Síða 1 af 1
Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 13:41
af ZiRiuS
Sælir Vaktarar.
Ég vinn hjá fyrirtæki sem var að opna núna á föstudaginn. Við keyptum skjái hjá ónefndu tölvufyrirtæki í byrjun maí en þeir voru ekki teknir úr kössunum fyrr en um miðjan maí. Þá kemur í ljós rispa í einum skjánum. Þá var farið með hann til tölvufyrirtækisins og þeir þurftu að hafa hann í 4 daga til að taka myndir af honum og senda til framleiðenda og bíða eftir svari. Loks kom svarið og þá sögðust þeir ekkert geta bætt þetta upp og þyrftum við að borga viðgerð sjálf á skjánum. Ástæðan sem við fáum er að við biðum of lengi frá kaupum til að fara með hann. Er þetta réttmæt afsökun hjá þeim?
Nú get ég alveg fullyrt ásamt yfirmanni mínum að skjáinn var ekki snertur þennan hálfa mánuð og þegar hann var tekinn upp sást rispan strax. Við höfum samt engar sannanir til að "bakka" þetta upp því miður.
Hvað er í stöðunni hjá okkur?
Takk fyrir öll svör.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 14:48
af Klemmi
Var skjárinn í innsigluðum umbúðum, þ.e. voruð þið pottþétt þeir fyrstu sem opnuðuð kassann?
Annars er þetta voðalega erfitt mál sem ég held því miður að gagnist ykkur lítið að fara réttarkerfisleiðina þar sem ómögulegt er að koma fram sönnunum um hver ber ábyrgð/orsakaði rispuna.
Hins vegar er það annað mál að ef þessir verzlun er í góðu samstarfi við framleiðandann að þá ætti ekki að vera mikið mál fyrir þá að senda þennan skjá út sem DOA (dead on arrival, sem merkilegt nokk á við um flestar bilanir, ekki bara ef hluturinn er steindauður eins og nafnið gefur til kynna) þar sem þeir fá líklegast enga spurningu um hvenær skjárinn hafi verið keyptur, en ef svo er, þá væri lítið mál fyrir þá að laga það aðeins til hjá sér til að þóknast viðskiptavininum.
Þetta er bara mál sem verzlun ætti að sjá sóma sinn í að klára í samstarfi við viðskiptavin og ég trúi ekki öðru en þeir geri, ef það tekst ekki að klára með kurteisi og góðu viðmóti, þá er um að gera að nefna að þú sért búinn að setja þetta mál á spjallvef en hafir ekki gefið upp um hvaða fyrirtæki ræddi, en ef þeir vilji ekki klára þetta í samstarfi við þig sjáirðu enga ástæðu til að halda nafni fyrirtækisins leyndu.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 15:22
af GuðjónR
Ég vil taka það fram að ég veit ekki hvaða fyrirtæki umræðir né hvaða verslun er verið að tala um. Og ég veit ekki hver réttur neytandans er í þessu máli, en vil samt vara menn við að nafngreina fyrirtæki þar sem hlutir virðast á gráu svæði og réttur manna er ekki á hreinu.
Er sammála klemma að auðvitað eiga fyrirtæki ef þau geta að aðstoða kúnnan eins og þau geta en er ósammála honum í því að nota spjallið til að þrýsta á þau að leiðrétta eitthvað sem þau eiga hugsanlega ekki sök á, þá er spjallið orðið að einhversskonar kúgunartæki sem er ekki gott.
En auðvitað er þetta bara mín persónulega skoðun og þið hafið rétt á ykkar skoðunum.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 15:48
af FuriousJoe
GuðjónR skrifaði:Ég vil taka það fram að ég veit ekki hvaða fyrirtæki umræðir né hvaða verslun er verið að tala um. Og ég veit ekki hver réttur neytandans er í þessu máli, en vil samt vara menn við að nafngreina fyrirtæki þar sem hlutir virðast á gráu svæði og réttur manna er ekki á hreinu.
Er sammála klemma að auðvitað eiga fyrirtæki ef þau geta að aðstoða kúnnan eins og þau geta en er ósammála honum í því að nota spjallið til að þrýsta á þau að leiðrétta eitthvað sem þau eiga hugsanlega ekki sök á, þá er spjallið orðið að einhversskonar kúgunartæki sem er ekki gott.
