Síða 1 af 1

HDD snýst ekki

Sent: Þri 22. Maí 2012 00:10
af oskar9
Sælir, er í smá vandræðum, dag einn tók 1TB WD Black diskur, 2ja og hálfs árs að hætta að snúast, hefur látið eðlilega fram að þessu, engin hljóð eða hægvirkur eða neitt, hann bara ákvað ekki að ræsa.

Prufaði að tengja hann við aðra tölvu, inní flakkara og eitthvað.

Er ekki bara mótorinn eða hvað þetta nú er bara farið ?

það er ekkert hægt að recovera af þannig diskum er það nokkuð ? :crazy

Re: HDD snýst ekki

Sent: Þri 22. Maí 2012 00:15
af GuðjónR
Ég lenti í þessu með 2.5" fartölvudisk, þ.e. að hann bara dó.
Fékk hann bættan úr ábyrgð en tapaði auðvitað gögnunum, mér skilst að ef ég hefði keypt annan nákvæmlega eins þá hefði verið séns að fixa hann með því að svissa prentplötum, ég vildi það ekki þar sem engin merkileg gögn voru á honum.
Sel það samt ekki dýrara en ég keypti...

Re: HDD snýst ekki

Sent: Þri 22. Maí 2012 00:18
af oskar9
skil, þetta eru ekkert mikilvæg gögn, bara allt Blu-Ray draslið, súrt að missa þetta en ekkert óbætanleg...

en að öðru, eru WD Green 2TB fínir gagnadiskar til að geyma myndir og þætti eða skiptir engu máli hvað maður tekur ?

Re: HDD snýst ekki

Sent: Þri 22. Maí 2012 00:21
af KermitTheFrog
Oftast þegar diskar lenda í því að deyja bara svona allt í einu þá er eitthvað í stýringunni farið en gögnin eru alveg heil á plötunum.

Ef þetta eru mikilvæg gögn þá ráðlegg ég þér að fara til sérfræðinga.

Og prentplötuskipti á nýrri diskum eru risky þar sem diskarnir eru farnir að geyma gögn sem þeir nota til að vinna sjálfir á einskonar "minni" á prentplötunum. Gilware data recovery sýndi þetta einhvern tímann með nýlega diska sem voru nokkrum númerum frá hvor öðrum raðnúmeralega séð og diskurinn vældi eins og motherfucker þegar skipt var um plötu á honum.

Prófaðu að lykta af tengjunum á honum. Er brunalykt?

Re: HDD snýst ekki

Sent: Þri 22. Maí 2012 00:21
af GuðjónR
oskar9 skrifaði:skil, þetta eru ekkert mikilvæg gögn, bara allt Blu-Ray draslið, súrt að missa þetta en ekkert óbætanleg...

en að öðru, eru WD Green 2TB fínir gagnadiskar til að geyma myndir og þætti eða skiptir engu máli hvað maður tekur ?


Jú ég myndi halda að þeir væru fínir í gagnageymslu.

Re: HDD snýst ekki

Sent: Þri 22. Maí 2012 00:24
af oskar9
snilld takk kærlega, þetta virðist vera fullmikið vesen til að bjarga torrent disk, kaupi bara nýjan