Síða 1 af 1
Að nota loft frá brúsa tölvub eða nota loft sem er í vinnuna
Sent: Lau 26. Maí 2012 21:05
af gutti
'Ég er spá hvort er betra að nota brúsa frá tölvubúð eða nota loftið sem í vinnuni hvað þarf að passa þegar er nota svoleiðs timi til að hreinsa tölvunna auk mar kominn í sumarfrí fínt að nota tima smá leti í tölvunna
er gott líka að setja nýtt kælikrem ? hvaða krem er best nota setja á örran eða betra láta bara tölvutækni að sá um hreinsa tölvuna

Re: Að nota loft frá brúsa tölvub eða nota loft sem er í vinnuna
Sent: Lau 26. Maí 2012 21:15
af playman
Hiklaust nota frekar loftið í vinnunni heldur en það sem er sett á brúsa, getur vel verið að það sé bara ég en ég er mjög á móti lofti í brúsa sem er keyft í tölvubúð eða annarsstaðar, aðalega
vegna þess að það er oft búið að setja einhver "hreinsiefni" í brúsana.
En þú verður að passa að það sé vatns/raka búnaður á loftinu í vinnuni svo að þú sért að sprauta vatni á vélina.
Re: Að nota loft frá brúsa tölvub eða nota loft sem er í vinnuna
Sent: Sun 27. Maí 2012 12:33
af Gúrú
playman skrifaði:En þú verður að passa að það sé vatns/raka búnaður á loftinu í vinnuni svo að þú sért að sprauta vatni á vélina.
Það er lykilatriði. Sprautaðu loftinu úr vinnuvélinni á hreint gler í +-mínútu og gáðu hvort að það myndast móða, ef svo er: Ekki nota það á vélina.
Einnig: Ekki gleyma að skorða vifturnar í vélinni áður en að þú byrjar að blása.

Re: Að nota loft frá brúsa tölvub eða nota loft sem er í vinnuna
Sent: Sun 27. Maí 2012 12:50
af arons4
Gúrú skrifaði:playman skrifaði:En þú verður að passa að það sé vatns/raka búnaður á loftinu í vinnuni svo að þú sért að sprauta vatni á vélina.
Það er lykilatriði. Sprautaðu loftinu úr vinnuvélinni á hreint gler í +-mínútu og gáðu hvort að það myndast móða, ef svo er: Ekki nota það á vélina.
Einnig: Ekki gleyma að skorða vifturnar í vélinni áður en að þú byrjar að blása.

Eru ekki flestallar loftpressur hvorteðer með loka til að hleypa af vatni? Það sem ég hef notað hefur svoleiðis.
Re: Að nota loft frá brúsa tölvub eða nota loft sem er í vinnuna
Sent: Sun 27. Maí 2012 13:01
af Sindri A
Sumastaðar er sett inn smurefni í loftið fyrir loftlykla og álíka. Vertu viss um að það sé ekkert svoleiðis
Re: Að nota loft frá brúsa tölvub eða nota loft sem er í vinnuna
Sent: Sun 27. Maí 2012 13:18
af KermitTheFrog
Er ekki hægt að koma því í kring að þú lítir aðeins yfir póstana þína áður en þú skrifar og hefur þá á svona circa mannamáli gutti minn?
Held það myndi gera öllum gott

kthxbai
Re: Að nota loft frá brúsa tölvub eða nota loft sem er í vinnuna
Sent: Sun 27. Maí 2012 17:57
af playman
arons4 skrifaði:Gúrú skrifaði:playman skrifaði:En þú verður að passa að það sé vatns/raka búnaður á loftinu í vinnuni svo að þú sért að sprauta vatni á vélina.
Það er lykilatriði. Sprautaðu loftinu úr vinnuvélinni á hreint gler í +-mínútu og gáðu hvort að það myndast móða, ef svo er: Ekki nota það á vélina.
Einnig: Ekki gleyma að skorða vifturnar í vélinni áður en að þú byrjar að blása.

Eru ekki flestallar loftpressur hvorteðer með loka til að hleypa af vatni? Það sem ég hef notað hefur svoleiðis.
Jú það er rétt, tjah allaveganna þær sem ég hef skoðað, en það samt útilokar ekki raka sem getur fylgt loftinu.
Þessi búnaður fynst oftast við/nálægt úrtaki loftsins á þjöppuni, svo er hægt að fá stærri og dýrari vélar sem að þurka loftið áður en að það fer í pressuna.
Re: Að nota loft frá brúsa tölvub eða nota loft sem er í vinnuna
Sent: Mán 28. Maí 2012 01:39
af Gúrú
arons4 skrifaði:Eru ekki flestallar loftpressur hvorteðer með loka til að hleypa af vatni? Það sem ég hef notað hefur svoleiðis.
Ég veit það ekki en ég myndi ekki treysta loftpressu fyrir tölvunni minni án þess að athuga hvort að eitthvað myndast á speglinum.
