Síða 1 af 1

Minnisvandamál og warping á móðurborði

Sent: Þri 24. Júl 2012 10:29
af Doror
Sælir,

ég var að setja upp vélina mína í gær sem er með Asus Asus P8Z77-V LX MB. Ég er bara að nota stock örgjörvaviftuna sem fylgdi með i5- 3570.

Ég er með Hyper X 4gbx2 minni en get alls ekki póstað með þau bæði í borðinu. Vélin póstar á 4gb, sama hvorn ég nota en stoppar alltaf ef ég er með báða í.
Ég googlaði þetta og svo virðist sem menn séu stundum að lenda í vandamálum sem þessu útaf því að standard Intel HS sé að verpa móðurborðið útaf því hvernig hann er festur.

Hefur einhver hérna lent í einhverju slíku? Búin að prófa að breyta bios stillingum fyrir minnið einsog var mælt með einhverstaðar en það virkaði ekki.

Re: Minnisvandamál og warping á móðurborði

Sent: Þri 24. Júl 2012 10:38
af mundivalur
Prufa uppfæra bios,prufa kubbana í annari tölvu

Re: Minnisvandamál og warping á móðurborði

Sent: Þri 24. Júl 2012 10:59
af Doror
Já ég skoðaði bios uppfærslurnar hjá Asus og þær sem eru í boði tala ekkert um ram vandamál þannig að ég vildi ekki taka sjensinn á því en ég geri það í kvöld.
Kubbarnir virðast vera í lagi þar sem ég get keyrt vélina á þeim báðum, bara ekki báðum í einu.