Síða 1 af 1

[Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 01:20
af chaplin
Fór í sápukúlu sakleysi mínu í dag niður í Tölvutækni og ákvað að skoða, bara skoða einn skjá - labbaði svo út hálftíma seinna með líklegast fallegasta Samsung skjá sem ég hef séð. Skjárinn sem varð fyrir valinu var Samsung S24A450, hef aðeins notað hann í örfáar klukkustundir en algjörlega ástfanginn, eingöngu spurning hvenær ég versla mér næsta. En nóg um það í bili, unboxum kvikindið! :happy

Mynd

                                                                                                                                                 

SyncMaster fyrir sigurinn!
Mynd
Mynd
Mynd
Það sem fylgir með er örþunnur DVI kapall, VGA kapall, straumbreytir, mikki mús kapall, manual og fallegasti fótur sem ég hef séð (fyrir utan Dell U2410).
Mynd
Mynd
Sést ekki á myndinni en fóturinn er eins og burstað stál.
Mynd
Straumbreytirinn er festur efst á skjáinn og er síðan tengdur við DC input sem er hliðiná DVI tenginu. Einnig sést er neðst á fætinum krókur til að festa snúru, betra cable management.
Mynd
Hægt er að halla skjánum mun meira en á flest öllum skjáum sem ég hef átt.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Portrait mode: Activated!
Mynd
Mynd
Mynd
Gordjöss á nýja skrifborðinu!
Mynd

Kostir:
- 1920 X 1200 upplausn.
- Stórkostlega myndgæði og skerpa!
- Mattur og stílhreinn.
- Stöðugur og flottur fótur.
- Cable management.

Ókostir:
- Dálítið dýr, en maður borgar svo sannalega fyrir myndgæðin - sambærilegur 24" væri líklegast á sama verði eða dýrari.
- Ég þarf að fá mér annan til að svala fíkninni.

Eins og ég tók fram áðan hef ég lítið prófað skjáinn, en mjög ánægður með litina, ótrúlega skýr og skarpur. Ég las fyrr í kvöld að þessi skjár er með dýran og vandaðann 8-bit IPS panel vs. flest allir IPS skjáir eru með 12-bit og því ekki jafn flottur og þeir, en ekki langt frá því heldur, þarf að finna reviewið aftur og fá það staðfest.

Þakka Tölvutækni fyrir viðskiptin! :8)

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 07:22
af ZoRzEr
Vek gert. Snargeðveikur, en vel gert.

Gaman að fá svona smá unboxing þráð þegar maður sjálfur hefur verið óvirkur í smá tíma.

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 07:22
af audiophile
Uss, hefði ekkert á móti 16:10 IPS skjá og hvað þá svona Samsung :happy

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 07:26
af bulldog
Til hamingju með nýja skjáinn =D>

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 13:57
af chaplin
ZoRzEr skrifaði:Vek gert. Snargeðveikur, en vel gert.

Gaman að fá svona smá unboxing þráð þegar maður sjálfur hefur verið óvirkur í smá tíma.

Já þetta var orðið rosalega dapur flokkur - fínt að fá bump annað slægið.. ;)

audiophile skrifaði:Uss, hefði ekkert á móti 16:10 IPS skjá og hvað þá svona Samsung :happy

Já en eins og ég nefndi áður, af því sem ég best veit er þetta "bara" vandaður 8-bit IPS panel (vs. True IPS eru lámark 12-bit), samt sem áður er hann held ég alltaf skráður TN. Þarf að fara betur í þetta mál! ;)

bulldog skrifaði:Til hamingju með nýja skjáinn =D>

Takk fyrir gamli!

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 14:04
af vesi
skelfilega er þetta rosalega flott,, til lukku með skjáinn

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 15:41
af vesley
Ohh þú varst á undan með Unboxing, ég er að fara að koma með þráð í kvöld eða á morgun. :lol:

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 15:54
af chaplin
vesley skrifaði:Ohh þú varst á undan með Unboxing, ég er að fara að koma með þráð í kvöld eða á morgun. :lol:

Haha samt ekki hika við það! Bara skemmtilegra að fá fleiri unbox þræði! En varstu ss. að fá þér sama skjá?

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 16:01
af vesley
chaplin skrifaði:
vesley skrifaði:Ohh þú varst á undan með Unboxing, ég er að fara að koma með þráð í kvöld eða á morgun. :lol:

Haha samt ekki hika við það! Bara skemmtilegra að fá fleiri unbox þræði! En varstu ss. að fá þér sama skjá?


Neibb. NZXT Switch 810 svartann.

Langar reyndar rosa mikið í þennan skjá eftir að hafa lesið þennan þráð.

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 16:08
af bAZik
Til hamingju maður. Var einmit sjálfur að fá mér Dell U2412M sem er með sömu upplausn og góðan daginn hvað það er mikil uppfærsla á komandi frá Syncmaster 2253bw (sem er drasl).

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 16:31
af worghal
:droolboyMynd

nú langar mig að uppfæra minn skjá, þetta er gull fallegt eintak hjá þér :D

Re: [Unbox] Samsung SA450 - 24" LED 24" - 1920x1200

Sent: Fös 25. Maí 2012 16:51
af chaplin
vesley skrifaði:
chaplin skrifaði:
vesley skrifaði:Ohh þú varst á undan með Unboxing, ég er að fara að koma með þráð í kvöld eða á morgun. :lol:

Haha samt ekki hika við það! Bara skemmtilegra að fá fleiri unbox þræði! En varstu ss. að fá þér sama skjá?


Neibb. NZXT Switch 810 svartann.

Langar reyndar rosa mikið í þennan skjá eftir að hafa lesið þennan þráð.

Já þá unboxaru kvikindið og fáðu þér svo skjá! :japsmile

bAZik skrifaði:Til hamingju maður. Var einmit sjálfur að fá mér Dell U2412M sem er með sömu upplausn og góðan daginn hvað það er mikil uppfærsla á komandi frá Syncmaster 2253bw (sem er drasl).

Draumurinn er auðvita að eiga flottan Dell skjá enda að mínu mati flottustu IPS skjáir sem ég hef séð, til hamingju með skjáinn! :happy

worghal skrifaði::droolboyMynd


nú langar mig að uppfæra minn skjá, þetta er gull fallegt eintak hjá þér :D

Já ótrúlega stílhreinn skjár, er ennþá að kippa í hann yfir fætinum! En það er bara að safna, stykkið fæst á 69.900 kr hjá Tölvutækni og stórefast ég um að þeir geti lækkað það verð - er sjálfur, as we speak að gera pláss fyrir annað kvikindi! :twisted: