Seagate Green vs venjulegur?


Höfundur
steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Seagate Green vs venjulegur?

Pósturaf steinarorri » Lau 12. Maí 2012 11:57

Sælir, er að byggja server vél fyrir heimilið og var að velta því fyrir mér hvort það væri mikill hraðamunur á þessum tveim diskum og hvort það skipti miklu máli í server setupi á Gbit lani? Hvorn diskinn mynduð þið taka?

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1984
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7764



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Seagate Green vs venjulegur?

Pósturaf lukkuláki » Lau 12. Maí 2012 12:06

steinarorri skrifaði:Sælir, er að byggja server vél fyrir heimilið og var að velta því fyrir mér hvort það væri mikill hraðamunur á þessum tveim diskum og hvort það skipti miklu máli í server setupi á Gbit lani? Hvorn diskinn mynduð þið taka?

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1984
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7764


Ég myndi ekki taka 5900 rpm disk ef það þarf að vera gott performance á þessu en ef þetta er bara gagnageymsla þá sennilega myndi ég taka green


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Seagate Green vs venjulegur?

Pósturaf toybonzi » Lau 12. Maí 2012 12:10

7200 snúninga diskinn án hiks!

Ég held að flestir diskaframleiðendur séu að fara að snúa bakið við þessari "green" vitleysu þar sem að þeir áttuðu sig á því að orkusparnaðurinn sem að þeir voru að ná fram með grænu diskunum tapaðist margfalt í þeim tíma sem að fólk þarf að bíða vegna mun hægari diskaafkasta! :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2365
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Seagate Green vs venjulegur?

Pósturaf GuðjónR » Lau 12. Maí 2012 12:25

Ég tæki hiklaust lægri snúning ef ég væri að nota diskinn sem gagnageymslu, en hraðari diskinn ef það væri system eða önnur vinnsla.
Og þá er ég ekki að hugsa það út frá rafmagnseyðslu enda eyða diskar svo litlu hvort sem er.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2181
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 198
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Seagate Green vs venjulegur?

Pósturaf DJOli » Lau 12. Maí 2012 16:32

Ég tæki persónulega Western Digital Black diska, pantaða hjá att.is
Af hverju Black í stað venjulegra?
5 ára verksmiðjuábyrgð, that's why.
Venjulegum hörðum diskum fylgir bara standard tveggja ára ábyrgð, eftir þann tíma ertu "fökkd".


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|2tb Samsung 990 Evo Plus nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3873
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 276
Staða: Ótengdur

Re: Seagate Green vs venjulegur?

Pósturaf Tiger » Lau 12. Maí 2012 17:44

DJOli skrifaði:Ég tæki persónulega Western Digital Black diska, pantaða hjá att.is
Af hverju Black í stað venjulegra?
5 ára verksmiðjuábyrgð, that's why.
Venjulegum hörðum diskum fylgir bara standard tveggja ára ábyrgð, eftir þann tíma ertu "fökkd".


Sorry off topicið....

En er það bara mér sem finnst það.....eða talaru stundum alveg í hringi??

DJOli skrifaði:Bara að benda þér strax á það þar sem þú ert hálfgerður byrjandi í svona löguðu.

@tt.is er alveg fín búð, en hún hentar best fyrir tvo hópa af fólki;
Aðila sem vita mjög mikið um tölvur.
Aðila sem vita mikið um tölvur, og kaupa þær dýrar.

Aðrir eiga minni séns á að fá hlutum með litla galla skipt út.

Það eru líkur á því að ef þú sendir til þeirra borðtölvu sem kostaði yfir 200.000kr.- að þeir skipti um alla íhluti vegna vanþekkingar.

Þá myndi ég mæla með Kísildal fyrir alla byrjendur, með heppni geturðu fengið að fylgjast með þeim og kannski spurt um hitt og þetta, þar að segja ef ekki er allt á bólakafi hjá þeim.

Ég mynda mitt álit eftir 8 ára viðskipti við att.is sem fara nú að enda.


En back on topic, fyrir heimaserver tæki ég þann disk sem heyrist minnst í og hittnar minnst. Semsagt 5900 snúninga diskinn.