Síða 1 af 1

er munur á snúrum hdmi vs dvi

Sent: Mán 23. Júl 2012 07:43
af siggik
sælir, núna er skjárinn tengdur með dvi tengi, er einhver munur ef ég tengi hann með hdmi ?

skjákortið er með hdmi- dvi og svo eitthvað eitt annað tengi sem ég veit ekki hvað er


ati 5750 kort mynnir mig

Re: er munur á snúrum hdmi vs dvi

Sent: Mán 23. Júl 2012 07:53
af arons4
Hafðu hann í dvi, Hdmi og dvi staðlanir senda í raun báðir á digital merkjum, en ef ég man rétt getur dvi borið meira(hærri upplausn) og hdmi getur á móti borið hljóð.

Re: er munur á snúrum hdmi vs dvi

Sent: Mán 23. Júl 2012 12:13
af siggik
arons4 skrifaði:Hafðu hann í dvi, Hdmi og dvi staðlanir senda í raun báðir á digital merkjum, en ef ég man rétt getur dvi borið meira(hærri upplausn) og hdmi getur á móti borið hljóð.


ok flott, ein spurning í viðbót

tengja einn skjáinn með hdmi og annan með dvi í kortið hjá mér, það ætti ekki að vera vandamál ?

er meira álag á tölvunni að keyra 2 skjái ? sé ég mun á vinnslu ?

Re: er munur á snúrum hdmi vs dvi

Sent: Mán 23. Júl 2012 12:58
af Gúrú
siggik skrifaði:
arons4 skrifaði:Hafðu hann í dvi, Hdmi og dvi staðlanir senda í raun báðir á digital merkjum, en ef ég man rétt getur dvi borið meira(hærri upplausn) og hdmi getur á móti borið hljóð.

ok flott, ein spurning í viðbót
tengja einn skjáinn með hdmi og annan með dvi í kortið hjá mér, það ætti ekki að vera vandamál ?
er meira álag á tölvunni að keyra 2 skjái ? sé ég mun á vinnslu ?


Færi eins og vanalega bara eftir því hvaða vinnslu þú ert með. Ef ég er með YouTube á hægri skjánum þá er að sjálfsögðu lægra FPS í tölvuleikjum á þeim vinstri o.fl.

Bara það að tengja annan skjá (t.d. fyrir desktop vinnslu) hefur alveg ótrúlega lítil áhrif á vinnsluhæfni.