En auðvitað er þetta bara mín persónulega skoðun og þið hafið rétt á ykkar skoðunum.
Alveg sammála þér upp að vissu marki, en spjallið væri alsekki kúgunartæki heldur staður til að miðla þessum upplýsingum til að koma í veg fyrir svona leiðindi aftur (vonandi) það er ekkert að því að nafngreina fyrirtæki hér.
Svo lengi sem sagan er sönn, þá held ég að flestir vaktarar vilju endilega fá að heyra þessar sögur og hvaða aðilar eiga í hlut. Ef fyrirtækið er að vafra um hér daglega og rekst á þennan þráð og fer í fílu, þá vita þeir "hey, við tókum þennan gaur í rassgatið og nú er verið að tala illa um okkur.... skulum passa okkur næst."
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 16:08
af GuðjónR
Alveg rétt, oft á tíðum er þetta síðasta hálmstráið sem fólk hefur ef eigendur fyrirtækis eru með einbeittan brotavilja og reyna vísvitandi að svíkja fólk.
Við höfum orðið vitni af því hér án þess að ég nefnin nein nöfn.
En í þessu tilfelli virðist réttur neytendans vera loðinn, viðkomadi verslun segist taka við útlitsgölluðum vörum innan fjögurra daga og þá er varla við verslunina að sakast ef kaupandinn tekur vöruna upp hálfum mánuði eftir kaup.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 16:24
af FuriousJoe
GuðjónR skrifaði:Alveg rétt, oft á tíðum er þetta síðasta hálmstráið sem fólk hefur ef eigendur fyrirtækis eru með einbeittan brotavilja og reyna vísvitandi að svíkja fólk.
Við höfum orðið vitni af því hér án þess að ég nefnin nein nöfn.
En í þessu tilfelli virðist réttur neytendans vera loðinn, viðkomadi verslun segist taka við útlitsgölluðum vörum innan fjögurra daga og þá er varla við verslunina að sakast ef kaupandinn tekur vöruna upp hálfum mánuði eftir kaup.
Satt, en mig minnti endilega að þessi 4daga skilaréttur séi á dauðum pixlum, ekki útlitsgalla? (þekki það ekki betur en svo, ef ég hef rangt fyrir mér þá endilega leiðrétta mig).
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 19:09
af ZiRiuS
Já skjárinn var í innsigluðum kassa þegar hann var tekinn upp Klemmi. Við ætlum að athuga hvað yfirmaður mun segja og hvort við fáum þetta bætt.
Annars var það einmitt hversu loðið þetta er, sem ég nafngreini ekki þetta fyrirtæki, ég kom bara hingað til að fá ráð og hvort einhver hafi lent í einhverju svipuðu.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 22:29
af Domnix
Samkvæmt félagi atvinnurekenda hefur þú 2 mánuði til að tilkynna galla í vöru, og söluaðilli ber ábyrgð á að innpökkun sé nægilega góð.
Sést hér.Veit ekki hvort þetta á við þetta mál, eða hvort þetta sé í lögum.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 22:42
af GuðjónR
Tilkynning galla
Neytandi skal bera fyrir sig galla innan 2 mánaða eftir að hann varð hans var.
Sönnunarbyrði
Neytandi ber sönnunarbyrðina fyrir því að söluhlutur sé haldinn galla og ber honum að sanna tvennt. Annars vegar að hluturinn sé haldinn galla og hins vegar að hann hafi verið það við afhendingu. Frá þessu síðarnefnda gildir undantekningarregla sem hefur þá þýðingu að ef neytandi sannar galla innan 6 mánaða, þarf seljandi að sanna að gallinn hafi ekki verið fyrir hendi við afhendingu söluhlutarins. Sérstök athygli skal vakinn á því að neytandi þarf aftur sem áður ávallt að sanna að söluhlutur sé haldinn galla í skilningi neytendalaga.
Miðað við þessar klausur þá sýnist mér þið vera með nokkuð auðunnið mál á ykkar höndum.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 23:04
af Gúrú
Rispa á skjánum er samt ekkert galli í þeirri merkingu sem er átt við þarna, hún er skemmd.

Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 23:09
af lukkuláki
Ferlega erfið sönnunarbyrði í svona undarlegum málum.
Skrítið að fá rispaðan skjá beint úr kassanum en ekkert skrítið að menn eigi svolítið erfitt með að trúa því vona samt að þið fáið úrlausn.
Fyrirtækið sem seldi ykkur þetta ætti að sjá hag sinn í því að hafa ykkur áfram í viðskiptum.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 23:13
af GuðjónR
Gúrú skrifaði:Rispa á skjánum er samt ekkert galli í þeirri merkingu sem er átt við þarna, hún er skemmd.

Útlitsgalli er líka galli
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 23:15
af Domnix
GuðjónR skrifaði:Tilkynning galla
Annars vegar að hluturinn sé haldinn galla og hins vegar að hann hafi verið það við afhendingu.
Er þetta að segja að maður þarf að taka video af unboxing af hverjum einasta hlut sem maður kaupir? Skil ekki alveg hvernig maður á að sanna það að gallinn var fyrir :/
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 23:16
af Gúrú
GuðjónR skrifaði:Gúrú skrifaði:Rispa á skjánum er samt ekkert galli í þeirri merkingu sem er átt við þarna, hún er skemmd.

Útlitsgalli er líka galli
En þetta er ekki útlitsgalli að því leyti til að það vanti t.d. panelinn eða að SAMSUNG hafi verið endurraðað í PENIS, þetta er skemmd,
þ.e.a.s.: Einhver skemmdi skjáinn.
Ekki: Einhver bjó til gallaðan skjá.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 23:22
af GuðjónR
Gúrú skrifaði:GuðjónR skrifaði:Gúrú skrifaði:Rispa á skjánum er samt ekkert galli í þeirri merkingu sem er átt við þarna, hún er skemmd.

Útlitsgalli er líka galli
En þetta er ekki útlitsgalli að því leyti til að það vanti t.d. panelinn eða að SAMSUNG hafi verið endurraðað í PENIS, þetta er skemmd,
þ.e.a.s.: Einhver skemmdi skjáinn.
Ekki: Einhver bjó til gallaðan skjá.
Og hver bjó til skemmdina, var það framleiðandinn eða var það flutningur frá honum. rútur, lestir eða flugvélar?
Varð það íslenska verslunin sem skemmdi vöruna eða var það kaupandinn sjálfur.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Mið 13. Jún 2012 23:24
af Gúrú
GuðjónR skrifaði:Gúrú skrifaði:GuðjónR skrifaði:Gúrú skrifaði:Rispa á skjánum er samt ekkert galli í þeirri merkingu sem er átt við þarna, hún er skemmd.

Útlitsgalli er líka galli
En þetta er ekki útlitsgalli að því leyti til að það vanti t.d. panelinn eða að SAMSUNG hafi verið endurraðað í PENIS, þetta er skemmd,
þ.e.a.s.: Einhver skemmdi skjáinn.
Ekki: Einhver bjó til gallaðan skjá.
Og hver bjó til skemmdina, var það framleiðandinn eða var það flutningur frá honum. rútur, lestir eða flugvélar?
Varð það íslenska verslunin sem skemmdi vöruna eða var það kaupandinn sjálfur.
Skiptir ekki máli þegar að því kemur að þetta er þá skemmd vara en ekki gölluð vara.
Þú mátt væntanlega skila gallaðri vöru en ekki bara skila skemmdri vöru án þess að geta sannfært fyrri eigendur um að þeir hafi selt þér hana skemmda.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Fim 14. Jún 2012 00:36
af krat
Er nýja fyrirtækið sem þú vinnur hja ekki með eftirlitsmyndavélar ?
Ef svo er ætti að vera lítið mál að sýna ferð kassans og hvernig hann er opnaður.
Rispa á skjá getur bara gerst við pökkun, framleðslu eða opnun á kassa, geng að því vísu að kassin sé óskemmdur að utan og innsiglaður.
Afhverju biðuð þið með að opna þetta í svona langan tíma ?
Er ykkar fyrirtæki endursölu fyrirtæki ?
