Biluð tölva - Windows 7 + fros


Höfundur
TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf TraustiSig » Mán 30. Júl 2012 10:53

Góðan dag.

Mig langar að leita til fleiri heila heldur en míns eigin með þetta vandamál. Er búinn að vera með vél hérna hjá mér í nokkurn tíma án þess að geta fundið út hvað er að valda biluninni.

Í stuttu máli er vandamálið það að tölvan frís handahófskennt þegar hún er að keyra í Windows 7.


Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða 64b eða 32b, Ultimate-Pro eða Home, eða hvernig stýrikerfið er uppsett (allir driverar, fulluppfært gegnum Windows Update)

Specs á vélinni

Ég er búinn að:
Memtesta vélina í gegnu heila helgi (þar fór hún nokkra tugi passa án villu)
Setja upp Ubuntu 12.04 á vélina og keyra í vinnslu yfir nokkra daga án villu
Setja upp XP Pro 32b (ásamt öllum driverum og updates) og keyra yfir nokkra daga án villu.
Keyra WINDLG og Seatools yfir þann disk sem var í notkun fyrst. Skipta um disk og prófa með báðum forritum án villu.
Prófa Win7 Ultimate 64b og 32b, Win 7 Pro 64b og 32b, Win 7 Home Premium 64b með sömu fros villunni.
Rebooota 50x í röð með 30sec delay þar sem vélin fraus 2x (21x og 43x ræsingu).

Villan kemur fram handahófskennt. Event viewer sýnir enga breytingu á vélinni nema hvað hún tekur fram að tölvan hafi ekki slökkt eðlilega á sér (þar sem það þarf að slökkva á henni handvirkt til að endurræsa). Villlan kemur oft fram þegar t.d. er verið að ræsa vafra, ræsa vefmyndavél. Hún getur þó einnig komið fram þó svo tölvan sé idle eða sé í minimal vinnslu (t.d. eins og að vera með fréttablað eða pósthólf opið).

Mín hugmynd er annað hvort að:

Minnið sé hugsanlega að frjósa á einhverjum færslum sem bara eiga sér stað í W7.
Móðurborðið sé í einhverjum svipuðum pælingum og stoppi á einhverjum slíkur færslum.

Einhverjar fleiri hugmyndir eða ráðleggingar?


Now look at the location

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 57
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf Benzmann » Mán 30. Júl 2012 11:22

búinn að prófa að skipta um HDD kapal ?

búinn að checka hvort að móbóið sé að leiða út rafmagn einhverstaðar? ( oft sem koparfestignarnar fyrir skrúfurnar undir móbóinu séu einhverstaðar sem þær eiga ekki að vera (óþarfa))

búinn að checka hvort að aflgjafinn sem þú ert að nota sé nógu stór ? eða hvort kaplanir á honum séu í einhverju fokki ? eða kanski bara aflgjafinn sjálfur ?

búinn að prófa að nota aðeins eina RAM stöng? (prófa báðar eða allar stakar jafnvel)

kanski er örgjörvinn að hitna eitthvað óvenjulega, kælingin kanski ekki nógu vel sett á ?


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


Höfundur
TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf TraustiSig » Mán 30. Júl 2012 11:54

Benzmann skrifaði:búinn að prófa að skipta um HDD kapal ?

búinn að checka hvort að móbóið sé að leiða út rafmagn einhverstaðar? ( oft sem koparfestignarnar fyrir skrúfurnar undir móbóinu séu einhverstaðar sem þær eiga ekki að vera (óþarfa))

búinn að checka hvort að aflgjafinn sem þú ert að nota sé nógu stór ? eða hvort kaplanir á honum séu í einhverju fokki ? eða kanski bara aflgjafinn sjálfur ?

búinn að prófa að nota aðeins eina RAM stöng? (prófa báðar eða allar stakar jafnvel)

kanski er örgjörvinn að hitna eitthvað óvenjulega, kælingin kanski ekki nógu vel sett á ?



Tölvan var í notkun lengi með WIndows 7 og virkaði eðlilega í vinnslu í um 8-10 mánuði.

Hef ekki skipt um HDD kapal. Tölvan virkar hinsvegar eðlilega með uppsettu Ubuntu og XP þannig hæpið að mínu áliti að það sé vandamálið.

