Biluð tölva - Windows 7 + fros
Sent: Mán 30. Júl 2012 10:53
Góðan dag.
Mig langar að leita til fleiri heila heldur en míns eigin með þetta vandamál. Er búinn að vera með vél hérna hjá mér í nokkurn tíma án þess að geta fundið út hvað er að valda biluninni.
Í stuttu máli er vandamálið það að tölvan frís handahófskennt þegar hún er að keyra í Windows 7.
Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða 64b eða 32b, Ultimate-Pro eða Home, eða hvernig stýrikerfið er uppsett (allir driverar, fulluppfært gegnum Windows Update)
Specs á vélinni
Ég er búinn að:
Memtesta vélina í gegnu heila helgi (þar fór hún nokkra tugi passa án villu)
Setja upp Ubuntu 12.04 á vélina og keyra í vinnslu yfir nokkra daga án villu
Setja upp XP Pro 32b (ásamt öllum driverum og updates) og keyra yfir nokkra daga án villu.
Keyra WINDLG og Seatools yfir þann disk sem var í notkun fyrst. Skipta um disk og prófa með báðum forritum án villu.
Prófa Win7 Ultimate 64b og 32b, Win 7 Pro 64b og 32b, Win 7 Home Premium 64b með sömu fros villunni.
Rebooota 50x í röð með 30sec delay þar sem vélin fraus 2x (21x og 43x ræsingu).
Villan kemur fram handahófskennt. Event viewer sýnir enga breytingu á vélinni nema hvað hún tekur fram að tölvan hafi ekki slökkt eðlilega á sér (þar sem það þarf að slökkva á henni handvirkt til að endurræsa). Villlan kemur oft fram þegar t.d. er verið að ræsa vafra, ræsa vefmyndavél. Hún getur þó einnig komið fram þó svo tölvan sé idle eða sé í minimal vinnslu (t.d. eins og að vera með fréttablað eða pósthólf opið).
Mín hugmynd er annað hvort að:
Minnið sé hugsanlega að frjósa á einhverjum færslum sem bara eiga sér stað í W7.
Móðurborðið sé í einhverjum svipuðum pælingum og stoppi á einhverjum slíkur færslum.
Einhverjar fleiri hugmyndir eða ráðleggingar?
Mig langar að leita til fleiri heila heldur en míns eigin með þetta vandamál. Er búinn að vera með vél hérna hjá mér í nokkurn tíma án þess að geta fundið út hvað er að valda biluninni.
Í stuttu máli er vandamálið það að tölvan frís handahófskennt þegar hún er að keyra í Windows 7.
Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða 64b eða 32b, Ultimate-Pro eða Home, eða hvernig stýrikerfið er uppsett (allir driverar, fulluppfært gegnum Windows Update)
Specs á vélinni
Ég er búinn að:
Memtesta vélina í gegnu heila helgi (þar fór hún nokkra tugi passa án villu)
Setja upp Ubuntu 12.04 á vélina og keyra í vinnslu yfir nokkra daga án villu
Setja upp XP Pro 32b (ásamt öllum driverum og updates) og keyra yfir nokkra daga án villu.
Keyra WINDLG og Seatools yfir þann disk sem var í notkun fyrst. Skipta um disk og prófa með báðum forritum án villu.
Prófa Win7 Ultimate 64b og 32b, Win 7 Pro 64b og 32b, Win 7 Home Premium 64b með sömu fros villunni.
Rebooota 50x í röð með 30sec delay þar sem vélin fraus 2x (21x og 43x ræsingu).
Villan kemur fram handahófskennt. Event viewer sýnir enga breytingu á vélinni nema hvað hún tekur fram að tölvan hafi ekki slökkt eðlilega á sér (þar sem það þarf að slökkva á henni handvirkt til að endurræsa). Villlan kemur oft fram þegar t.d. er verið að ræsa vafra, ræsa vefmyndavél. Hún getur þó einnig komið fram þó svo tölvan sé idle eða sé í minimal vinnslu (t.d. eins og að vera með fréttablað eða pósthólf opið).
Mín hugmynd er annað hvort að:
Minnið sé hugsanlega að frjósa á einhverjum færslum sem bara eiga sér stað í W7.
Móðurborðið sé í einhverjum svipuðum pælingum og stoppi á einhverjum slíkur færslum.
Einhverjar fleiri hugmyndir eða ráðleggingar?
