Síða 1 af 1

Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Fös 27. Apr 2012 20:34
af greatness
Sæl öllsömul.

Ég var að versla mér nýja vél og var að hoppa úr Windows XP sem var á gömlu vélinni í Windows 7 á nýju vélinni.

Gamla vélin var tengd bæði í tölvuskjá og í HDTV. Ég keyrði þá hljóð úr skjákortinu með HDMI kapalnum í HDTV og keyrði jafnframt hljóð í tölvuhátalara og í heyrnartól. Það var ekkert mál að keyra út hljóð bæði úr hljóðkorti móðurborðins á sama tíma og ég keyrði hljóð út úr HDMI tengingu á skjákortinu í HDTV.

Þetta virðist ekki vera mögulegt í nýja vélinni sem er með Windows 7. Þar verð ég að velja hvort ég vilji keyra út hljóðið úr hljóðkorti móðurborðsins eða skjákortinu í HDTV, ég get ekki keyrt hljóðið úr báðum á sama tíma. Er þetta stillingarvandamál sem hefur farið fram hjá mér eða er þetta vandamál tengd vélbúnaði eða stýriskerfi.

Mér finnst það furðulegt að þetta sé hægt í gamalli vél með gömlu stýriskerfi en ekki í glænýrri vél með windows 7.

Með von um góð svör.

Bestu kveðjur.
Daníel.

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Fös 27. Apr 2012 22:20
af Domnix
Heill og sæll.
Þetta hefur ekkert með stýrikerfið að gera, heldur driverinn fyrir skjákortið og hvort skjákortið hafi getu til að spila hljóð frá hljóðkorti. Það er mismunandi eftir skjákortum hvernig þetta er gert, lenti sjálfur í því að þurfa tweaka driverinn og reinstalla honum til að segja tölvuni að senda hljóðið úr tveimur mismunandi tengjum. Finndu út hvaða skjákort þú ert með og kynntu þér hvort það getur flutt hljóð yfir HDMI tengið, ef ekki get ég sýnt þér hvernig ég breytti drivernum.

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Fös 27. Apr 2012 22:59
af mundivalur
Ef þú ert að nota td.vlc þá verður þú bara að breyta output í hdmi :svekktur

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Fös 27. Apr 2012 23:25
af Domnix
eða það \:D/ hitt virkaði fyrir mig ;)

*edit*
Þurfti að gera það því það kom ekkert HDMI output í playback, var með show disabled devices :/
þarft annars bara að fara í control panel, sound, show disabled devices og enabla HDMI ;)

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Lau 28. Apr 2012 00:53
af greatness
Sælir og takk fyrir svörin.

Vandamálið er ekki það sem þið bendið á. Ég get fengið hljóð ásamt mynd úr HDMI tenginu á skjákortinu og áfram í sjónvarpið.

Vandamálið er að í gömlu vélinni gat ég keyrt hljóð og mynd í gegnum hdmi útganginn á skjákortinu, sem var GTS250 kort, í sjónvarpið og samtímis því gat ég líka keyrt hljóð í tölvuhátalara í gegnum hljóðkortið á móðurborðinu. Semsagt hljóðmerkið fór samtímis í gegnum HDMI out tengið á skjákortinu og tengin á hljóðkortinu sem var á móðurborðinu. Gamla vélin var að keyra á XP.

Mér tekst hinsvegar ekki að framkalla þetta samtímis með nýjum vélbúnaði. Í Windows 7 þá virðist stýriskerfið einungis vilja leyfa mér að keyra út hljóðið annaðhvort í gegnum hljóðkortið sjálft og þar með tölvuhátalaranna eða í gegnum skjákortið og þar með í gegnum sjónvarpið. Windows 7 virðist ekki geta boðið upp á að keyra hljóðið út samtímis frá bæði skjákortinu og hljóðkortinu.

Mér finnst það töluvert skref aftur á bak ef þetta er reyndin en það væri gaman að fá að vita af hverju þetta er svona.

Bestu kveðjur.
Daníel.

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Lau 28. Apr 2012 01:50
af Oak

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Lau 28. Apr 2012 01:56
af kizi86
velur áhveðið mediaplayer forrit og hefur það stillt á hdmi hljóð outputtið, en hefur samt stillt á venjulega hljóðoutput í stýrikierfinu (default output) sem hátalarana/heyrnartólin..

þá á sá mediaplayer að outputta hljóði i hdmi tengið, en allt annað fer yfir í hátalarana/heyrnartólin

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Lau 28. Apr 2012 01:59
af Oak
kizi86 skrifaði:velur áhveðið mediaplayer forrit og hefur það stillt á hdmi hljóð outputtið, en hefur samt stillt á venjulega hljóðoutput í stýrikierfinu (default output) sem hátalarana/heyrnartólin..

þá á sá mediaplayer að outputta hljóði i hdmi tengið, en allt annað fer yfir í hátalarana/heyrnartólin


Vildi hann samt ekki hafa sama hljóðið samtímis?

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Lau 28. Apr 2012 02:49
af greatness
Takk fyrir svörin.

Ég hef fundið svarið. Þetta er vísvitandi stillt svona af Microsoft vegna höfundarréttar skilst mér. Þetta var hægt í XP en með tilkomu Windows Vista var þessari hömlun vísvitandi komið fyrir og hefur haldið sér í Windows 7.

En Kizi86, veistu hvernig ég á að stilla þetta sem þú lýstir í t.d. VLC?

Bestu kveðjur og kærar þakkir fyrir svörin.
Daníel.

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Lau 28. Apr 2012 08:48
af Oak
Virkaði ekki það sem ég benti þér á?

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Lau 28. Apr 2012 19:47
af greatness
Sælir Oak,

Jú, virkaði mjög vel, takk kærlega fyrir:)

Bestu kveðjur.
Daníel.

Re: Hljóð með HDMI og úr Móðurborði

Sent: Lau 28. Apr 2012 20:04
af Oak
Ekkert mál :D