Síða 1 af 1

SSD stillingar..

Sent: Þri 10. Júl 2012 11:36
af cure
Sælir ég var að setja upp Windows 7 því gamla var orðið eithvað skrítið, veit einhver um leiðbeiningar um það hvernig maður stillir
windowsið þannig það run-i sem best á SSDinum ? já þetta er Mushkin chronos

Re: SSD stillingar..

Sent: Þri 10. Júl 2012 11:43
af Gúrú
Ef að þú settir þetta upp rétt (AHCI Sata mode)

1. Slökkva á indexing (gerir leitir hraðari en frekar tilgangslaust á SSD). Forðar þér frá helling af writes (Writes eru að vísu ekki vandamál lengur).

2. Athuga hvort að TRIM sé ekki örugglega í gangi.
Keyra CMD sem Administrator -> fsutil behavior query disabledeletenotify
Þarna á að koma DisableDeleteNotify = 0
ef það kemur = 1 þá stimplarðu inn fsutil behavior set disabledeletenotify 0

3. Slökkva á Defragmentation í Disk Defragmenter (Mun pottþétt vera þegar slökkt en alltaf gott að double checka).

4. Slökkva á superfetch of prefetch.
Run -> Services.msc og disablea SuperFetch
Run -> regedit
Fara í
HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Control\Session Manager\Memory Management\PrefetchParameters
og setja value á öllu sem er 3 í 0. (Prefetcher og Superfetch)

5. Sækja alla nýjustu driverana fyrir set-upið þitt, þá sérstaklega SATA og chipset driverana fyrir móðurborðið og keyra Windows Update
(Mæli með því að nota install inni í stýrikerfinu í stað þess að leyfa því öllu að installast í 'Shutdown')

Re: SSD stillingar..

Sent: Þri 10. Júl 2012 11:47
af cure
Þakka þér kærlega fyrir þetta :happy

Re: SSD stillingar..

Sent: Þri 10. Júl 2012 11:54
af dandri
afhverju er slæmt að defragmenta ssd diska? eða er það orðið oþarfi?

Re: SSD stillingar..

Sent: Þri 10. Júl 2012 11:58
af Benzmann
dandri skrifaði:afhverju er slæmt að defragmenta ssd diska? eða er það orðið oþarfi?


það er ekkert slæmt að defragga SSD diska

Re: SSD stillingar..

Sent: Þri 10. Júl 2012 12:08
af Gúrú
Benzmann skrifaði:
dandri skrifaði:afhverju er slæmt að defragmenta ssd diska? eða er það orðið oþarfi?


það er ekkert slæmt að defragga SSD diska


Svona fyrir utan það að það hefur gjörsamlega enga kosti en hefur slæmar aukaverkanir (böns af auka writes fyrir ekki neitt), hví segirðu það?

dandri skrifaði:afhverju er slæmt að defragmenta ssd diska? eða er það orðið oþarfi?


Vegna þess að það eru auka skrifanir á SSD diskinn fyrir ekki neitt.
Það sem að defragment er að forða manni frá er ekki vandamál á SSD diskum þar sem að seek tíminn er svo hverfandi
þó að hlutir séu á "mismunandi stöðum" á SSD diskinum.

Re: SSD stillingar..

Sent: Þri 10. Júl 2012 15:39
af cure
það var 1 annað sem ég er búinn að gleyma það er það að það er einhver 16Gb fæll í stýrikerfinu útaf vinnsluminninu sem ég minkaði seinast niður í 1 Gb án vandræða, veistu nokkuð hvað þessi fæll heitir ?

Re: SSD stillingar..

Sent: Þri 10. Júl 2012 15:55
af Minuz1
cure skrifaði:það var 1 annað sem ég er búinn að gleyma það er það að það er einhver 16Gb fæll í stýrikerfinu útaf vinnsluminninu sem ég minkaði seinast niður í 1 Gb án vandræða, veistu nokkuð hvað þessi fæll heitir ?


pagefile.sys ?

