Síða 1 af 1

Vesen með USB VGA Adapter

Sent: Fös 15. Jún 2012 22:26
af Frantic
Var að fá mér svona adapter því ég ætla að reyna að vera með tvo skjái tengda við fartölvuna (eitt VGA tengi á tölvunni).
Virkar mjög vel nema að þegar ég tengi þetta í USB þá dettur hitt USB portið úr sambandi.
Það er eins og þetta taki alla bandvíddina frá hinu portinu þannig það bara virkar eins og það sé ekkert í sambandi þar.
Er búinn að prófa fullt af usb kubbum og mýs en sama hvað þá er eins og þetta USB port sé ekki tengt þangað til ég tek adapterinn úr sambandi þá kikkar hitt portið inn.

Eruði með einhverjar hugmyndir?
T.d. einhverjar stillingar í Device Manager sem ég get prófað að fikta í?

Re: Vesen með USB VGA Adapter

Sent: Lau 16. Jún 2012 03:00
af Gúrú
Það hljómar svo rosalega líklegt að USB VGA Adapter taki nóg af rafstraumi til að óvirkja meðtengt USB port að ég get einungis boðið þér samúð, en ekki ráð. :(

Finnst frekar tæpt að þetta sé hugbúnaðarvandamál.

Re: Vesen með USB VGA Adapter

Sent: Lau 16. Jún 2012 04:18
af gardar
Ef vandamálið er það sem hann Gúrú lýsir þá getur þú hækkað voltin á usb tenginu ef þú ert flinkur að lóða, hef séð það gert :)
Þú getur líka keypt USB fjöltengi sem tengist rafmagni úr veggnum á þér og tengt skjáinn svo í það.

Ég myndi allavega byrja á að ganga úr skugga um að þetta sé vandamálið, getur gert það með því að mæla strauminn á usb tengjunum með fjölmæli.

Re: Vesen með USB VGA Adapter

Sent: Sun 17. Jún 2012 20:48
af Frantic
gardar skrifaði:Ef vandamálið er það sem hann Gúrú lýsir þá getur þú hækkað voltin á usb tenginu ef þú ert flinkur að lóða, hef séð það gert :)
Þú getur líka keypt USB fjöltengi sem tengist rafmagni úr veggnum á þér og tengt skjáinn svo í það.

Ég myndi allavega byrja á að ganga úr skugga um að þetta sé vandamálið, getur gert það með því að mæla strauminn á usb tengjunum með fjölmæli.


Ég prófaði þetta með USB fjöltengið og þetta virkar eins og í sögu.
Algjör snilld, takk kærlega fyrir þetta. :happy

Re: Vesen með USB VGA Adapter

Sent: Sun 17. Jún 2012 20:53
af gardar
Glæsilegt :happy

Ég hafði ekki prófað þetta sjálfur en in theory ætti þetta að virka, flott að það reyndist satt :)