Síða 1 af 1

DELL 1525 bilun

Sent: Fim 17. Maí 2012 09:40
af ColdIce
Daginn.
Ég er með eina Dell 1525 á heimilinu sem ákvað að "deyja" í morgun og þurfti því auðvitað að vekja mig!! :mad Konan vildi meina að skjárinn væri dauður en ég hef aðra kenningu.
Í örugglega 1-2 ár hefur verið svaka læti í harða disknum(eins og hann sé að keyra ósmurður eða eitthvað). Þegar ég starta henni þá kemur DELL logo strax og eitthvað loading bar þar, og áður en hún skiptir yfir í Windows 7 loading dæmið þá verður skjárinn svartur og hún verður alveg hljóðlát....er þetta ekki bara harði diskurinn að gefast upp?

Takk takk!

Re: DELL 1525 bilun

Sent: Fim 17. Maí 2012 09:46
af ORION
Þetta er ekki Skjárinn ef þú færð Dell logoið :face

Ég myndi gíska á HDD, Getur prufað að setja hann í aðra tölvu og athugað statusinn á honum.

Annars ef þú ferð með hann uppí tölvuvirkni og spyrð þá fallega, þá eru þeir öruglega tilbúnir að gera þetta fyrir þig, Tekur ekki nema 20 sekúndur.

Re: DELL 1525 bilun

Sent: Fim 17. Maí 2012 09:47
af ColdIce
ORION skrifaði:Þetta er ekki Skjárinn ef þú færð Dell logoið :face

Ég myndi gíska á HDD, Getur prufað að setja hann í aðra tölvu og athugað statusinn á honum.

Annars ef þú ferð með hann uppí tölvuvirkni og spyrð þá fallega, þá eru þeir öruglega tilbúnir að gera þetta fyrir þig, Tekur ekki nema 20 sekúndur.


Neinei, konan vildi meina það :face

Er Tölvuvirkni ekki með ókeypis bilanagreiningu? Minnir það..

Re: DELL 1525 bilun

Sent: Fim 17. Maí 2012 09:51
af lukkuláki
Það er ekki ólíklegt sérstaklega ef þú hefur orðið var við hávaða í honum nýlega.
Þetta er örugglega ekki skjárinn úr því að DELL logoið kemur eðlilega upp hjá þér, kemstu í BIOS ? <F2>
Sérðu diskinn í BIOS ? Ef ekki þá er þetta örugglega diskurinn.

Skjákortin hafa átt það til að fara í þessum vélum og því miður þá lýsir það sér svipað og þú ert að segja hávaðinn gæti hafa komið frá kæliviftunni
þá gæti það verið farið og diskurinn í lagi.

Prófaðu þetta .. haltu inni Fn takkanum og ræstu vélina.
Þá fer hún í diagnostic test mode láttu það rúlla.
Ef hún fer strax að pípa í Hard Drive DST short test þá þarftu ekki að prófa meira þá er diskurinn farinn (Gjarna 2000-0142 Error Code)
Mynd
Ef hún heldur áfram þá kemur hún kemur með litarendur þvert yfir allan skjáinn og pípar ýttu þá á Y
Þá heldur hún áfram og fer í minnistest ofl.
Ef eitthvað er að þá ætti hún að koma með FAIL á það ef ekki þá er þetta líklega skjákort (móðurborð)

Re: DELL 1525 bilun

Sent: Fim 17. Maí 2012 09:53
af ColdIce
lukkuláki skrifaði:Það er ekki ólíklegt sérstaklega ef þú hefur orðið var við hávaða í honum nýlega.
Þetta er örugglega ekki skjárinn úr því að DELL logoið kemur eðlilega upp hjá þér, kemstu í BIOS ? <F2>
Sérðu diskinn í BIOS ? Ef ekki þá er þetta örugglega diskurinn.

Skjákortin hafa átt það til að fara í þessum vélum og því miður þá lýsir það sér svipað og þú ert að segja hávaðinn gæti hafa komið frá kæliviftunni
þá gæti það verið farið og diskurinn í lagi.

Prófaðu þetta .. haltu inni Fn takkanum og ræstu vélina.
Þá fer hún í diagnostic test mode láttu það rúlla.
Ef hún fer strax að pípa í Hard Drive DST short test þá þarftu ekki að prófa meira þá er diskurinn farinn
Ef hún heldur áfram þá kemur hún kemur með litarendur þvert yfir allan skjáinn og pípar ýttu þá á Y
Þá heldur hún áfram og fer í minnistest ofl.
Ef eitthvað er að þá ætti hún að koma með FAIL á það ef ekki þá er þetta líklega skjákort (móðurborð)


Takk kærlega fyrir þetta! :) Hún keyrði sig upp núna en ég prófa þetta á eftir!

Re: DELL 1525 bilun

Sent: Fim 17. Maí 2012 12:28
af Gislinn
lukkuláki skrifaði:Skjákortin hafa átt það til að fara í þessum vélum og því miður þá lýsir það sér svipað og þú ert að segja hávaðinn gæti hafa komið frá kæliviftunni
þá gæti það verið farið og diskurinn í lagi.


Flott svar hjá lukkuláka en til að commenta aðeins á þessa settningu hjá honum:
Það er mjög algengt að fólk þrífi ekki rykið úr kæliviftunni á tölvunni sem veldur því að tölvan keyri á meiri hita (þar sem loftflæði er takmarkað), Dell 1525 er þannig uppbyggð að mikil hiti myndast í kringum skjákortið ef mikið ryk er í viftunni sem getur valdið því að skjákortið ofhitni og þar með skemmist það (og þá þarf að skipta um móðurborð í tölvunni, nema menn séu mjög færir á lóðboltanum :guy ).

Prufaðu að hreinsa rykið frá viftunni og sjáðu hvort að hljóðið minnki. :happy