Síða 1 af 1

Vesen með hávaða í aflgjafa

Sent: Mán 04. Jún 2012 14:19
af vargurinn
Okei , er með gamla og lúna tölvu ( er að fara að uppfæra bráðum) en það kemur massívur hávaði útúr aflgjafanum. :thumbsd Er eitthvað sem ég get gert , annað en að kaupa eitthvað nýtt, því ég nenni ekki að eyða pening í tölvu þegar ég er að fara að kaupa nýja. Get komið með tölur úr speedfan og speccy ef þess þarf. Hef ekki prufað neitt svo allar ábendingar eru vel þegnar.

EDIT: okei held að hávaðinn sé meiri í GPU-inu. búinn að strika út kassavifturnar og örgjafaviftuna. Veit einhver hvernig ég get komist að því ,helst án þess að þurfa að taka skjakortið úr. :roll:

Re: Vesen með hávaða í aflgjafa

Sent: Mán 04. Jún 2012 14:22
af dori
Getur verið að viftan sé orðið slöpp. Eða legan í viftunni öllu heldur. Ég hef blastað legur með fituhreinsi og sett nýja olíu þannig að þær snúast eins og nýjar (alveg hljóðlaust).

Re: Vesen með hávaða í aflgjafa

Sent: Mán 04. Jún 2012 14:29
af playman
Ef þú ert að fara að kaupa nýa tölvu hvort eð er, afhverju ekki kaupa þá nýan aflgjafa núna bara og færa hann svo bara yfir?
Nema að þú ætlir að kaupa tilbúna vél.

Bara svona hugmynd :happy

Re: Vesen með hávaða í aflgjafa

Sent: Mán 04. Jún 2012 23:32
af vargurinn
playman skrifaði:Ef þú ert að fara að kaupa nýa tölvu hvort eð er, afhverju ekki kaupa þá nýan aflgjafa núna bara og færa hann svo bara yfir?
Nema að þú ætlir að kaupa tilbúna vél.

Bara svona hugmynd :happy


Því ég á ekki pening :D