfir á þig...



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Yawnk » Mán 13. Ágú 2012 04:12

rapport skrifaði:
Yawnk skrifaði:Ég veit ekki á hverju ég myndi byrja á ef ég færi með hana í Tölvutek, þetta gerist bara stundum.
Er það nóg til þess að fá nýtt hardware fyrir næstum 130 þús kall?


Þeir seldu þér gallaðan aflgjafa sem eyðilagði út frá sér.

Taktu video af þessu á símann þinn til að hafa eitthvað í höndunum.

Þú verður að gera þetta strax því að fyrstu sex mánuðina eftir að vara er keypt er það á ábyrgð söluaðila að sanna að vara sé ekki gölluð, eftir það þá er það þit að sýna fram á það, s.s. sönnunarbirðin færist yfir á þig...

Þá bjallar maður í þá í vikunni.. Vesen er þetta :face
Veit ekki einu sinni hvað maður ætti að segja við þá :shock:
Ef ég gæti sýnt fram á það að ég hafi rönnað t.d memtest ofl og það hafið fengið errora, gæti ég þá sýnt söluaðila t.d screenshot af útkomu? væri það nóg til þess að fá endurgreitt / nýtt hardware?



Skjámynd

Victordp
vélbúnaðarpervert
Póstar: 951
Skráði sig: Mán 06. Apr 2009 00:15
Reputation: 0
Staðsetning: Vesturbær
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Victordp » Mán 13. Ágú 2012 04:15

Yawnk skrifaði:
rapport skrifaði:
Yawnk skrifaði:Ég veit ekki á hverju ég myndi byrja á ef ég færi með hana í Tölvutek, þetta gerist bara stundum.
Er það nóg til þess að fá nýtt hardware fyrir næstum 130 þús kall?


Þeir seldu þér gallaðan aflgjafa sem eyðilagði út frá sér.

Taktu video af þessu á símann þinn til að hafa eitthvað í höndunum.

Þú verður að gera þetta strax því að fyrstu sex mánuðina eftir að vara er keypt er það á ábyrgð söluaðila að sanna að vara sé ekki gölluð, eftir það þá er það þit að sýna fram á það, s.s. sönnunarbirðin færist yfir á þig...

Þá bjallar maður í þá í vikunni.. Vesen er þetta :face
Veit ekki einu sinni hvað maður ætti að segja við þá :shock:
Ef ég gæti sýnt fram á það að ég hafi rönnað t.d memtest ofl og það hafið fengið errora, gæti ég þá sýnt söluaðila t.d screenshot af útkomu? væri það nóg til þess að fá endurgreitt / nýtt hardware?

Væri kanski gott að tala við sama gaur og þú gerðir þegar að þú fórst útaf aflgjafanum. Og segja við hann að eftir að þetta allt gerðist hefur tölvan ekki verið að virka eins og að hún ætti að vera.


|Macbook Air 2013|
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !

Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf mundivalur » Mán 13. Ágú 2012 10:50

Í þessum hdd testum hver var les og skrifhraðinn (transfer rate min/max)




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 105
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Dr3dinn » Mán 13. Ágú 2012 11:07

Myndi fara strax niður í Tölvutek og skila tölvunni. Það er fín þjónustulund hjá strákunum þar og þeir munu örugglega redda nýri vél eða gera við þessa.

Ég hef nokkrum sinnum lent í veseni með búnað frá þeim, sem þeir hafa leyst úr á skömmum tíma sem veldur því að ég kem aftur þangað þótt ég sé harður kísildalsmaður :)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 57
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Benzmann » Mán 13. Ágú 2012 11:11

i told ya ;)

en já, farðu með hana aftur í tölvutek, og segðu bara að þú sért orðinn þreyttur á þessu veseni, og skilaðu tölvunni, skalt biðja um inneignarnótu, og svo viku seinna fá þér allt nýtt ;)


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Yawnk » Mið 15. Ágú 2012 23:26

Þegar ég kem aftur heim, er fyrir vestan, ætla ég að prófa á henni Memtest og betra HDD test ofl.
Gæti einhver bent mér á bestu testin fyrir íhlutina til að vita hvort þetta er gallað?

Memtest fyrir vinnsluminnið.
Hver væri bestur fyrir HDD og nákvæmastur?
Svo gæti ég kannski rönnað Prime95 eða Furmark til að kíkja hvernig vélin höndlar mikla áreynslu, eins og það var skrifað fyrr í þræði, þá er ekki eðlilegt að hún hökti eftir nokkra klst í spilun.

Einhverjar hugmyndir?
(Ég prófaði test frá Seagate fyrir HDD en fékk engan write/read speed útúr því, kannski væri ágætt að fá link á eitt svoleiðis?)

