Síða 1 af 1
Smá pælingar með þráðlausann jaðarbúnað fyrir htpc
Sent: Fim 24. Maí 2012 19:09
af Eiiki
Sælir vaktarar.
Ég er núna að setja saman heimabíóvél og ætla að hafa þráðlaust lyklaborð og mús við hana. Er sniðugt að vera með mús og lyklaborð frá sitthvorum framleiðandanum og vera því með tvo móttakara? Er þá músin ekki að trufla merki fyrir lyklaborðið of öfugt? Ég er nefninlega með þráðlausa mús sem ég gæti notað en vantar lyklaborð.
Re: Smá pælingar með þráðlausann jaðarbúnað fyrir htpc
Sent: Fim 24. Maí 2012 19:22
af playman
Ég get ekki séð að það ætti að vera vandamál, nema að músin og lyklaborðið sé að senda út á sömutíðni.
Annars er líka hægt að setja bara upp
XBMC og nota Android síma sem fjarstýringu í gegnum Wifi

Re: Smá pælingar með þráðlausann jaðarbúnað fyrir htpc
Sent: Fim 24. Maí 2012 19:58
af Eiiki
playman skrifaði:Ég get ekki séð að það ætti að vera vandamál, nema að músin og lyklaborðið sé að senda út á sömutíðni.
Það er nefninlega vandamálið. Flest allar þráðlausar mýs og flest öll þráðlaus lyklaborð sýnist mér vera að senda út á 2.4GHz.
Re: Smá pælingar með þráðlausann jaðarbúnað fyrir htpc
Sent: Fim 24. Maí 2012 20:00
af AciD_RaiN
Þetta er ekkert mál sko... ég hef verið með nokkrar tegundir af músum og alltaf með þetta sama logitech lyklaborð og aldrei neitt problem

Re: Smá pælingar með þráðlausann jaðarbúnað fyrir htpc
Sent: Fim 24. Maí 2012 20:02
af Eiiki
takk fyrir þetta

Re: Smá pælingar með þráðlausann jaðarbúnað fyrir htpc
Sent: Fim 24. Maí 2012 20:23
af dori
Hlutir sem keyra á 2.4ghz trufla ekki hvern annan (nema þeir séu að brjóta gegn staðli og þá fá þeir ekki ce merkingu).
Re: Smá pælingar með þráðlausann jaðarbúnað fyrir htpc
Sent: Fim 24. Maí 2012 20:49
af kubbur
dori skrifaði:Hlutir sem keyra á 2.4ghz trufla ekki hvern annan (nema þeir séu að brjóta gegn staðli og þá fá þeir ekki ce merkingu).
the samt lent i þvi að vera með 3 hluti frà sama framleiðenda og þeir hafi interferað við hvorn annan
Re: Smá pælingar með þráðlausann jaðarbúnað fyrir htpc
Sent: Fös 25. Maí 2012 11:49
af dori
Það er alveg til að hlutir virkilega geti ekki virkað saman. Þá er hluturinn samt illa hannaður. Svo er það annað þegar það er komið rosalega margt á 2.4Ghz. Ef þú ert með nokkra þráðlausa síma, baby monitor, örbylgjuofn, 3 fjarstýrða bíla og ert að reyna að nota þráðlaust net á sama tíma.
En mig minnir að svona hlutir (þráðlaus jaðarbúnaður) sem vinna á 2.4Ghz eigi að finna sér ónotaða tíðni og vinna á henni.
Re: Smá pælingar með þráðlausann jaðarbúnað fyrir htpc
Sent: Fös 25. Maí 2012 19:58
af KermitTheFrog
Svo er náttúrulega hægt að fá ódýr þráðlaus sett með mús og lyklaborði, eða jafnvel lyklaborð með touchpad á. Mjög einfalt og þægilegt fyrir svona athafnir.