Síða 1 af 1

Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 18:19
af kjarrig
Þar sem ég nenni ekki að finna upp hjólið, þá væri gott ef ég fengi frá ykkur hugmyndir um hvað ég ætti að skoða. Vifturnar hjá mér fara í rúmlega 5000 snúninga og heyrist þá leiðinlega hátt í tölvunni. Þar sem þetta er HTPC vélin mín, þá skiptir hávaðinn í henni miklu máli. Ég er búinn að henda út þeim hugbúnaði sem ég hef bætt við eftir að ég tók eftir því að vifturnar hafa farið af stað. Nú er það spurningin, hvaða hluti ætti ég að byrja á að athuga? Rykhreinsa o.s.frv. Venjulega eru vifturnar í kringum 2000 snúninga. Hitinn er ekki óeðlilegur, diskar og örgjörvi í rúmum 40 gráðum. Skjákortið er í rúmum 50 gráðum og er með kæliviftu. Hiti á einum disk hefur farið yfir 50 gráður án þess að vifturnar fari svona á fullt.
Allar hugmyndir vel þegnar.

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 18:33
af Eiiki
Bios stillingar réttar fyrir vifturnar?

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 19:01
af gunni91
Er þetta örgjörvaviftan? Getur prufað ad reseta bios og þá ætti þetta ad lagast, eru þetta kassavifturnar? Ef þær ert tengdar beint við aflgjafann fara þær automatic í botn. Einnig geturu líka sótt speed fann og lækkad hraðann ef þetta er örraviftan

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 19:09
af AntiTrust
Fara þær svona hátt upp áður en stýrikerfið keyrir upp?

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 21:40
af kjarrig
Þetta eru kassavifturnar, vélin er búin að vera í gangi í lengri tíma, svo allt í einu fara vifturnar á fullt. Núna er allt í lagi, vifturnar rétt í 3000 snúningum. CPU-ið í kringum 30%. Er með MediaPortal HTPC hugbúnaðinn keyrandi. En er ekki að spila neitt. Dettur eitt í hug, uppfærði codeca, er að LAV codec (http://forum.doom9.org/showthread.php?t=156191), ætla að prófa að færa mig niður aftur, hvort að það sé einhver böggur í codecum.

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 21:51
af Klemmi
Hver setti 5000rpm viftur í HTPC vélina þína? :dontpressthatbutton

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 21:54
af dave57
Ég er með eldri HP dc7600 turn sem var að haga sér svona, þá var kæliplatan fyrir örgjafan full af ryki, því fór kassaviftan í botn til að reyna að hjálpa til.
Þetta gerðist við minnsta auka álag á örgjafana. Lagaðist eftir að ég ryksugaði hana.

kanski ekki alveg sambærilegt samt við þína vél...

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 21:55
af AciD_RaiN
Væri eitthvað vitlaust að fá sér bara aðeins hægvirkari viftur??

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 22:03
af kjarrig
Hugmyndir um góðar viftur sem fara ekki í 5000 RPM?

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 22:23
af Varasalvi
Hef lent í þessu 3svar sinnum, aldrei fundið lausn. Enda alltaf á því að strauja tölvuna til laga þetta, vonandi þarft þú ekki að gera það.

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 22:27
af AciD_RaiN
kjarrig skrifaði:Hugmyndir um góðar viftur sem fara ekki í 5000 RPM?

Bestu viftur sem ég hef prófað sem fást á íslandi http://www.kisildalur.is/?p=2&id=819

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 22:43
af AntiTrust
AciD_RaiN skrifaði:
kjarrig skrifaði:Hugmyndir um góðar viftur sem fara ekki í 5000 RPM?

Bestu viftur sem ég hef prófað sem fást á íslandi http://www.kisildalur.is/?p=2&id=819


Sammála - amk hvað varðar CFM vs DB.

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 22:46
af SolidFeather
Skellir þér bara á viftustýringu.

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 22:58
af chaplin
Glacial Tech 120mm vifturnar sem Tölvutækni voru með á 990 kr vöru algjör snilld! Fúll að hafa ekki keypt mér fleiri kvikindi enda kostuðu ekki neitt, heyrist ekkert í þeim og mjög ásættanlegur blástur.

Annars ef þú vilt eyða allt of miklum pening getur þú pantað Delta viftur að utan, eiga að vera með þeim bestu sem fást.

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 23:07
af AntiTrust
chaplin skrifaði:Glacial Tech 120mm vifturnar sem Tölvutækni voru með á 990 kr vöru algjör snilld! Fúll að hafa ekki keypt mér fleiri kvikindi enda kostuðu ekki neitt, heyrist ekkert í þeim og mjög ásættanlegur blástur.

Annars ef þú vilt eyða allt of miklum pening getur þú pantað Delta viftur að utan, eiga að vera með þeim bestu sem fást.


Delta viftu í HTPC? Gætir alveg eins sett þyrlu :)

Held að lágværasta Delta viftan sem ég hef séð sé um 50dBA.

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 23:13
af AciD_RaiN
Held að það sé ekkert alltaf að marka þessar tölur. Er með alveg frábærar, ódýrar og hljóðlátar viftur sme kæla MJÖG vel... Var ekkert smá hissa hvað þær eru góðar http://www.nexustek.nl/NXS-nexus120mmre ... asefan.htm

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Lau 02. Jún 2012 23:38
af chaplin
AntiTrust skrifaði:Delta viftu í HTPC? Gætir alveg eins sett þyrlu :)

Held að lágværasta Delta viftan sem ég hef séð sé um 50dBA.

Jú það er líklegast rétt, Delturnar eru oftast notaðar líka í servera eða vatnskælingar, hélt þó að þeir ættu silent línu, gæti þó verið rugl eða að þær séu bara 50dB. :snobbylaugh

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Sun 03. Jún 2012 11:07
af kjarrig
Takk fyrir góðar hugmyndir, en ég var bara í ruglinu, þetta er örgjörvaviftan sem er að trufla mig, ætla að rykhreinsa tölvuna og skoða viftuna betur.

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Sun 03. Jún 2012 11:50
af kjarrig
Eftir rykhreinsun, spila mynd í HD, CPU um 30%, viftan í 2500 snúningum, þ.a. það hefur verið rykið, allavega kom nóg af ryki þegar ég rykhreinsaði. Enn og aftur, takk fyrir ábendingar, það eru náttúrulega bara snillingar hérna á Vaktinni.

Re: Viftur fara á fullt

Sent: Sun 03. Jún 2012 11:54
af kjarrig
AciD_RaiN skrifaði:
kjarrig skrifaði:Hugmyndir um góðar viftur sem fara ekki í 5000 RPM?

Bestu viftur sem ég hef prófað sem fást á íslandi http://www.kisildalur.is/?p=2&id=819


Held einmitt að ég hafi keypt mér 2 svona viftur á sínum tíma, heyrist varla í þeim. Mjög ánægður með þær.