Re: SSD stillingar..

Sent: Þri 10. Júl 2012 16:01
af cure
já það var akkurat það :) takk

Re: SSD stillingar..

Sent: Fim 12. Júl 2012 00:51
af Minuz1
cure skrifaði:já það var akkurat það :) takk

breytir því undir advanced system properties, performance, virtual memory

Re: SSD stillingar..

Sent: Fim 12. Júl 2012 02:11
af Viktor
Ef þú skrifar 'pagefile' í start þá kemur Windows 7 með upplýsingar um hvernig þú stillir hann ;)

Gúrú skrifaði:Ef að þú settir þetta upp rétt (AHCI Sata mode)

1. Slökkva á indexing (gerir leitir hraðari en frekar tilgangslaust á SSD). Forðar þér frá helling af writes (Writes eru að vísu ekki vandamál lengur).

2. Athuga hvort að TRIM sé ekki örugglega í gangi.
Keyra CMD sem Administrator -> fsutil behavior query disabledeletenotify
Þarna á að koma DisableDeleteNotify = 0
ef það kemur = 1 þá stimplarðu inn fsutil behavior set disabledeletenotify 0

3. Slökkva á Defragmentation í Disk Defragmenter (Mun pottþétt vera þegar slökkt en alltaf gott að double checka).

4. Slökkva á superfetch of prefetch.
Run -> Services.msc og disablea SuperFetch
Run -> regedit
Fara í
HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Control\Session Manager\Memory Management\PrefetchParameters
og setja value á öllu sem er 3 í 0. (Prefetcher og Superfetch)

5. Sækja alla nýjustu driverana fyrir set-upið þitt, þá sérstaklega SATA og chipset driverana fyrir móðurborðið og keyra Windows Update
(Mæli með því að nota install inni í stýrikerfinu í stað þess að leyfa því öllu að installast í 'Shutdown')


Finnst indexing fínt, sérstaklega á SSD, er einhver hætta á ferð þar?

Prufa þetta, nánari útskýring á skrefi 4? Hvað er þetta?

Re: SSD stillingar..

Sent: Fim 12. Júl 2012 03:36
af Gúrú
Sallarólegur skrifaði:Finnst indexing fínt, sérstaklega á SSD, er einhver hætta á ferð þar?


Bara þessi litlu writes, þetta eru bara stillingarnar sem að ég ákvað að nota með það í huga að lágmarka writes.
Ég slekk/sleepa tölvuna alltaf þegar að ég fer úr henni svo að idle time garbage collection dótið fær ábyggilega of sjaldan að njóta sín hjá mér
svo að ég sleppi bara öllum þessu litlu writes sem að ég get sleppt.

Sallarólegur skrifaði:Prufa þetta, nánari útskýring á skrefi 4? Hvað er þetta?


Prefetch eru litlar skrár sem að geyma upplýsingar um allt sem tengist því hvernig/hvenær/hve oft þú keyrir
forrit upp og á að hraða því ferli. Ég prófaði sjálfur (á SSDinum) að mæla hversu lengi allt væri að koma sér í gang með og án þess
og sá bókstaflega engan mun (allavega það lítinn að ef að hann var til staðar var hann ekki mælanlegur af mér).
Þetta hjálpar samt ábyggilega mælanlega á plattadiskum.

Superfetch hlaðar síðan á einhvern hátt sjálfkrafa mest notuðu forritunum inn í RAMið
en þar sem að það eru margra GB tölvuleikir og forrit sem að startast á 0.1 (Chrome) í mínu tilfelli
þá væri það ekki að gera neitt fyrir mig hvort eð er. Það hættir sjálfkrafa að virka þegar að maður slekkur á Prefetch held ég,
vegna þess að það notar upplýsingarnar sem að Prefetch heldur utanum, en væri eflaust að nota gömlu Prefetch skrárnar
endalaust ef að maður slökkti ekki á því eftir að maður slekkur á Prefetch.