Síða 1 af 1
Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Lau 28. Júl 2012 23:37
af frikki1974
Gætuð þið sagt mér hvaða íhlutir eru að endast best í tölvunni? það er að segja lengstan líftíma ef maður hefur sæmilega vandaða og góða íhluti.
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Lau 28. Júl 2012 23:46
af cure
"Restart takkinn" ef þú ert með einhvern gúrmey turn.
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Lau 28. Júl 2012 23:50
af Daz
Músin. En hún er reyndar jaðartæki en ekki íhlutur. (Mín MX 510 er minnst 7 ára)
Ég minnist þess ekki að hafa heyrt neinn tala um að hafa klárað örgjörvan eða minnið, það úreldist mun hraðar en það slitnar, að því gefnu að það sé sæmilega kælt.
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Lau 28. Júl 2012 23:52
af beatmaster
Ég myndi segja örgjörvi myndi lifa lengst en samt spurning um hversu mikils virði 10+ ára örgjörvi er í afli
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Lau 28. Júl 2012 23:55
af frikki1974
beatmaster skrifaði:Ég myndi segja örgjörvi myndi lifa lengst en samt spurning um hversu mikils virði 10+ ára örgjörvi er í afli
Og eru það ekki þá harður diskur og móðurborð sem hafa yfirleitt stysta líftíma? en hvernig er það með aflgjafana?
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Sun 29. Júl 2012 00:04
af upg8
Reyndar eru rofar í músum sem eiga til að gefa sig eða verða lélegir, en það er létt að skipta um þá í flestum músum.
Hvað varðar framfarir á vélbúnaði og hugbúnaði þá hefur ofur áhersla verið lögð á kraftlitlar og orkusparandi vélar og því er t.d. Windows að verða stöðugt léttara fyrir vélar, Windows 7 var hraðvirkara en Vista og Windows 8 er miklu hraðvirkara og léttara en 7. Fyrir flesta notendur þá skiptir þetta ekki svo miklu máli að vera að eltast við allt það nýjasta svo þú átt að geta átt tölvu í þónokkurn tíma.
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Sun 29. Júl 2012 00:12
af AciD_RaiN
frikki1974 skrifaði:beatmaster skrifaði:Ég myndi segja örgjörvi myndi lifa lengst en samt spurning um hversu mikils virði 10+ ára örgjörvi er í afli
Og eru það ekki þá harður diskur og móðurborð sem hafa yfirleitt stysta líftíma? en hvernig er það með aflgjafana?
Aflgjafar rýrna með árunum. Einhversstaðar heyrði ég 5-7% á ári á góðum aflgjöfum...
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Sun 29. Júl 2012 00:19
af Revenant
Ef þú hugsar þetta t.d. út frá netþjónum þá eru það
sem bila mest.
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Sun 29. Júl 2012 00:31
af Hjaltiatla
Fannst t.d ágæt lesning þessi grein frá rannsóknar teymi Google um HDD að í mörgum tilfellum hafi diskanir sem feiluðu haft engin SMART error boð.
http://static.googleusercontent.com/external_content/untrusted_dlcp/research.google.com/en//archive/disk_failures.pdfÞetta kemur fram í lið 5 Conclusion
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Sun 29. Júl 2012 00:42
af CurlyWurly
Og hvað þýðir það? veit ekkert hvað SMART error boð eru

Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Sun 29. Júl 2012 00:43
af Hjaltiatla
CurlyWurly skrifaði:Og hvað þýðir það? veit ekkert hvað SMART error boð eru

Uhh.... er ekki allveg með kennslufræðin á hreinu þannig ég treysti Wikipediu fyrir þessu
http://en.wikipedia.org/wiki/S.M.A.R.T.
Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Sun 29. Júl 2012 03:05
af appel
Ég hef lent í því að diskar bili, minni bili, psu bili, móðurborð bili, skjákort bili, o.s.frv. en hef aldrei lent í því að CPU bili.
ALL HAIL THE CENTRAL PROCESSING UNIT!

Re: Hvaða íhlutir eru að endast best?
Sent: Sun 29. Júl 2012 03:24
af worghal
í mínu tilfelli, þá hafa cpu alltaf enst best.