Aflgjafinn er 500w og er pottþétt nógu stór. Hef ekki tekið hann úr og testað annarsstaðar enda er um að ræða villu í einu stýrikerfi en tölvan stendur fullkomlega utan stýrikerfis.

Það er í tölvunni 1x 4gb plata. Hef ekki prufað að setja í annna kubb en mun prófa það núna.

Ég keyrði tölvuna í gegnum Furmark, HeavyLoad og BurnIn test ásamt að hafa uppi Speccy til að sína hitatölur og tölvan fór ekki yfir 50°í 100% load.


Now look at the location

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8746
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf rapport » Mán 30. Júl 2012 15:04

Afhverju segir þú stýrikerfisvilla þegar ekkert kemur í Event Viewernum?

Mér dettur í hug að Win7 noti skjákortið meira og að villan komi þaðan, hef þá tilfinningu að þetta sér harware related...

Varstu búinn að fara yfir flæðiritið?

https://dl.dropbox.com/u/12608149/poster.pdf




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf AntiTrust » Mán 30. Júl 2012 15:20

Búinn að prufa að uppfæra BIOS?




Höfundur
TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf TraustiSig » Mán 30. Júl 2012 16:11

rapport skrifaði:Afhverju segir þú stýrikerfisvilla þegar ekkert kemur í Event Viewernum?

Mér dettur í hug að Win7 noti skjákortið meira og að villan komi þaðan, hef þá tilfinningu að þetta sér harware related...

Varstu búinn að fara yfir flæðiritið?

https://dl.dropbox.com/u/12608149/poster.pdf


Prófaði að skipta um minni sem búið var að memtesta. Tölvan fraus um leið og browser var ræstur. Prófaði aftur og hún fraus aftur eftir svolítið lengri tíma í seinna skiptið.

Skipti því næst um skjákort. Tölva ræsti eðlilega með kortið og endurræsti. Vann í henni í um 2 mín og þá fraus hún aftur.

S.s. nýtt minni og skjákort og sama villa kemur fram.


Now look at the location

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf Eiiki » Mán 30. Júl 2012 17:33

AntiTrust skrifaði:Búinn að prufa að uppfæra BIOS?

x2


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8746
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf rapport » Mán 30. Júl 2012 17:45

Eiiki skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Búinn að prufa að uppfæra BIOS?

x2

x3

Þetta er að verða svolítið skrítið...




mpythonsr
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Þri 25. Mar 2008 17:58
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf mpythonsr » Mán 30. Júl 2012 19:04

Sæll,

hvað er þetta gömul vél?

þú virðist vera búinn að útiloka allt nema móðurborð.
Er innbyggt skjákort á móðurborðinu?
Ertu búinn að prófa minnið, örran, skjákortið og minnið á öðru móðurborði?

Samkvæmt spec þá er einsog harði diskurinn sé að gefa sig.
read error er í hæstu hæðum. Þá er kannski kominn tími til að skipta.

Windows 7 skrifar/les meira af HD en windows xp eða linux (sem setur hann öðruvísi upp)
þannig að ég hallast að því að diskurinn sé að verða heldur gamall fyrir win 7.


Gott minni, góðir harðir diskar, gott skjákort og góður örgj0rvi. Allt þetta í góðum kassa ásamt
2 viftum og diskóljósum. Allt fengið á lítin pening. þarf eitthvað meira?

Skjámynd

IceThaw
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 07. Maí 2012 20:43
Reputation: 4
Staðsetning: Vesturland
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf IceThaw » Mán 30. Júl 2012 19:24

Longshot hérna en.. eitthvað usb sem þú ert að nota? Webcam t.d.?
Hef lent í allskonar vesen með usb hluti eins og netkort, joystick,
tölvan komið með bluescreen og frosið, setti þessa hluti við aðrar tölvur og
sömu niðurstöður..

Ekki hugmynd um hvort þetta hjálpar en fyrst þú átt eftir að prófa þetta allt :P



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 57
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf Benzmann » Mán 30. Júl 2012 19:47

Einar Agust skrifaði:Longshot hérna en.. eitthvað usb sem þú ert að nota? Webcam t.d.?
Hef lent í allskonar vesen með usb hluti eins og netkort, joystick,
tölvan komið með bluescreen og frosið, setti þessa hluti við aðrar tölvur og
sömu niðurstöður..

