Álit á tölvukaupi


Höfundur
kalliconker
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 02. Maí 2012 17:18
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Álit á tölvukaupi

Pósturaf kalliconker » Mið 02. Maí 2012 17:32

Sælt veri fólkið
Ég er nú að spá í að kaupa mér tölvu á svona sirka 130þús helst ekki mikið meira en það, sá þessa http://kisildalur.is/?p=2&id=1988
Er bara spá hvort þið vitið um eitthver betri tilboð einhverstaðar annarstaðar eða hvort þessi kassi sé ekki bara málið.
Og er eitthvað í þessu tilboði sem mæti uppfæra til að spila þessa nýjustu leiki almennilega sem eru á markaðnum í dag?

Væri mjög sáttur um álit eitthverja sem eru fróðir í þessum málum, er sjálfur svo mikill dúfus þegar kemur af því að velja nýja tölvu :p
Takk takk.




Höfundur
kalliconker
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 02. Maí 2012 17:18
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Álit á tölvukaupi

Pósturaf kalliconker » Fös 04. Maí 2012 10:58

Upp



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Álit á tölvukaupi

Pósturaf ponzer » Fös 04. Maí 2012 11:11

Færi frekar í i5 2500k fyrir sama pening, þessu er raðað saman hjá Att.is (að vísu vantar inn geisladrif, hver þarf það í dag ? )


Intel Core i5 2500K 3.3GHz
Quad Core með 6MB cache, 32nm, með skjástýringu, Retail
34.750.-

Asus P8Z77-V LX
Intel Z77, 4xDDR3, 4xSATAII, 2xSATA3, 4xUSB3, 2xPCI-E 16X Crossfire og LucidLogix, GB lan, 7.1 hljóð
23.950.-

600W Corsair CX600 aflgjafi
góður og hljóðlátur
12.950.-

CoolerMaster Elite 335U
flottur og nettur turnkassi án aflgjafa
7.950.-

ASUS HD7770-DC-1GD5
1GB 4600MHz DDR5, 1020MHz Core, DVI, DisplyPort, HDMI, PCI-E
28.950.-

Corsair 1333MHz 8GB (2x4GB) ValueSelect
240pin CL9 minni með lífstíðarábyrgð
7.750.-

500GB, Seagate
SATA3 6Gb/s, 16MB cache, 7200rpm
14.450.-

Alls. 130.750.-


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Álit á tölvukaupi

Pósturaf capteinninn » Fös 04. Maí 2012 11:13

Ég keypti mína forsamsetta hjá Kísildal á sínum tíma og get ekki sagt annað en að ég sé gífurlega ánægður.

Þótt ég þekki ekki alveg hvort þessir speccar séu alveg málið þá get ég sagt að ég spurði hérna á vaktinni og þeir bjuggu til tölvu fyrir mig sem kostaði nánast alveg það sama og það kostaði hjá Kísildal og þar fékk ég hana uppsetta fyrir




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Álit á tölvukaupi

Pósturaf Tbot » Fös 04. Maí 2012 11:53

Þetta er spurning um AMD eða Intel örgjörva.

Þetta er flott fullyrðing hjá Kísildal.

"knúið áfram af fullkomnum aflgjafa" = Tacens Radix V 550W

:-k




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Tengdur

Re: Álit á tölvukaupi

Pósturaf Klemmi » Fös 04. Maí 2012 11:54

Ef ég á að skipta mér af, þá skil ég ekki hvernig verzlanir og menn hér á spjallinu geta réttlætt það að nota AMD HD7770 kortið svona mikið í tilboð og uppástungur að samsetningum...

Þetta kort er langt frá sama price/performance og GTX560, en það munar aðeins um 3þús krónum á þeim (um 10% af verði kortsins) en í afköstum oftast í kringum 20-30% en í sumum öfga tilfellum allt upp í 100%. Auk þess sem að ég skil ekki þann hugsunarhátt að horfa aðeins á hlutfallið af verði kortsins en ekki hlutfallið af heildarverði tölvunnar þegar verið er að velja skjákort í tölvu sem er aðallega hugsuð til leikjanotkunar.

Ég hef þurft að halda aftur af mér að hrauna ekki yfir t.d. Tölvutek hér á spjallinu þar sem það er víst ekki við hæfi fyrir starfsmann annarar tölvuverzlunar.

EEEEEN ef við skoðum t.d. þetta "3D MONSTER", "Ótrúlega öflugur leikjaturn sem hlaðinn er allri nýjustu tækni, Core i7 örgjörva, 16GB minni og ofur öflugu ATI HD7770 OC HD3D skjákorti"

Við erum að tala um turn á 220þúsund krónur.

Hvað er HD7770 að gera í þessu tilboði? Hvernig er hægt að réttlæta það í svona dýrri vél?
Hvað er 2TB LOW POWER, 5400 eða 5900rpm diskur að gera í ÞRÍVÍDDAR SKRÍMSLI?
Af hverju eru þeir að eyða pening í 16GB af vinnsluminni þegar 8GB yrðu ALDREI flöskuháls í neinum tölvuleik með þennan vélbúnað í kring?

Afsakaðu að ég sé að pústa hér á þræðinum þínum, en vil bara benda fólki á að skella sér ekki á samsett tölvutilboð hjá verzlunum í blindni, það er því miður ekki hægt að treysta því að tölvurnar séu settar saman með hag viðskiptavina í huga :oops:

Mitt mat:
Farðu í Intel örgjörva
Taktu GTX560 og mögulega móðurborð og aflgjafa sem styðja að taka við öðru slíku korti seinna meir í SLI. Vandaður 550-600W aflgjafi ætti að vera nóg fyrir það.

Bætt við*
Ég gleymdi að minnast á uppáhaldið mitt hjá Tölvutek, "Ný kynslóð öflugra leikjaturna með öflugri 4ra kjarna örgjörva ásamt öflugum Radeon skjákjarna".
Öflugur leikjaturn með innbyggðri HD6530D skjástýringu... fyrir þá sem minna vita, þá er er hún flott fyrir 7-8 ára gamla leiki, en spilar ekki neina af nýrri leikjunum í algengri skjáupplausn né með details/gæði í neinu öðru en lægstu stillingum.


Starfsmaður Tölvutækni.is