Vantar álit á nýjum turni
Sent: Lau 02. Jún 2012 02:43
Sælir Vaktarar.
Þannig er mál með vexti að ég hef lengi verið í hugleiðingum um að setja saman nýjan turn handa sjálfum mér og held að ég geti látið verða af því fljótlega en hinsvegar langar mig endilega að fá álit ykkar á þessum málum þar sem ég veit ekkert allt of mikið um þetta. Sérstaklega vantar mig ábendingar varðandi móðurborð þar sem það er mér algjörlega hulið hvað skilur að gott eða lélegt móðurborð annað en fjöldi innstungna. Vélin er aðallega hugsuð í að spila tölvuleiki og myndi ég helst vilja að hún entist svona 2-3 ár ef ekki lengur. Langar einnig að taka fram að ég vil helst eyða minna en 130 þúsund í vélina. Hérna er það sem ég hef týnt til.
Líklega gott að benda á að þetta verður fyrsta tölvan sem ég set saman, svona ef það breytir einhverju.
Intel i5 2500K 3.3 Ghz quad core örgjörvi. http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... k&hvar_se=%&head_topnav=CPU_Intel_i5-2500K
AMD Radeon 6850 1 Gb DDR5 skjákort. http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7803
ASRock P67 Pro3 ATX Intel LGA1155 móðurborð. (þygg allar ábendingar v. móðurborð) http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1634
Corsair Vengeance 1600 Mhz, 8 Gb (2x4 Gb). (þygg einnig ábendingar v. betri vinnsluminni) http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7650
Tacens Radix V 750W aflgjafi. http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1503
Á 500 Gb Iomega prestige flakkara með 8 Mb buffer og 7200 Rpm sem ég býst við að ég geti notað undir geymslu, vantar meðmæli á SSD (hvað þarf stóran undir sýrikerfi etc.)
CoolerMaster Elite 430 turn, held hann sé með 2x120mm viftum. http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7419
Væri fínt að vita hvort ég þurfi einhverja kælingu umfram það sem kemur með. Annars endurtek ég enn og aftur að allar ábendingar eru vel þegnar.
P.S. Vitið þið hvort það sé einhver möguleiki fyrir fátækan námsmann að sníkja út staðgreiðsluafslátt á svona pörtum?
Edit 1: Lagaði rugling varðandi verðtakmark, breytti aflgjafa og geymslu.
Þannig er mál með vexti að ég hef lengi verið í hugleiðingum um að setja saman nýjan turn handa sjálfum mér og held að ég geti látið verða af því fljótlega en hinsvegar langar mig endilega að fá álit ykkar á þessum málum þar sem ég veit ekkert allt of mikið um þetta. Sérstaklega vantar mig ábendingar varðandi móðurborð þar sem það er mér algjörlega hulið hvað skilur að gott eða lélegt móðurborð annað en fjöldi innstungna. Vélin er aðallega hugsuð í að spila tölvuleiki og myndi ég helst vilja að hún entist svona 2-3 ár ef ekki lengur. Langar einnig að taka fram að ég vil helst eyða minna en 130 þúsund í vélina. Hérna er það sem ég hef týnt til.
Líklega gott að benda á að þetta verður fyrsta tölvan sem ég set saman, svona ef það breytir einhverju.
Intel i5 2500K 3.3 Ghz quad core örgjörvi. http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... k&hvar_se=%&head_topnav=CPU_Intel_i5-2500K
AMD Radeon 6850 1 Gb DDR5 skjákort. http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7803
ASRock P67 Pro3 ATX Intel LGA1155 móðurborð. (þygg allar ábendingar v. móðurborð) http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1634
Corsair Vengeance 1600 Mhz, 8 Gb (2x4 Gb). (þygg einnig ábendingar v. betri vinnsluminni) http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7650
Tacens Radix V 750W aflgjafi. http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1503
Á 500 Gb Iomega prestige flakkara með 8 Mb buffer og 7200 Rpm sem ég býst við að ég geti notað undir geymslu, vantar meðmæli á SSD (hvað þarf stóran undir sýrikerfi etc.)
CoolerMaster Elite 430 turn, held hann sé með 2x120mm viftum. http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7419
Væri fínt að vita hvort ég þurfi einhverja kælingu umfram það sem kemur með. Annars endurtek ég enn og aftur að allar ábendingar eru vel þegnar.
P.S. Vitið þið hvort það sé einhver möguleiki fyrir fátækan námsmann að sníkja út staðgreiðsluafslátt á svona pörtum?
Edit 1: Lagaði rugling varðandi verðtakmark, breytti aflgjafa og geymslu.