*Edit - Hvað er þetta??? maður fær bara ritskoðun og textinn breyttur ef maður skrifar 'R0nna með Ö ;) ](*,)



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 57
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Benzmann » Mið 15. Ágú 2012 23:48

seatools

Hard Disk Sentinel


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf mundivalur » Mið 15. Ágú 2012 23:53




Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Yawnk » Fim 16. Ágú 2012 17:26

Ég prófaði CrystalDiskMark og fékk 120mb/s read og 99.25 mb/s write.
Hard Disk Sentinel sýndi enga errorar og allt í fína sýndi 100%
Ábyggilega ekki HDD sem er að valda þessari vitleysu.

Það var nýlega bætt við GTX 560 Ti kort í vélina, notað kort ( 1 árs gamalt held ég ) ekki gæti það verið örsökin? kortið eitthvað bilað?

+ Er mikill munur á Windows Ram Checker og Memtest? Prófaði nefnilega Windows testið og fékk ekkert að, er memtest mikið nákvæmara?

Ætla athuga Prime95 og Furmark og sjá hvernig þetta er í miklu stressi.




KanDoo
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Sun 22. Feb 2009 16:32
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf KanDoo » Fim 16. Ágú 2012 20:21

Yawnk skrifaði:Ég prófaði CrystalDiskMark og fékk 120mb/s read og 99.25 mb/s write.
Hard Disk Sentinel sýndi enga errorar og allt í fína sýndi 100%
Ábyggilega ekki HDD sem er að valda þessari vitleysu.

Það var nýlega bætt við GTX 560 Ti kort í vélina, notað kort ( 1 árs gamalt held ég ) ekki gæti það verið örsökin? kortið eitthvað bilað?

+ Er mikill munur á Windows Ram Checker og Memtest? Prófaði nefnilega Windows testið og fékk ekkert að, er memtest mikið nákvæmara?

Ætla athuga Prime95 og Furmark og sjá hvernig þetta er í miklu stressi.


Memtest er málið www.memtest.org/download/4.20/memtest86 ... taller.zip smellir þessu á usb lykil, bootar af honum og skannar.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Yawnk » Fim 16. Ágú 2012 21:21

KanDoo skrifaði:
Yawnk skrifaði:Ég prófaði CrystalDiskMark og fékk 120mb/s read og 99.25 mb/s write.
Hard Disk Sentinel sýndi enga errorar og allt í fína sýndi 100%
Ábyggilega ekki HDD sem er að valda þessari vitleysu.

Það var nýlega bætt við GTX 560 Ti kort í vélina, notað kort ( 1 árs gamalt held ég ) ekki gæti það verið örsökin? kortið eitthvað bilað?

+ Er mikill munur á Windows Ram Checker og Memtest? Prófaði nefnilega Windows testið og fékk ekkert að, er memtest mikið nákvæmara?

Ætla athuga Prime95 og Furmark og sjá hvernig þetta er í miklu stressi.


Memtest er málið http://www.memtest.org/download/4.20/me ... taller.zip smellir þessu á usb lykil, bootar af honum og skannar.

Hmmmm.. ég setti þetta á lykil og fór í Boot Menu og valdi USB lykilinn, en það vill ekki bootast á honum?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3857
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 169
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Daz » Fim 16. Ágú 2012 21:45

Yawnk skrifaði:
KanDoo skrifaði:
Memtest er málið http://www.memtest.org/download/4.20/me ... taller.zip smellir þessu á usb lykil, bootar af honum og skannar.

Hmmmm.. ég setti þetta á lykil og fór í Boot Menu og valdi USB lykilinn, en það vill ekki bootast á honum?

Lykillinn er örugglega ekki bootable. hefurðu prófað að ræsa tölvuna á einhverju öðru en bara diskinum (s.s. á usb lykli, live cd dæmi?). Ef tölvan virkar fínt í slíku viðmóti, þá er augljóslega eitthvað að varðandi diskinn. Er þetta eitthvað AHCI dæmi? Hefur það ekki reglulega valdið mönnum vandræðum sem lýsa sér uþb svona?



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva mjög hægvirk

Pósturaf Yawnk » Fim 16. Ágú 2012 21:47

Gerði Furmark með 1920x1080 og 8xAA og Fullscreen með vifturnar á GTX 560 Ti (Gigabyte) Stilltar á 100 í gegnum MSI Afterburner
Kortið náði 91c hita eftir um það bil 10% af 15 mín testinu, og ég slökkti á því, þetta er nú varla eðlilegt??? með vifturnar á 100% og það nær 90c bara á 1 mín eða svo.
Og í Haf kassa með helling af kassaviftum ofl.