Síða 1 af 1

LCD vs LED

Sent: Þri 29. Maí 2012 09:59
af Squinchy
Sæli vaktarar

Ég er að fara fjárfesta í nýjum skjá og er með tvo í huga

http://www.tolvutek.is/vara/benq-g2750- ... ar-svartur
og
http://www.tolvutek.is/vara/benq-gl2450 ... ar-svartur

Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort þetta LED sé þess virði að fara í 3" minni skjá, er endingin betri ?, endilega koma með álit og kannski betri uppástungu á svipuðu verði, 45k max

Aðal notkun verður fyrir leikjaspilun, almenn tölvunotkun og smá photoshop

Re: LCD vs LED

Sent: Þri 29. Maí 2012 11:29
af flottur
Hvað ertu að fara gera með skjáina?


djók sá hvað stóð neðst niðri á op. ég myndi fara í 26" skjáin, 24" venst voðalega fljótt
en þú ert að fara að vinna smá í photoshop þá myndi ég halda að það væri betra að vera með LED skjá upp á liti og skýrleika.

en annars hef ég ekki mikið vit á þessu, langaði bara til að segja hvað mér fyndist.

Re: LCD vs LED

Sent: Mið 30. Maí 2012 09:19
af bulldog
ég er með 27" samsung sem er lcd hann er frábær :) ég myndi ekki vilja fara niður í 24" aftur

Re: LCD vs LED

Sent: Mið 30. Maí 2012 10:25
af mind
Byrjum á því að LCD og LED eru ekki mismunandi tæknir á sama sviði, það sem þú átt væntanlega við er CCFL(flúorbaklýsing) vs LED(díóðubaklýsing).

LED = notar minna rafmagn, þynnri og eiga til að ná aðeins hærra birtustigi
CCFL = betra uniformity(sama ljósmagn yfir allan skjáinn), töluvert minni líkur á blæðingu og talið að hafi betri endingu.

LED er ennþá að sækja á CCFL og mun á endanum verða betra en eins og er þá er þetta persónubundið hvort á að vera betra.

Hvorugur af þessum skjám getur birt raunliti, það skiptir þó bara máli ef þú t.d. værir í photoshop að atvinnu.
Með leiki ætti ekki að skipta máli hvaða skjár er valinn, flest panel eru komin undir 8ms og bara hörðustu leikjaspilarar sem telja eða geta nýtt sér lægri svörun.

Gætir viljað passað það samt að mjög mörgum finnst 1920x1080 upplausn vera of lítið fyrir 27" skjá, punktarnir verða smá grófir við þá stærð miðað við punktafjölda.

Re: LCD vs LED

Sent: Mið 30. Maí 2012 20:57
af Squinchy
Tölvutek að drulla á sig með viðbragðs tímann ?
http://www.tolvutek.is/vara/benq-gl2450 ... ar-svartur
segja 2ms en framleiðandinn 5ms
http://www.benq.com/product/monitor/gl2450

Re: LCD vs LED

Sent: Mið 30. Maí 2012 21:06
af GullMoli
Squinchy skrifaði:Tölvutek að drulla á sig með viðbragðs tímann ?
http://www.tolvutek.is/vara/benq-gl2450 ... ar-svartur
segja 2ms en framleiðandinn 5ms
http://www.benq.com/product/monitor/gl2450


Án þess að vera með þetta 100% þá er þetta Gray to Gray sem er tekið fram á tölvutek síðunni en Black to White á heimasíðu BenQ, sem er ekki sami hluturinn.

Re: LCD vs LED

Sent: Mið 30. Maí 2012 21:25
af svanur08
ms hafa bara ekkert að seigja, aldrei fundið fyrir svona ms laggi, þetta er bara betra á blaði.

Re: LCD vs LED

Sent: Mið 30. Maí 2012 21:50
af flottur
Er þá ekki bara 27" skjárinn málið, veit það alla vegana að ég myndi kýla á 27". Verður bara soldið lengar í burtu frá skjánum

Re: LCD vs LED

Sent: Fim 31. Maí 2012 00:11
af Klemmi
GullMoli skrifaði:
Squinchy skrifaði:Tölvutek að drulla á sig með viðbragðs tímann ?
http://www.tolvutek.is/vara/benq-gl2450 ... ar-svartur
segja 2ms en framleiðandinn 5ms
http://www.benq.com/product/monitor/gl2450


Án þess að vera með þetta 100% þá er þetta Gray to Gray sem er tekið fram á tölvutek síðunni en Black to White á heimasíðu BenQ, sem er ekki sami hluturinn.


Passar, á BenQ síðunni er verið að tala um Tr+Tf = Rise time + fall time = black-white-black = sá tími sem það tekur pixil að fara frá alveg hvítum í alveg svartan og svo aftur alveg í hvítan.

Sem augljóslega er rúmlega tvöfalt lengri heldur en tíminn frá einum "gráum" lit í annan "gráan".