Síða 1 af 1

Hvar fást svartir SATA kaplar?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 01:51
af AciD_RaiN
Titillinn segir nú allt sem segja þarf. Eini svarti sata kapallinn sem ég fann var hjá computer.is en hann er ekki með lás/smellu. Vitið þið um einhverja staði sem selja aðra liti en rauða??

Re: Hvar fást svartir SATA kaplar?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 07:15
af methylman
Vantar þig mikið af þessu ? Ég á eitthvað af svörtum SATA köplum sumt er með hvítri umgjörð við smelluna annað alsvart

Re: Hvar fást svartir SATA kaplar?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 13:34
af AciD_RaiN
methylman skrifaði:Vantar þig mikið af þessu ? Ég á eitthvað af svörtum SATA köplum sumt er með hvítri umgjörð við smelluna annað alsvart

Það er reyndar allt í lagi. Ég er að fara suður á eftir og ætlaði að reyna að fara í smá tölvubúðaráp og það færi nú bara eftir verði hvað mig myndi vanta mikið. Sendu mér endilega PM hvað þú mátt missa mikið og hvað þú vilt fá fyrir það ;)

Re: Hvar fást svartir SATA kaplar?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 14:10
af KermitTheFrog
Ertu viss um að það sé opið í dag? Ég nefnilega efast um það.

Re: Hvar fást svartir SATA kaplar?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 14:32
af DJOli
Ég veit allavega fyrir víst að kísildalur er lokaður í dag, á frídegi verslunarmanna.

Re: Hvar fást svartir SATA kaplar?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 14:45
af AciD_RaiN
Ég verð í rvk fram að helgi og verð ekkert kominn fyrr en seint í kvöld þannig ég ætla að vona að það verði eitthvað opið á meðan ég verð þarna :megasmile