Síða 1 af 1

Gott Móbo, minni og skjákort við i7 3770K - HJÁLP!

Sent: Fös 11. Maí 2012 14:10
af Boomerang
Er á leiðinni til USA og ætlaði að kaupa íhluti til að uppfæra gamla hróið. Geri mér grein fyrir því að fátt verður í raun notað úr gamla hróinu nema kassinn og psu.

Langaði til þess að vita hvort einhverjir hér gætu gefið góð ráð með valið á móðurborði, minni og jafnvel í hvaða skjákorti eru "bestu kaupin". Tólið verður notað að mestu fyrir leikjaþörfina á heimilinu með viðeigandi kröfum. Peningar eru factor, en þó ekki svo að ég vilji kaupa eldri tækni sem verður skapi flöskuháls í heildarmyndinni.

i7 3770K er það eins sem ég er búinn að negla niður, annað þarf að passa við hann.

Fyrirfram þakkir fyrir góð ráð!

Boomerang

Re: Gott Móbo, minni og skjákort við i7 3770K - HJÁLP!

Sent: Fös 11. Maí 2012 14:29
af Tiger
Ég held að GTX 670 kortin séu lang besta bang for the buck í dag, en ekki auðvelt að nálgast þau (samt auðveldara en 680 kortin).

Móðurborð = Gigabyte, ASUS, EVGA....can't go wrong og spurning um hvaða fídusa þú vilt í raun.

Minni= Mushkin, Gskill og Corsair.

Hvar ætlaru að versla þetta? Ég var úti um daginn og lennti í tómum vandræðum að reyna að versla og nota íslenskt kreditkort og senda innan US.

Og afhverju 3770 umfram 3820 t.d.? (Er intel ekki búð að viðurkenna að það sé vandræði með hita ofl á Ivy Bridge)

Re: Gott Móbo, minni og skjákort við i7 3770K - HJÁLP!

Sent: Fös 11. Maí 2012 16:00
af Boomerang
Hafði ekki heyrt af þessu hitavandamáli á Ivy. Sem sagt, betri kostur að kaupa 3820K?

Hvaða Asus/Gigabyte/EVGA borð væru mest bang for the buck? Möguleikinn á SLi/Crossfire þarf að vera til staðar, að öðru leiti nýjustu diskastýringar, usb3 etc. Auðvelt í OC.
Sama með minnið, gott í OC.

Re: Gott Móbo, minni og skjákort við i7 3770K - HJÁLP!

Sent: Fös 11. Maí 2012 16:09
af Boomerang
Varðandi spurninguna hvar ég ætli að kaupa, þá hef ég aldrei lent í vandræðum með amazon.com. Newegg er hinsvegar tómt vesen nema þú eigir amrískt kreditkort. Mér hefur sýnst á öllu að amazon sé oftast með mjög svipaða, jafnvel betri prísa en newegg.