Síða 1 af 1

ASUS Xonar Essence One...Reynsla?

Sent: Þri 07. Ágú 2012 00:37
af Tiger
Sælir vaktarar. Hefur einhver ykkar reynslu af ASUS Xonar Essence "hljóðkortinu"?

Mig langar í high end hljóðkort með balanced TRS eða XLR og koma því ekki mörg af þessum "venjulegu" pci kortum til greina. Þetta Asus kort er reyndar ansi mikill hlunkur en hefur marga kosti (og einn ókost, verð) eins og audiophile-class headphone AMP og að sjálfsögðu tengin sem ég vill.

Hefur einhver reynsl af þessu eða getur mælt með einhverju öðru i sama klassa? Mun nota þetta við M-Audio BX5 D2 par að öllum líkindum.

Mynd

Re: ASUS Xonar Essence One...Reynsla?

Sent: Þri 07. Ágú 2012 08:42
af Gilmore
Held að verðið teljist ekki sem ókostur, góða stöffið kostar pening. ;)

Ég er með Essence STX, og það er besta hljóðkort sem ég hef notað, þarf örugglega ekki að kaupa annað næstu árin.

Bara spurning með þessa monitora sem þú ert með, þetta eru studio monitorar, þannig að þú ert varla að ná því besta úr hljóðkortinu með þeim, þannig að ég held að kortið sé overkill fyrir þessa hátalara, meira hannað fyrir svona fancy hátalara í sama klassa og hljóðkortið.

En Essence One er örugglega besta kort sem þú getur fengið, getur alltaf keypt betri hátalara síðar. :)

Re: ASUS Xonar Essence One...Reynsla?

Sent: Fös 10. Ágú 2012 22:54
af Tiger
Gilmore skrifaði:Held að verðið teljist ekki sem ókostur, góða stöffið kostar pening. ;)

Ég er með Essence STX, og það er besta hljóðkort sem ég hef notað, þarf örugglega ekki að kaupa annað næstu árin.

Bara spurning með þessa monitora sem þú ert með, þetta eru studio monitorar, þannig að þú ert varla að ná því besta úr hljóðkortinu með þeim, þannig að ég held að kortið sé overkill fyrir þessa hátalara, meira hannað fyrir svona fancy hátalara í sama klassa og hljóðkortið.

En Essence One er örugglega besta kort sem þú getur fengið, getur alltaf keypt betri hátalara síðar. :)


Þessir monitorar fá reyndar þrusu dóma og skila sínu mjög vel.

En reynslan kemur í ljós í næstu viku, búinn að panta "kortið" :happy

Re: ASUS Xonar Essence One...Reynsla?

Sent: Fös 10. Ágú 2012 23:03
af Viktor
Mjög flott kort, en hefurðu skoðað Mbox? Hægt að finna þau notuð á klink. Er með eitt Mbox2, virkar frekar smooth, líka með headphone ampl.

Re: ASUS Xonar Essence One...Reynsla?

Sent: Fös 10. Ágú 2012 23:38
af mercury
fær ágætis feedback á newegg. en flestir hafa einhvað neikvætt að segja.

Re: ASUS Xonar Essence One...Reynsla?

Sent: Fös 10. Ágú 2012 23:40
af GuðjónR
Tiger skrifaði:
Gilmore skrifaði:Held að verðið teljist ekki sem ókostur, góða stöffið kostar pening. ;)

Ég er með Essence STX, og það er besta hljóðkort sem ég hef notað, þarf örugglega ekki að kaupa annað næstu árin.

Bara spurning með þessa monitora sem þú ert með, þetta eru studio monitorar, þannig að þú ert varla að ná því besta úr hljóðkortinu með þeim, þannig að ég held að kortið sé overkill fyrir þessa hátalara, meira hannað fyrir svona fancy hátalara í sama klassa og hljóðkortið.

En Essence One er örugglega besta kort sem þú getur fengið, getur alltaf keypt betri hátalara síðar. :)


Þessir monitorar fá reyndar þrusu dóma og skila sínu mjög vel.

En reynslan kemur í ljós í næstu viku, búinn að panta "kortið" :happy


Þú ert verri en ég ...svei mér þá :knockedout

Re: ASUS Xonar Essence One...Reynsla?

Sent: Fös 10. Ágú 2012 23:42
af Tiger
mercury skrifaði:fær ágætis feedback á newegg. en flestir hafa einhvað neikvætt að segja.


þrír gefa 5 egg og einn 4 egg og helsta sem þeir finna að er að takkarnir séu úr plasti :)

Re: ASUS Xonar Essence One...Reynsla?

Sent: Lau 11. Ágú 2012 00:00
af mercury
haha já einn var ekki sáttur við powerið. ef ég væri til í að eyða svona pening í hljóðkort þá myndi ég skoða þetta.. án efa.