Síða 1 af 1

Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 14:00
af Varasalvi
Halló. Eins og titillinn seigir þá er ein viftan á 6970 frá gigabyte (3x fan) svolítið stíf, hún snýst mikið hægar en hinar tvær þegar kortið er í gangi.

Vitiði hvernig það á að gera við þetta, eitthvað spray kannski eða eitthvað annað?
Vantar kannski fleirri upplýsingar frá mér? Seigið ef svo :)

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 15:29
af Kristján
buinn að ganga úr skugga um að það eigi ekki að vera svona? kannski keyrist hún upp í keyrslu.

er það þegar það er idle eða í keyrslu?
er hún stýf þegar þú snýrð henni sjálfur með puttunum?
virðist hún eitthvað skökk?

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 19:04
af Ulli
WD40 ætti að geta reddað þessu fyrir þig.

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 19:06
af Eiiki
Ulli skrifaði:WD40 ætti að geta reddað þessu fyrir þig.

Ekki mæli ég með því að setja WD40 á viftur

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 19:07
af vesley
MSI Afterburner og stilla vifturnar í 100% og reyna að sjá hvort þær snúast jafn hratt þá.

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 19:36
af AciD_RaiN
Eiiki skrifaði:
Ulli skrifaði:WD40 ætti að geta reddað þessu fyrir þig.

Ekki mæli ég með því að setja WD40 á viftur

Feiti er best. Er ekki alveg viss með hvaða feiti en ég veit til þess að einhverjir hafa notað bara örlítið af koppafeiti með góðum árangri :P

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 20:07
af FreyrGauti
Er skjákortið í ábyrgð?

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 20:46
af Varasalvi
Kristján skrifaði:buinn að ganga úr skugga um að það eigi ekki að vera svona? kannski keyrist hún upp í keyrslu.

er það þegar það er idle eða í keyrslu?
er hún stýf þegar þú snýrð henni sjálfur með puttunum?
virðist hún eitthvað skökk?


Ég var að rik hreinsa kortið þegar ég tók eftir þessu. Þá prófaði ég að ýta í hana og fann að hún var stíf, svo þetta er ekki stillingar atriði heldur er hún bara stíf.

FreyrGauti skrifaði:Er skjákortið í ábyrgð?


Jú, 1 ár eftir í ábyrgð, en ég var að vonast til að geta reddað þessu sjálfur.

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 20:50
af Moquai
berja smá í hana, virkar með 90% af hlutum í heiminum, keep the pimp hand strong

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 21:34
af Kristján
ef hún er í ábyrgð þá láta þá skoða þetta áður en þú gerir eitthvað sem voidar hana

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Mið 16. Maí 2012 22:17
af FreyrGauti
Ef þú reynir að "redda" þessu sjálfur þá fyrniru ábyrgðina, be smart og farðu með það á verkstæði.

Re: Ein viftan á 6970 er stíf, hvað á að gera?

Sent: Fim 17. Maí 2012 12:58
af Varasalvi
FreyrGauti skrifaði:Ef þú reynir að "redda" þessu sjálfur þá fyrniru ábyrgðina, be smart og farðu með það á verkstæði.


Jú ég held ég geri það.

Þakka öllum fyrir svörin :)