Síða 1 af 1

Ráðleggingar varðandi BackUp

Sent: Fim 26. Apr 2012 16:30
af karvel
Ég var að velta fyrir mér hvað væri best að gera varðandi að taka BackUp af tölvu. Er HDD og USB3 tengjanleg hýsing besti kosturinn? Hvað ætli sé eðlilegt að taka stóran disk fyrir svona BackUp (500GB)?
Geta vaktarar ráðlagt eitthvað?

Re: Ráðleggingar varðandi BackUp

Sent: Fim 26. Apr 2012 16:38
af dabbiso
Persónulega myndi ég fjárfesta í NAS,það er ekkert svo dýrt

http://en.wikipedia.org/wiki/Network-attached_storage

Re: Ráðleggingar varðandi BackUp

Sent: Fim 26. Apr 2012 17:10
af SteiniP
Ef þetta er mikið magn af gögnum sem eru að uppfærast reglulega, þá er best að smíða/kaupa einhversskonar nas sem er alltaf í gangi og vera með sjálfvirkar afritanir.
Annars er allt í lagi að nota bara flakkara í þetta. Hann þarf bara að vera nógu stór fyrir gögnin sem þú ætlar þér að gera backup af.

Re: Ráðleggingar varðandi BackUp

Sent: Fim 26. Apr 2012 18:04
af Tiger
Og ef gögnin hafa mikilvægt gildi í þínum augum og vilt tryggja þau fyrir eldsvoða eða hverju sem getur gerst fyrir flakkara eða NAS sem er heima hjá þér þá fær maður sér offsite backup.http://www.crashplan.com/

Re: Ráðleggingar varðandi BackUp

Sent: Fim 26. Apr 2012 18:25
af Hjaltiatla
SATA Revision 3 = 6GBits/sec = 600MBytes/sec Vs USB 3 - 5Gbits/sec
http://en.wikipedia.org/wiki/Sata#Revisions

Þá er E-sata hraðvirkara en usb3 (getur keypt e-sata hýsingu ef það hentar)