Síða 1 af 1
varðandi skjákortið mitt
Sent: Mán 11. Jún 2012 14:22
af jonbk
ég veit ekkert mjög mikið um tölvur en maður er að læra og áhugan vantar ekki svo ég spyr
Get ég séð hvaða skjákort ég er með ánþess að opna tölvuna ?
og ég er að fara að kaupa 24 tommu skjá, benq eða eitthvað svipað, þarf ég eitthvað brjálað skjákort fyrir 24 tommu skjá ?
Re: varðandi skjákortið mitt
Sent: Mán 11. Jún 2012 14:27
af flottur
Í hvað ertu að fara nota skjákortið?
Það er mjög gott að hafa það í huga að ef skjárinn styður 1920X1080 upplausn að velja sér þannig skjákort sem styður þá upplausn.
Annar held ég að flest skjákort nú til dags styðji þessa upplausn.
Þannig að þetta kemur allt niður á hvað þú ætlar að gera í tölvunni?
edit : hvernig tölvu ertu með?
Re: varðandi skjákortið mitt
Sent: Mán 11. Jún 2012 14:30
af playman
Start-->Run skrifar þar "dxdiag" velur svo "Display 1" og þar sérðu nafnið á kortinu þínu
Einnig
(fyrir Win XP) Hægri klikkar "my computer" klikkar svo á "properties" svo klikkaru á "Hardware" flipan og þar inni klikkaru á "device Manager"
og undir "display adapters" finnuru svo nafnið á kortinu.
Re: varðandi skjákortið mitt
Sent: Mán 11. Jún 2012 17:14
af jonbk
flottur skrifaði:Í hvað ertu að fara nota skjákortið?
Það er mjög gott að hafa það í huga að ef skjárinn styður 1920X1080 upplausn að velja sér þannig skjákort sem styður þá upplausn.
Annar held ég að flest skjákort nú til dags styðji þessa upplausn.
Þannig að þetta kemur allt niður á hvað þú ætlar að gera í tölvunni?
edit : hvernig tölvu ertu með?
mun spila létta leiki eins og mincraft of TF2 og ég er ennþá ekki búinn að fá tölvuna, pabbi ætlar að gefa mér gömlu sína, hef aldrei pælt í því hvernig tölva þetta er
Re: varðandi skjákortið mitt
Sent: Mán 11. Jún 2012 17:14
af jonbk
playman skrifaði:Start-->Run skrifar þar "dxdiag" velur svo "Display 1" og þar sérðu nafnið á kortinu þínu
Einnig
(fyrir Win XP) Hægri klikkar "my computer" klikkar svo á "properties" svo klikkaru á "Hardware" flipan og þar inni klikkaru á "device Manager"
og undir "display adapters" finnuru svo nafnið á kortinu.
takk fyrir þetta

Re: varðandi skjákortið mitt
Sent: Mán 11. Jún 2012 17:22
af mundivalur
Speccy segir þér allt sem þarf um dótið í turninum
http://www.piriform.com/speccy/download/standardgott að senda mynd þá er hægt að hjálpa betur !