Síða 1 af 1
Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 14:57
af kiddi
Sælir strákar! Ég er kominn á ystu brún, er með eina nýja tölvu hérna sem er að gera mig gráhærðann.
Þetta eru speccarnir:
Intel Core i3 2120 3.3GHz
Corsair 8GB 2x4GB DDR3 1600MHz CL9 XMS3
Corsair CX 500W ATX aflgjafi V2 Builder
MSI Z68A-G43 G3
Corsair 90GB SSD Force 3
Ég er búinn að setja saman hátt í hundrað tölvur undanfarin 15 ár og aldrei lent í öðru eins. Tölvan frís stöðugt, og mjög handahófskennt. Hún keyrir hikstalaust í gegnum memtest86+, en krassar næstum strax með Prime95 þegar ég hef valið að láta prófa RAM í leiðinni, en Prime95 gengur lengur (en krassar þó) ef ég vel að prófa bara FPU. Ég er búinn að strauja tvisvar, með og án SSD disksins. Búinn að prófa að setja annað skjákort í vélina í stað þess að nýta þetta innbyggða, og ekkert hefur áhrif. Ég er búinn að uppfæra BIOS í móðurborðinu (v5.0) og búinn að prófa vélina með og án drivera frá MSI. Hitinn á örgjörva er innan marka (ca 45°) Alltaf sama sagan :/
Dettur ykkur eitthvað í hug sem ég gæti verið að klikka á? Öll aðstoð vel þegin

Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 15:18
af vesley
keyra tölvuna með sitthvorum minniskubbnum?
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 15:24
af mundivalur
Þetta er sko Draugur
þetta er líka nýr aflgjafi ? eina sem er eftir að útiloka er móðurborð,örgjörvi og aflgjafi !
kemur þá bsod þegar hún deyr
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 15:26
af chaplin
Það sem Vesley sagði, prufa að keyra tölvuna með stökum kubbum, ef vélin rennur í gegnum MemTest nokkrar loopur að þá getur þú auðvita strax farið í Prime95 og látið hana rúlla, kæmi mér ekkert á óvart ef þetta væri annaðhvort minnið eða móðurborðið - finnst það ólíklegra að þetta sé örgjörvinn.
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 15:28
af kiddi
Takk strákar og já ég er búinn að skipta út minniskubbunum og keyra hvorn um sig stakann, í memtest eru þeir fínir. Ekkert BSOD, bara skjárinn frís og vélin stöðvast.
Allt glænýjir íhlutir, líka aflgjafinn.
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 15:31
af beatmaster
Ég myndi prufa að prófa aflgjafann, jafnvel prófa annann, sakar ekki að prufa
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 17:01
af Klemmi
Bara með default minnisstillingar?
Mitt skot er bilað MSI móðurborð.
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 17:05
af beggi90
Próðarirðu s.s að setja hana einu sinni upp á öðrum hdd ef ég skil þig rétt?
Ef ekki -> Þá lenti ég í sambærilegu vandamáli með chronos ssd diskinn minn og þá vantaði mig bara firmware upgrade.
En samt spurning um að skoða hvort það vanti mikilvæg firmware upgrade í vélina?
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 17:07
af kiddi
Klemmi skrifaði:Bara með default minnisstillingar?
Mitt skot er bilað MSI móðurborð.
Yep, allt default. Vélin krassar reyndar alltaf ég hef valið SATA AHCI mode en ekkI IDE - er það ekki frekar óeðlilegt?
beggi90 skrifaði:Próðarirðu s.s að setja hana einu sinni upp á öðrum hdd ef ég skil þig rétt?
Ef ekki -> Þá lenti ég í sambærilegu vandamáli með chronos ssd diskinn minn og þá vantaði mig bara firmware upgrade.
En samt spurning um að skoða hvort það vanti mikilvæg firmware upgrade í vélina?
Vélin krassar líka á venjulegum áreiðanlegum SATA disk og SSDinn er ótengdur, þannig að SSDinn er ekki vandamálið. Búinn að uppfæra eina firmwareið sem ég get, sem móbóið

Takk fyrir punktana strákar!
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 18:14
af DJOli
Ertu ekki með vélina á windows 7?.
Man ekki hver skipunin er, en það er til skipun til að checka hvort einhver af stýrikerfisskránum sé gölluð.
Lenti í sambærilegum draug 2010 en þá gerðist það alltaf að stýrikerfisskrár corruptuðust um leið og kerfið var komið upp, með disk sem virkaði 100% þangað til, svo ég prufaði usb lykil, og sama vandamál.
Sendi tölvuna til Att (þar sem ég keypti hana) og þeir skiptu um *alla* íhluti tölvunnar og sendu hana svo til baka. Síðan þá hefur þetta vandamál ekki komið upp.
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 18:37
af beggi90
DJOli skrifaði:Ertu ekki með vélina á windows 7?.
Man ekki hver skipunin er, en það er til skipun til að checka hvort einhver af stýrikerfisskránum sé gölluð.
Lenti í sambærilegum draug 2010 en þá gerðist það alltaf að stýrikerfisskrár corruptuðust um leið og kerfið var komið upp, með disk sem virkaði 100% þangað til, svo ég prufaði usb lykil, og sama vandamál.
Sendi tölvuna til Att (þar sem ég keypti hana) og þeir skiptu um *alla* íhluti tölvunnar og sendu hana svo til baka. Síðan þá hefur þetta vandamál ekki komið upp.
Ertu að hugsa um "sfc /scannow" eða "chkdsk /*, mér þykir samt mjög ólíklegt að vandamálið liggji í stýrikerfinu hjá honum eftir margar uppsetningar.
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 18:44
af Gúrú
beggi90 skrifaði:mér þykir samt mjög ólíklegt að vandamálið liggji í stýrikerfinu hjá honum eftir margar uppsetningar.
Á þessum tímapunkti máls má samt fara að íhuga það hvort að uppsetningardiskurinn sé ekki corruptaður.
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 18:47
af Moldvarpan
Gæti þetta ekki verið líka SSD draugur?
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 19:14
af Bioeight
Tveir hlutir í gangi,
það sem ég myndi checka á:
1. Tölvan krassar í Prime95
Örgörvastillingar
Minnisstillingar (er minnið 1.5V eða 1.65V? (mælt með 1.5V fyrir Sandy Bridge))
2. Tölvan frýs í SATA AHCI en ekki IDE
Önnur tengd drif, t.d. geisladrif, taka þau úr sambandi.
Sata snúrur, skipta þeim út.
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 20:02
af Klemmi
Bilað móðurborð.
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 20:26
af Bioeight
Klemmi skrifaði:Bara með default minnisstillingar?
Mitt skot er bilað MSI móðurborð.
Klemmi skrifaði:Bilað móðurborð.
Þú ert harður á því

Ég er sammála en ég myndi samt checka svona einfalda hluti fyrst eins og stillingar, snúrur og aftengja geisladrif ef það er.
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Þri 29. Maí 2012 20:35
af Klemmi
Bioeight skrifaði:Klemmi skrifaði:Bara með default minnisstillingar?
Mitt skot er bilað MSI móðurborð.
Klemmi skrifaði:Bilað móðurborð.
Þú ert harður á því

Ég er sammála en ég myndi samt checka svona einfalda hluti fyrst eins og stillingar, snúrur og aftengja geisladrif ef það er.
Haha já, að sjálfsögðu þarf að bilanagreina þetta endanlega, það er bara fátt skemmtilegra en að "giska" á bilun og vonast til að hafa rétt fyrir sér

Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Mið 30. Maí 2012 11:45
af kiddi
Jæja ég held það sé eitthvað að gerast, Prime95 búin að ganga í hálftíma núna með allt í botni og með þetta í gangi líka:
http://www.weebls-stuff.com/songs/scampi/Tölvan hefði frosið á fyrstu 10sek í gær við þetta, en so far so good.
Það síðasta sem ég breytti var að víxla 4+4 pin power tenginu, þ.e. á móðurborðinu er bara 4pinna power slot hjá örgjörvanum, og svona 4+4 tengi er í aflgjafanum:
http://www.playtool.com/pages/psuconnec ... 4plus4.jpgÉg s.s. prófaði að víxla og nota hinn partinn af þessum kapli, ég var samt búinn að margtryggja að þessi kapall var vel settur í fram að þessu, datt bara aldrei í hug að prófa hinn partinn af honum.
Krosslegg fingur! Takk kærlega fyrir hjálpina strákar

Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Mið 30. Maí 2012 14:11
af Nördaklessa
kiddi skrifaði:Klemmi skrifaði:Bara með default minnisstillingar?
Mitt skot er bilað MSI móðurborð.
Yep, allt default. Vélin krassar reyndar alltaf ég hef valið SATA AHCI mode en ekkI IDE - er það ekki frekar óeðlilegt?
beggi90 skrifaði:Próðarirðu s.s að setja hana einu sinni upp á öðrum hdd ef ég skil þig rétt?
Ef ekki -> Þá lenti ég í sambærilegu vandamáli með chronos ssd diskinn minn og þá vantaði mig bara firmware upgrade.
En samt spurning um að skoða hvort það vanti mikilvæg firmware upgrade í vélina?
Vélin krassar líka á venjulegum áreiðanlegum SATA disk og SSDinn er ótengdur, þannig að SSDinn er ekki vandamálið. Búinn að uppfæra eina firmwareið sem ég get, sem móbóið

Takk fyrir punktana strákar!
Startaðu tövlunni í IDE mode og breyttu svo yfir í ACHI í Windows fylgjandi þessum leiðbeningum.
1. Startup "Regedit
2. Open HKEY_LOCAL_MACHINE / SYSTEM / CurrentControlset / Services
3. Open msahci
4. In the right field left click on "start" and go to Modify
5. In the value Data field enter "0" and click "ok"
6. exit "Regedit"
7. Reboot Rig and enter BIOS (hold "Delete" key while Booting...og velja svo ACHI
Re: Bilanagreining óskast - Draugur í tölvunni
Sent: Mið 30. Maí 2012 19:44
af Bioeight
Já, rafmagni hefur oft verið ruglað saman við drauga, why did I not think of this. 4+4 pin tengið á samt að virka sama á hvorn háttinn það er tengt(held ég) en kannski eru til undantekningar, eða þá að power supplyið þitt er bílað.