Síða 1 af 2
Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 03:12
af CurlyWurly
Nú er svo komið að ég ligg á dálitlum aukapening sem að mig langar að nota að minnsta kosti hluta í að uppfæra tölvuna mína, þeas ef það er vit í því.
Allar upplýsingar um specca eru í undirskriftinni minni og þið getið bara spurt ef það er eitthvað sem er ekki á hreinu

Veit að mig vantar SSD en er alls ekki viss hvaða SSD ég á að fá mér, er búinn að vera að skoða
Crucial M4,
Corsair Force3 og
OCZ Agility3, hverjum mynduð þið mæla með of afhverju?
Er líka búinn að vera að huga að því að bæta við vinnsluminni en myndi þá helst vilja skipta yfir í Mushkin Blackline í leiðinni ef ég fer út í það, eru 8GB þess virði í RAM?
Dettur svosem ekkert fleira í hug en endilega hendið í mig fleiri hugmyndum ef ykkur dettur eitthvað í hug!
EDIT: Fór að hugsa að ég er bara með stock örgjörvaviftu, gæti ekki verið sniðugt að kaupa örgjörvaviftu? og kannski einhverjar kassaviftur líka?
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 11:42
af KristinnK
CurlyWurly skrifaði:Er líka búinn að vera að huga að því að bæta við vinnsluminni en myndi þá helst vilja skipta yfir í Mushkin Blackline í leiðinni ef ég fer út í það, eru 8GB þess virði í RAM?
Í fyrsta lagi eru 8 GB í vinnsluminni meir en nóg, nema þú notar tölvuna fyrir virtualization. Í öðru lagi er staðreyndin sú að tölvur í dag eru almennt ekki takmarkaðar af memory bandwith, samaber
hér. Bandvídd á innra minni hefur aukist mun hraðar en reiknisgeta örgjörva síðan á tímum PIII.
Ef þú notar tölvuna mest í leiki mæli ég með því að þú kaupir öflugra skjákort. Þú munt sjá langmestan mun á þannig uppfærslu (að undanskildum SSD).
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 11:49
af Gúrú
Þú munt sjá lang, lang mestan mun á því að versla þér SSD. Veit ekki fyrir hvað þú myndir nota betra skjákort.
Mæli með 120GB yfir 60GB.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 11:56
af AntiTrust
Ég sé hreinlega ekki mikið annað en SSD sem vantar í þessa vél, og þú hefur alveg örugglega ekki við mikið meira en 8GB af RAMi að gera.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 12:09
af bAZik
Taktu annaðhvort Crucial eða Intel SSD disk.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 12:17
af Magneto
bAZik skrifaði:Taktu annaðhvort Crucial eða Intel SSD disk.
Hví?
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 12:23
af AntiTrust
Ég myndi taka Intel sjálfur, hafa verið að reynast hvað best og stabílastir.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 12:41
af Tiger
Sama hérna, myndi taka Intel 520 ef ég væri að fara að kaupa SSD í dag.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 18:09
af CurlyWurly
Ætlaði nú alltaf að taka 120GB disk, held að 60 GB sé frekar lítið upp á að koma mikið notuðum forritum með á diskinn, en afhverju þurfiði að mæla með Intel

hann er svo miklu dýrari að ég tími því eiginlega ekki
Og ég held ég þurfi ekki annað skjákort eins og einhver sagði hérna fyrir ofan, ef eitthvað svoleiðis myndi gerast myndi ég líklega leita mér að öðru eins korti og taka SLI... en sé bara svo lítinn tilgang vs. kostnað núna.
En fyrst þið mælið með Intel disk, hvað hefur hann framyfir diskana sem að ég listaði? og nota bene, hver þeirra sem ég listaði er bestur? plís hjálpið mér

Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 18:39
af Gúrú
Skal svosem svara þessu fyrir þig fyrst að ég eyddi 6klst í að velta þessu fyrir mér um daginn, nákvæmlega um þessa diska:
Ég ákvað að taka M4 eftir að hafa skoðað alla diskana í þessum verðflokki. Þeir eru samt rosalega tæpir Vertex3 og M4
eins og sjá má hér:
http://www.anandtech.com/bench/Product/425?vs=389Sigra hvorn annan með yfirburðum sitt á hvað í mörgum prófunum en ég ákvað að taka M4.
60GB er eins og þú segir frekar lítið. Ég er að nota 63GB og væri alls ekki glaður ef að ég hefði þurft að fórna einhverju af því sem að ég er með installað.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 19:13
af bAZik
Magneto skrifaði:bAZik skrifaði:Taktu annaðhvort Crucial eða Intel SSD disk.
Hví?
Eru með besta reputation fyrir stöðugleika.
Myndi samt persónulega taka Intel framyfir alla aðra framleiðendur vegna þess.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 19:18
af Gúrú
bAZik skrifaði:Myndi samt persónulega taka Intel framyfir alla aðra framleiðendur vegna þess.
Tek auka ársábyrgð hjá Tölvutækni (selur bara Crucial) yfir meintan stöðugleika Intel diskanna alla daga vikunnar.
Svo bara vikulegt og sjálfkrafa backup á gagnadiskinn og þá skiptir litlu ef að diskurinn crashar í ábyrgð.

Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 19:33
af bAZik
Gúrú skrifaði:bAZik skrifaði:Myndi samt persónulega taka Intel framyfir alla aðra framleiðendur vegna þess.
Tek auka ársábyrgð hjá Tölvutækni (selur bara Crucial) yfir meintan stöðugleika Intel diskanna alla daga vikunnar.Svo bara vikulegt og sjálfkrafa backup á gagnadiskinn og þá skiptir litlu ef að diskurinn crashar í ábyrgð.

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2238http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2185
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 19:41
af Gúrú
Árans! Vanalega eru vikugamlar upplýsingar nákvæmar.
Veit samt ekki hvort að ég myndi eyða 33% meira í Intel diskinn. Það er frekar mikill verðmunur ef við gerum ráð fyrir því
að þeir muni báðir deyja á <3 árum.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 20:06
af CurlyWurly
Gúrú skrifaði:Árans! Vanalega eru vikugamlar upplýsingar nákvæmar.
Veit samt ekki hvort að ég myndi eyða 33% meira í Intel diskinn. Það er frekar mikill verðmunur ef við gerum ráð fyrir því
að þeir muni báðir deyja á <3 árum.
Er samt ekki 5 ára ábyrgð á Intel diskinum frá framleiðanda?
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 20:41
af CurlyWurly
Fór að googla aðeins og tók eftir því að sumir virtust vera að mæla sterklega með því að taka Sandforce controller með toggle nand frekar en synchrous/asynchrous, t.d.
Mushkin Chronos Deluxe, væi eitthvað vit í því að taka svoleiðis disk framyfir Intel?
Veit ekki alveg hvernig Sandforce controller Intel 520 diskarnir eru með en
hérna stendur að 120 GB intel 320 diskur væri talsvert verri.
Þarna eru toggle NAND diskarnir settir í tier 3 ef þeir eru 120 GB sem er þónokkuð hærra það sem ég var að skoða (2-3 tier=20-30% munur)
Hvað segið þið

Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 20:49
af Tiger
Gúrú skrifaði:Árans! Vanalega eru vikugamlar upplýsingar nákvæmar.
Veit samt ekki hvort að ég myndi eyða 33% meira í Intel diskinn. Það er frekar mikill verðmunur ef við gerum ráð fyrir því
að þeir muni báðir deyja á <3 árum.
Intel 520 120GB er ekki í þessari samanburðatöflu sem þú vísaðir í áðan, en ef þú berð saman
240GB diskana frá Crusial og Intel sérðu að Intel er honum fremri í 90% tilfalla. Svo er spurning hvort maður finni real world diffrence, en það er annað mál.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 21:06
af CurlyWurly
Fann intel diskinn, málið er að þeir flokka alla sandforce controller diskana saman, sem mér finnst reyndar ekkert endilega mjög réttlætanlegt, en Intel 520 diskarnir eru með synchronous sandforce controller og falla því í tier 6 þarna, 3 tierum lægra en mushkin chronos deluxe, sem er í tier 3... ef við gerum ráð fyrir að intel diskurinn sé 10-20% betri en hinir synchronous sandforce diskarnir er hann samt verri en mushkin deluxe diskurinn svo ég spyr..
er þessi listi bara kjaftæði í hrúgu eða er eitthvað vit í þessu? er ekki annars vit í öllum greinum sem koma fram á toms hardware?
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 21:33
af Gúrú
Tiger skrifaði:Intel 520 120GB er ekki í þessari samanburðatöflu sem þú vísaðir í áðan, en ef þú berð saman
240GB diskana frá Crusial og Intel sérðu að Intel er honum fremri í 90% tilfalla. Svo er spurning hvort maður finni real world diffrence, en það er annað mál.
Intel 520 mölva M4 í Sequential write já, það er rétt, en ég veit ekki hver metur 500MB/s vs 120MB/s (write) mikils?
Hvenær er ég virkilega að fara að nýta 500MB/s write? Ekki er ég með 4Gbps ljósleiðara né aðra SSD diska.
Kannski í instöllum? Ég veit það ekki en það hljómar allavegana ekki eins og algeng uppákoma, m.v. Read time og M4 voru að sigra 520 í því harkalega m.v. verð.
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 21:40
af CurlyWurly
Gúrú skrifaði:Tiger skrifaði:Intel 520 120GB er ekki í þessari samanburðatöflu sem þú vísaðir í áðan, en ef þú berð saman
240GB diskana frá Crusial og Intel sérðu að Intel er honum fremri í 90% tilfalla. Svo er spurning hvort maður finni real world diffrence, en það er annað mál.
Intel 520 mölva M4 í Sequential write já, það er rétt, en ég veit ekki hver metur 500MB/s vs 120MB/s (write) mikils?
Hvenær er ég virkilega að fara að nýta 500MB/s write? Ekki er ég með 4Gbps ljósleiðara né aðra SSD diska.
Kannski í instöllum? Ég veit það ekki en það hljómar allavegana ekki eins og algeng uppákoma, m.v. Read time og M4 voru að sigra 520 í því harkalega m.v. verð.
En gúrú, ertu kominn með nýjasta firmware updateið fyrir M4 diskinn? mér skilst að það hafi aukið performance á þeim allsvakalega.
Og fyrir þá sem eru ennþá að reyna að hjálpa mér þá er ég núna að hugsa hvort ég eigi að taka mushkin chronos deluxe, crucial m4 eða intel 520. Allt í 120 GB stærðum
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 21:51
af Tiger
Gúrú skrifaði:Tiger skrifaði:Intel 520 120GB er ekki í þessari samanburðatöflu sem þú vísaðir í áðan, en ef þú berð saman
240GB diskana frá Crusial og Intel sérðu að Intel er honum fremri í 90% tilfalla. Svo er spurning hvort maður finni real world diffrence, en það er annað mál.
Intel 520 mölva M4 í Sequential write já, það er rétt, en ég veit ekki hver metur 500MB/s vs 120MB/s (write) mikils?
Hvenær er ég virkilega að fara að nýta 500MB/s write? Ekki er ég með 4Gbps ljósleiðara né aðra SSD diska.
Kannski í instöllum? Ég veit það ekki en það hljómar allavegana ekki eins og algeng uppákoma, m.v. Read time og M4 voru að sigra 520 í því harkalega m.v. verð.
Erum við að skoða sama graf, diska og tölur?
Sýnist 520 vera umfram M4 í öllu þarna næstum því (40 af 45 testum)
Intel = svarti M4 = blái...og þetta eru read tölur.

- 3.JPG (15.38 KiB) Skoðað 2806 sinnum

- 2.JPG (15.71 KiB) Skoðað 2806 sinnum

- 1.JPG (15.54 KiB) Skoðað 2807 sinnum
Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 21:55
af CurlyWurly
Núna langar mig ekkert að blanda mér í eitthvert rifrildi, en mér finnst það frekar slappt hjá anandtech að vera ekki með benchmark á 120GB intel diskunum þar sem það virðist oft vera mikill munur á diskum eftir hversu stórir þeir eru, og ég er ekki að fara að kaupa svona stóran disk

Edit: Tiger, tók eftir því að þú varst með Intel diskinn í 6GBps og crucial diskinn ekki í linkinum, veit ekki hvort þú ert búinn að vera að bera þá saman svoleiðis eða ekki samt

Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 22:00
af Tiger
CurlyWurly skrifaði:Núna langar mig ekkert að blanda mér í eitthvert rifrildi, en mér finnst það frekar slappt hjá anandtech að vera ekki með benchmark á 120GB intel diskunum þar sem það virðist oft vera mikill munur á diskum eftir hversu stórir þeir eru, og ég er ekki að fara að kaupa svona stóran disk
Edit: Tiger, tók eftir því að þú varst með Intel diskinn í 6GBps og crucial diskinn ekki í linkinum, veit ekki hvort þú ert búinn að vera að bera þá saman svoleiðis eða ekki samt 

Sorry.....
En samt er Intel diskurinn framar í flestu......ég myndi taka hann þótt hann sé einhverjum þúsundköllum dýrari.
*edit* og svo heitir þetta umræður en ekki rifrildi

Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 22:09
af Farcry
Ég fékk mér 2 samsung 830 120gb diska þegar ég var að pæla í þessu ,mjög ánægður, hef ekki lent í neinu veseni nota annan undir Mac Os x Lion(hackintosh) og annan undir windows 7. svona bara til að flækja þetta aðeins

Re: Langar að uppfæra turninn minn
Sent: Fim 09. Ágú 2012 23:59
af CurlyWurly
Simple bump, búinn að fá æðislegt input en því meira því betra!