Hljómar frekar loðið
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Fim 14. Jún 2012 00:45
af Minuz1
Gúrú skrifaði:GuðjónR skrifaði:Gúrú skrifaði:GuðjónR skrifaði:Gúrú skrifaði:Rispa á skjánum er samt ekkert galli í þeirri merkingu sem er átt við þarna, hún er skemmd.

Útlitsgalli er líka galli
En þetta er ekki útlitsgalli að því leyti til að það vanti t.d. panelinn eða að SAMSUNG hafi verið endurraðað í PENIS, þetta er skemmd,
þ.e.a.s.: Einhver skemmdi skjáinn.
Ekki: Einhver bjó til gallaðan skjá.
Og hver bjó til skemmdina, var það framleiðandinn eða var það flutningur frá honum. rútur, lestir eða flugvélar?
Varð það íslenska verslunin sem skemmdi vöruna eða var það kaupandinn sjálfur.
Skiptir ekki máli þegar að því kemur að þetta er þá skemmd vara en ekki gölluð vara.
Þú mátt væntanlega skila gallaðri vöru en ekki bara skila skemmdri vöru án þess að geta sannfært fyrri eigendur um að þeir hafi selt þér hana skemmda.
Kaupir skjá, kemur með hann heim, opnar kassann og inni í honum er haugur af hundaskít...sannaðu að það var skjár í kassanum þegar þú keyptir hann.
Í flestum svona málum bakkar söluaðilinn þar sem smáskammtafræði eru ekki inni í myndinni í viðskiptum.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Fim 14. Jún 2012 00:46
af Viktor
Galli og skemmd er auðvitað ekki sami hluturinn, en geri ráð fyrir því að það sé verið að tala um útlitsgalla og þá falli þetta undir þetta tveggja mánaða ákvæði. Það er mun auðveldara að fá galla bættan heldur en skemmd, því sönnunarbyrðin er yfirleitt erfiðari. T.d. ef þetta væri dauður pixill myndi fyrirtækið væntanlega gera ráð fyrir því að það væri framleiðslugalli.
Re: Hver er réttur fyrirtækisins?
Sent: Fim 14. Jún 2012 18:39
af ZiRiuS
Smá update: Yfirmaður minn talaði við sölustjóra fyrirtækisins og verður þetta vonandi leyst, við fáum símtal á morgun eða eftir helgi.
Domnix skrifaði:GuðjónR skrifaði:Tilkynning galla
Annars vegar að hluturinn sé haldinn galla og hins vegar að hann hafi verið það við afhendingu.
Er þetta að segja að maður þarf að taka video af unboxing af hverjum einasta hlut sem maður kaupir? Skil ekki alveg hvernig maður á að sanna það að gallinn var fyrir :/
Ég persónulega ætla núna allavega að láta starfsmenn þess fyrirtækis sem ég kaupi vöruna frá opna vöruna fyrir framan mig til að vera viss um að hún sé ekki gölluð/skemmd, ég nenni ekki svona veseni allavega.
krat skrifaði:Er nýja fyrirtækið sem þú vinnur hja ekki með eftirlitsmyndavélar ?
Ef svo er ætti að vera lítið mál að sýna ferð kassans og hvernig hann er opnaður.
Rispa á skjá getur bara gerst við pökkun, framleðslu eða opnun á kassa, geng að því vísu að kassin sé óskemmdur að utan og innsiglaður.
Afhverju biðuð þið með að opna þetta í svona langan tíma ?
Er ykkar fyrirtæki endursölu fyrirtæki ?
Hljómar frekar loðið
Þetta fyrirtæki (sem er non-profit btw) sem ég vinn hjá opnaði fyrir viku (í nýju húsnæði) og erum einungis með 6 starfsmenn, fyrir þann tíma vorum við bara inn í litlu herbergi sem var partur af öðru fyrirtæki. Á þeim tíma (semsagt byrjun maí) voru skjáirnir keyptir og settir í geymslu. Ég byrja svo að vinna þarna 16.maí og fæ kassann utan um skjáinn afhentann af yfirmanni mínum í fínu ásigkomulagi, þegar ég kveiki svo á tölvunni með yfirmanninn yfir mér (vorum að setja upp allar tölvurnar) þá kemur þessi rispa í ljós.
Þetta ætti að svara öllum þínum spurningum.