Síða 1 af 1

NAS box, hvað er best?

Sent: Mið 30. Maí 2012 20:41
af Hauxon
Ég er áhugaljósmyndari og á orðið dágott safn ljósmynda (fer að nálgast 1Tb og vex hratt) og hef geymt myndirnar mínar undanfarið á tveimur 1.5Tb diskum í RAID 0 speglun, fyrst með hardware og svo með RAID 0 í Windows 7.

Um daginn fór power-supplyið í borðtölvunni og olli því að diskarnir duttu úr synci og þá fór ég að spá hvort ekki væri vit að diskarnir frekar í speglun í góðu NAS boxi heldur en á borðtölvunni.

Hafa menn einhverja skoðun á hvað er best og hvað ekki. Ég myndi helst vilja að NAS boxið yrði með Linux og með gigabit ethernet tengi þ.a. að það geti bara verið inni í skúr eða í öðru herbergi en borðtölvan mín. Ég myndi líka vilja geta sambashare-að gögnin þannig að auðvelt væri að tengjast NAS boxinu frá sjónvarpsflakkara.

Ekki væri verra að ég gæti sett upp Logitach Media Server á NAS-inu þar sem ég er með Squeezebox til að spila tónlistina mína, það væri amk bónus og líklega hægt með Linux boxi.

Hvað á maður á fá sér?

Kv. Hrannar

Re: NAS box, hvað er best?

Sent: Mið 30. Maí 2012 22:17
af fedora1
Líklega best að setja upp linux þjón. Áttu ekki einhverja 2-3 ára tölvu sem tekur nokkra diska ? , það er ódýrasta leiðin.
Svo er spurning um að setja upp mirror eða hafa diskana með sitthvort skráarkerfið og rsync-a á milli (bætir bjargað fs curroption)
Skráarkerfi eins og btrfs eða zfs eru með checksum sem koma í veg fyrir silent bit villur.

Logitech Media Server http://www.mysqueezebox.com/download er bæði til fyrir rpm pakka eins og Fedora notaðr eða Ubuntu pakka kerfið.

Re: NAS box, hvað er best?

Sent: Mið 30. Maí 2012 22:55
af Hauxon
Jamm, en ég var samt að vonast eftir að finna eitthvað sem er nánanst plug and play. Nenni eiginlega ekki að fara að configa Linux server auk þess sem ég vil eitthvað sem er frekar nett.

Það getur verið að þetta endi í einhverju svona DIY en vil helst finna tilbúna lausn. ....hlýtur að vera til!

Re: NAS box, hvað er best?

Sent: Mið 30. Maí 2012 23:14
af Tiger
Afhverju ekki bara fá sér 4 diska og hafa RAID 10 í vélinni? Færð fínan hraða, og gott öryggi. Svo færðu þér Crashplan og ert 99,57% safe með ljósmyndirnar þínar. Ég er með þetta svona hjá mér fyrir allar mínar ljósmyndir (rúm 500GB).

Re: NAS box, hvað er best?

Sent: Mið 30. Maí 2012 23:20
af Oak
Tiger skrifaði:Afhverju ekki bara fá sér 4 diska og hafa RAID 10 í vélinni? Færð fínan hraða, og gott öryggi. Svo færðu þér Crashplan og ert 99,57% safe með ljósmyndirnar þínar. Ég er með þetta svona hjá mér fyrir allar mínar ljósmyndir (rúm 500GB).


Er crashplan ekkert too good to be true?

Re: NAS box, hvað er best?

Sent: Fim 31. Maí 2012 00:15
af Tiger
Oak skrifaði:
Tiger skrifaði:Afhverju ekki bara fá sér 4 diska og hafa RAID 10 í vélinni? Færð fínan hraða, og gott öryggi. Svo færðu þér Crashplan og ert 99,57% safe með ljósmyndirnar þínar. Ég er með þetta svona hjá mér fyrir allar mínar ljósmyndir (rúm 500GB).


Er crashplan ekkert too good to be true?


Ekki enn allavegana. Búinn að vera hjá þeim í 2 ár og aldrei neitt vesen. Hef bæði þurft að recovera smotterí af heimasíðunni þeirra bara og einnig tugi GB í gegnum appið þeirra og allt gekk smurt. Setur þetta einu sinni upp og þetta sér um restina, færð e-mail vikulega eða svo með backup status, einnig ef langur tími líður á milli (seldi fartölvuna mína og var nokkrar vikur tölvulaus og því létu þeir mig vita að ekkert backup væri búið að koma lengi).

Síðan var ekkert mál að ætleiða nýju vélina, þá skoðar hún bara hvað er hjá þeim og backar bara það upp sem vanntar uppá, í stað þess að senda allt til þeirra aftur í hvert sinn sem maður skiptir um tölvu.

Fyrir mér er þetta svo til perfect....og ekki svo dýrt miðað við ótakmarkað gagnamagn

Re: NAS box, hvað er best?

Sent: Fim 31. Maí 2012 00:33
af Hauxon
Hvað með Drobo FS? Rándýrt helv. í samanburði við að setja saman Linux fileserver sjálfur úr gamalli tölvu en virðist þægilegt.

Myndi einhver hérna kaupa svona á $699 disklaust ..væntanlega 120þ+ hér heima fyrir utan diska ...hmmm

Eruð þið kannski og miklir nördar allir eða of blankir til að kaupa svona tilbúna græju? Málið er að ég nenni ekki að leika kerfisstjóra
heima hjá mér á kvöldin. ..kannski betra að spyrja metrósexúal liðið á maclantic??

Kv. Hrannar