Síða 1 af 1
Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 19:21
af machinehead
Mig langar að uppfæra skjákortið hjá mér og vantar smá
ráðleggingar. Ég er að keyra á HD4870x2, i7 og me 8GB ram.
Móðurborðið er Asus P8P67.
Mér er slétt sama um verð og merki, mig vantar bara eitthvað
sem er á á pari við vélina, og í rauninni þá má kortið alveg
vera high end því ég er nýbúinn að uppfæra allt hitt.
Basically, þá vantar mig bara eitthvað þrusufínt kort til að
keyra Diablo 3 í high res

Fyrir fam þakkir,
-MachineHead
Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 19:26
af MrIce
Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 19:27
af AciD_RaiN
Ég er með GTX 680 í ASUS Sabertooth P67 og það er alveg að skila sínu og soldið vel rúmlega það

Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 19:42
af machinehead
Flott flott, ég kíki á þetta

Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 19:44
af Kristján
mundi fá mér 670 með 4gb Vram í stað 680 með 2gb Vram
litill sem enginn munur á þessum kortum nema 2x meira ram, eða bíða eftir 680 með meira ram
Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 21:40
af Tóti
Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 21:46
af Eiiki
Kristján skrifaði:mundi fá mér 670 með 4gb Vram í stað 680 með 2gb Vram
litill sem enginn munur á þessum kortum nema 2x meira ram, eða bíða eftir 680 með meira ram
Þú græðir ekkert á því að fara úr 2GB korti í 4GB kort þótt þú sért að spila í 5760*1080 upplausn.
Ég segi GTX 680 all the way

Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 22:01
af machinehead
Hvernig er kælingin á GTX 680?
Það sem ég þoli ekki við 4870x2 er hversu mikið það hitnar og
kælingin er léleg, þar af leiðandi fer viftan alltaf á 100% við
minnstu áreynslu og því fylgir óþolandi hávaði.
Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 22:13
af Tóti
Eins og ég sagði er þessi kæling Windforce frábær.
Stillti hana á 35% fast heyrist lítið sem ekkert í henni.
Kortið að hitna í 56 til 60 gráður í kassa Haf 922 í fullri keyrslu.
Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 22:31
af Kristján
Eiiki skrifaði:Kristján skrifaði:mundi fá mér 670 með 4gb Vram í stað 680 með 2gb Vram
litill sem enginn munur á þessum kortum nema 2x meira ram, eða bíða eftir 680 með meira ram
Þú græðir ekkert á því að fara úr 2GB korti í 4GB kort þótt þú sért að spila í 5760*1080 upplausn.
Ég segi GTX 680 all the way

það væri ekki til 4gb kort ef þú mundir ekki græða á því.
á framtíðina litið þá eru leikir að vara stærri og stærri uplausn og miklu meira texture og fíneri = þarft meira ram.
þar sem hann er örugglega ekki með triple monitor þá er 680 nóg svosem
Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Fös 18. Maí 2012 23:06
af AciD_RaiN
machinehead skrifaði:Hvernig er kælingin á GTX 680?
Það sem ég þoli ekki við 4870x2 er hversu mikið það hitnar og
kælingin er léleg, þar af leiðandi fer viftan alltaf á 100% við
minnstu áreynslu og því fylgir óþolandi hávaði.
Ég er með mitt overclockað í drasl og með það í 100% vinnslu allan sólarhringinn í 61°C og er með viftuna stillta þannig að hún fer jafn hátt í prósentum og hitastigið er þannig hún er í 61% snúningi og það heyrist nú ekki mikið í henni

Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Mán 21. Maí 2012 10:08
af machinehead
Glæsilegt, þá verður 680 líklegast fyrir valinu

Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Mán 21. Maí 2012 10:48
af Tiger
machinehead skrifaði:Glæsilegt, þá verður 680 líklegast fyrir valinu

Vel gert, aldrei líður manni betur en þegar maður er kominn með skjákort uppá 0,1 milljón í vélina sína.........can't beat the feeling

Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Mán 21. Maí 2012 10:54
af jericho
machinehead skrifaði:Hvernig er kælingin á GTX 680?
Það sem ég þoli ekki við 4870x2 er hversu mikið það hitnar og
kælingin er léleg, þar af leiðandi fer viftan alltaf á 100% við
minnstu áreynslu og því fylgir óþolandi hávaði.
Ég setti saman "
hljóðlausa tölvu" í mars s.l. þar sem ég skoðaði einmitt hávaða- og hitatölur í drasl. Hljóð var sett í fyrsta forgang, en afköst voru hins vegar sett í annan forgang. Ég endaði með að kaupa mér
MSi 560GTX-Ti og það er að spila D3 í hæstu gæðum (1900x1200) eins smooth og rassinn á nýfæddu barni. Auðvitað fer viftan í gang í svoleiðis áreynslu, en í venjulegri keyrslu (ritvinnsla/internet) þá heyrist ekki múkk í því. Skoðaðu endilega linkinn sem ég vísa á, í buildinu mínu.
Ef þú ert ekki að leita eftir BESTA kortinu og vilt fá meira bang-for-the-buck, þá mælti ég eindregið með þessu korti.
Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Mán 21. Maí 2012 17:39
af machinehead
jericho skrifaði:machinehead skrifaði:Hvernig er kælingin á GTX 680?
Það sem ég þoli ekki við 4870x2 er hversu mikið það hitnar og
kælingin er léleg, þar af leiðandi fer viftan alltaf á 100% við
minnstu áreynslu og því fylgir óþolandi hávaði.
Ég setti saman "
hljóðlausa tölvu" í mars s.l. þar sem ég skoðaði einmitt hávaða- og hitatölur í drasl. Hljóð var sett í fyrsta forgang, en afköst voru hins vegar sett í annan forgang. Ég endaði með að kaupa mér
MSi 560GTX-Ti og það er að spila D3 í hæstu gæðum (1900x1200) eins smooth og rassinn á nýfæddu barni. Auðvitað fer viftan í gang í svoleiðis áreynslu, en í venjulegri keyrslu (ritvinnsla/internet) þá heyrist ekki múkk í því. Skoðaðu endilega linkinn sem ég vísa á, í buildinu mínu.
Ef þú ert ekki að leita eftir BESTA kortinu og vilt fá meira bang-for-the-buck, þá mælti ég eindregið með þessu korti.
Ég er ekkert endilega að leita eftir hljóðlátu korti, bara einhverju lágværara en 4870x2. Það kort fer í 100% við minnstu áreynslu og helst þar.
Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Mán 21. Maí 2012 18:56
af Nitruz
Það benda allir strax á dýrustu og flottustu kortin
Ef þú átt 0.1 kúlu inná reikning fyrir uppfærslu þá því ekki.
En það þarf nú ekkert skrímsli til að keyra þennan leik í hæstu gæðum.

Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Mán 21. Maí 2012 19:48
af vikingbay
Kristján skrifaði:Eiiki skrifaði:Kristján skrifaði:mundi fá mér 670 með 4gb Vram í stað 680 með 2gb Vram
litill sem enginn munur á þessum kortum nema 2x meira ram, eða bíða eftir 680 með meira ram
Þú græðir ekkert á því að fara úr 2GB korti í 4GB kort þótt þú sért að spila í 5760*1080 upplausn.
Ég segi GTX 680 all the way

það væri ekki til 4gb kort ef þú mundir ekki græða á því.
á framtíðina litið þá eru leikir að vara stærri og stærri uplausn og miklu meira texture og fíneri = þarft meira ram.
þar sem hann er örugglega ekki með triple monitor þá er 680 nóg svosem
Þarft ekkert meira ram en þetta, þegar maður fer að þurfa meira í framtíðinni verður þetta orðið úrelt og ný skjákort komin á markað

Re: Ráðleggingar V/Skjákortsuppfærslu
Sent: Mið 23. Maí 2012 19:56
af machinehead
Nitruz skrifaði:Það benda allir strax á dýrustu og flottustu kortin
Ef þú átt 0.1 kúlu inná reikning fyrir uppfærslu þá því ekki.
En það þarf nú ekkert skrímsli til að keyra þennan leik í hæstu gæðum.

Hmm... Good point, það er kannski óþarfi að vera að kaupa 100k kr kort þar sem ég
er eflaust ekki að fara að spila neitt annað en Diablo 3, Old Republic og kannski Civ.