Síða 1 af 1

Datarecovery.is - gagnabjörgun af HDD

Sent: Sun 17. Jún 2012 12:48
af Hargo
Hefur einhver af ykkur reynslu af datarecovery.is?

Ég á ættingja sem er með bilaðan disk. Ég á nú eftir að kíkja á hann fyrir hann og mun prófa helstu aðferðir við að bjarga gögnunum hans með hinum ýmsu gagnabjörgunarforritum sem ég er með til umráða. En ef það dugar ekki þá þýðir lítið annað en að láta opna diskinn með tilheyrandi sérhæfðum tækjabúnaði. Hingað til hefur þetta bara verið hægt með því að senda diskinn erlendis með miklum kostnaði. Þessi ættingi minn ætlaði að fara í það strax en ég vildi nú kíkja fyrst á diskinn áður en hann fer í það að spreða hundraðþúsundköllum fyrir að bjarga brúðkaupsmyndum og fleiru ómetanlegu.

Langaði bara að athuga hvort einhver hér á vaktinni þekkti til datarecovery.is eða vissi hversu öflugir þeir væru í þessum bransa? Þetta lítur út fyrir að vera nýlega stofnað fyrirtæki.


Héðan í frá ætla ég svo að skrifa á öll jólakort til ættingja og vina:

"Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Munið svo að taka afrit af gögnunum ykkar á nýja árinu - ekki bara hugsa um það heldur gerið það!"

Re: Datarecovery.is - gagnabjörgun af HDD

Sent: Sun 17. Jún 2012 13:09
af KermitTheFrog
Hef enga persónulega reynslu af Datarecovery.is en ég veit að Sónn ehf. hefur verið að skila góðum niðurstöðum hvað varðar viðgerðir á hörðum diskum og gagnabjörgun.