Ekki hugmynd um hvort þetta hjálpar en fyrst þú átt eftir að prófa þetta allt :P


já getur verið USB tengt líka, myndi prófa að uninstalla USB driverinum og installa honum aftur, eða nýja útgáfu af honum ef það er til.

USB driverinn getur verið corrupted


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf mundivalur » Mán 30. Júl 2012 20:00

Ertu búinn að stilla á high performance í power options það slekkur nefnilega á hdd á 20min fresti :-k




Höfundur
TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf TraustiSig » Mán 30. Júl 2012 23:41

AntiTrust skrifaði:Búinn að prufa að uppfæra BIOS?


Já sorrý. Ég gleymdi að nefna að ég uppfærði BIOS í nýjustu útgáfu frá MSI.

Benzmann skrifaði:
Einar Agust skrifaði:Longshot hérna en.. eitthvað usb sem þú ert að nota? Webcam t.d.?
Hef lent í allskonar vesen með usb hluti eins og netkort, joystick,
tölvan komið með bluescreen og frosið, setti þessa hluti við aðrar tölvur og
sömu niðurstöður..

Ekki hugmynd um hvort þetta hjálpar en fyrst þú átt eftir að prófa þetta allt :P


já getur verið USB tengt líka, myndi prófa að uninstalla USB driverinum og installa honum aftur, eða nýja útgáfu af honum ef það er til.

USB driverinn getur verið corrupted


Það var tengt við þetta m.a. scanni, prentari ofl. Núverandi staðsettning er bara turninn á borði og ekkert við nema USB mús og KB.

mundivalur skrifaði:Ertu búinn að stilla á high performance í power options það slekkur nefnilega á hdd á 20min fresti :-k


Tölvan er stillt á balanced plan. Hún frís líka oft á innan við mínútu ef þú t.d. reynir að ræsa Firefox.

mpythonsr skrifaði:Sæll,

hvað er þetta gömul vél?

þú virðist vera búinn að útiloka allt nema móðurborð.
Er innbyggt skjákort á móðurborðinu?
Ertu búinn að prófa minnið, örgjörvan, skjákortið og minnið á öðru móðurborði?

Samkvæmt spec þá er einsog harði diskurinn sé að gefa sig.
read error er í hæstu hæðum. Þá er kannski kominn tími til að skipta.

Windows 7 skrifar/les meira af HD en windows xp eða linux (sem setur hann öðruvísi upp)
þannig að ég hallast að því að diskurinn sé að verða heldur gamall fyrir win 7.


Allt í vélinni er undir 2 ára fyrir utan HDD. Sá HDD sem var í vélinni var 2,5" 5400 rpm diskur. Diskurinn sem er í henni núna er 74gb WD 10k Raptor.
Villa kemur eins fram á báðum diskum. Það er ekki innbyggt skjákort. Prófaði annað skjákort eins og segir að ofan og sama villa kemur fram.


Now look at the location

Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf Nitruz » Þri 31. Júl 2012 08:59

Sæll,, ég veit hvað þetta vandamál er óþolandi.
Ég hallast að því að þetta gæti verið að auto stillingin í bios fyrir vinnsluminnið sé ekki að gera sig.
Prófaðu að stilla volt og timings manual. Svo sakar ekki að gera það sama fyrir cpu.



Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf Nitruz » Fim 02. Ágú 2012 20:45

Búinn að laga? :-k




Höfundur
TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Biluð tölva - Windows 7 + fros

Pósturaf TraustiSig » Fös 03. Ágú 2012 16:01

Nitruz skrifaði:Búinn að laga? :-k


Nei ég hef ekki ennþá fundið ástæðuna. Ég tók af/breytti AMD Cool and Quiet og það hafði enginn áhrif.
Ég downclockaði örgjörvan vel niður og rétt upp og það breytti engu.
Ég fór aftur yfir allar tengingar og lyfti móðurborðinu upp á sama tíma og enginn standoff pinni eða neitt sem gæti skammhlepypt á móðurborðinu er í vélinni.
Ég breytti tímastillingum á minninu og það hafði enginn áhrif..

Er basicly orðinn stop :evil:


Now look at the location