Síða 1 af 1

Tengja saman HDDS?

Sent: Fim 19. Apr 2012 23:16
af halldorjonz
Hi

Á semsagt 1 TB Samsung (disk1) núna, og ég er með fullt að efni á honum sem ég er búinn að vera safna frá 2007-2012, og það væri nú hrikalegt ef hann myndi allt
í einu crasha, þar sem hann er keyptur svona 08-09 og orðinn smá gamall þá gæti það alveg gerst eins og alltaf reyndar..

En allavega það sem ég var að spá, ef ég myndi kaupa mér annan 1 TB Samsung(disk2), gæti ég þá tengt þá svona saman eða eitthvað,
þannig að það væri alltaf það sama inná þeim, t.d. þegar ég myndi eyða eitthverju útaf disk1 þá myndi það fara útaf disk2 og þegar ég myndi
downloada eða copya fæl yfir á disk1 þá myndi hann koma líka á sama tíma yfir á disk2 þannig ef disk1 myndi crasha þá er það alltaf til staðar á disk2 t.d.

Og ef þetta er hægt sem ég er að tala um, þarf það þá alltaf að vera frá sömu framleiðindum, eða má það vera samung&seagate bæði 1tb t.d.

Takk

Re: Tengja saman HDDS?

Sent: Fim 19. Apr 2012 23:19
af Domnix
mirrorar bara diskinn... er umræða um mirror forrit hérna á vaktinni

edit: umræðan um speglun hér: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=27&t=46883

Re: Tengja saman HDDS?

Sent: Fim 19. Apr 2012 23:21
af AntiTrust
Búinn að vera að safna í 5 ár, og bara 1TB? Djöfull ertu nægjusamur :)

Langsniðugast fyrir þig að fá þér annan eins disk, og búa til RAID1 diskstæðu, þ.e. speglaða stæðu. Það sem fer á einn disk, fer á báða, ásamt öllum öðrum aðgerðum. Ef annar hrynur, heldur volume-ið áfram að vera starfhæft, setur annan eins disk og í og lætur stæðuna endurbyggja sig, ekkert gagnatap.

Þyrftir samt að verða þér úti um disk til að geyma efnið á meðan þú býrð til RAID-ið, þar sem þeir diskar sem búa til RAIDið eru formattaðir við slíkt, og þurfa því að vera tómir. Þarft líka að finna hentuga leið til að sjá um stæðuna, annaðhvort hardware controller eða software - En þú ættir að geta fundið hardware controllera fyrir bara 2 diska í R1 mjög ódýrt, meira segja hérna heima.

Re: Tengja saman HDDS?

Sent: Fim 19. Apr 2012 23:27
af mundivalur
Ef þetta er ljósmyndir og fjölskyldu dót þá er gott að hafa þetta á 2 stöðum, nýr hdd getur alveg hrunið :D

Re: Tengja saman HDDS?

Sent: Fim 19. Apr 2012 23:32
af halldorjonz
Hehe já, ég eyði alltaf eiginlega öllum þáttum og bíómyndum þegar ég er búinn að horfa á það,
en það sem ég geymi er tónlist og það er ekkert létt að finna þessa tónlist eða muna hvað maður á ef það myndi týnast [-o<

"Það sem fer á einn disk, fer á báða, ásamt öllum öðrum aðgerðum. Ef annar hrynur, heldur volume-ið áfram að vera starfhæft"

Þetta er einmitt það sem ég er að leitast eftir, er eitthvað mikið vesen að gera svona raid1 samt eða? Er hægt að dl-a eitthverju bara á TPB sem gerir það fyrir mann :-k
Eins og dominox sagði, að mirrora diskinn, er það það sama og að setja diskana í raid1?

Re: Tengja saman HDDS?

Sent: Fim 19. Apr 2012 23:40
af AntiTrust
halldorjonz skrifaði:Hehe já, ég eyði alltaf eiginlega öllum þáttum og bíómyndum þegar ég er búinn að horfa á það,
en það sem ég geymi er tónlist og það er ekkert létt að finna þessa tónlist eða muna hvað maður á ef það myndi týnast [-o<

"Það sem fer á einn disk, fer á báða, ásamt öllum öðrum aðgerðum. Ef annar hrynur, heldur volume-ið áfram að vera starfhæft"

Þetta er einmitt það sem ég er að leitast eftir, er eitthvað mikið vesen að gera svona raid1 samt eða? Er hægt að dl-a eitthverju bara á TPB sem gerir það fyrir mann :-k
Eins og dominox sagði, að mirrora diskinn, er það það sama og að setja diskana í raid1?


RAID1 er það sem kallast speglað raid. En nei, þetta er ekki svo einfalt, það eru vissulega til forrit sem geta manage-að array fyrir þig en það er samt alltaf á endanum í gegnum e-rskonar controller og raid BIOS. Skoðaðu bara hvort og hvaða RAID móðurborðið þitt t.d. styður, eða skoða standalone stýringu, líkt og þessa: http://tolvutek.is/vara/highpoint-rocke ... ex1-4-8-16

Þú þarft alltaf að byrja á því að setja upp raid stæðuna í gegnum BIOS á móðurborðinu þínu eða BIOS á spjaldinu sjálfu. Eftir það er hægt að fylgjast með stæðunni í gegnum hugbúnað - í sumum tilfellum amk.

Re: Tengja saman HDDS?

Sent: Fim 19. Apr 2012 23:41
af arons4
halldorjonz skrifaði:Hehe já, ég eyði alltaf eiginlega öllum þáttum og bíómyndum þegar ég er búinn að horfa á það,
en það sem ég geymi er tónlist og það er ekkert létt að finna þessa tónlist eða muna hvað maður á ef það myndi týnast [-o<

"Það sem fer á einn disk, fer á báða, ásamt öllum öðrum aðgerðum. Ef annar hrynur, heldur volume-ið áfram að vera starfhæft"

Þetta er einmitt það sem ég er að leitast eftir, er eitthvað mikið vesen að gera svona raid1 samt eða? Er hægt að dl-a eitthverju bara á TPB sem gerir það fyrir mann :-k
Eins og dominox sagði, að mirrora diskinn, er það það sama og að setja diskana í raid1?

Með raid1 held ég að það væri nóg að gera það bara í windows, annars geturu stundum þurft raid controller til að gera svona, sum móðurborð erum með innbyggðum raid controllerum, en önnur ekki.

Re: Tengja saman HDDS?

Sent: Fös 20. Apr 2012 03:28
af SteiniP
Ég myndi halda mig frá móðurborðsraidinu.
Þú ert yfirleitt nokkuð fucked ef að móðurborðið gefur sig.

Svo er raid heldur engin backup lausn eitt og sér. Fullt af hlutum sem geta farið úrskeiðis og skilið gögnin á báðum diskum eftir ónothæf.
Notaðu bara eitthvað "incremental" afritunar tól einu sinni á dag (eða hversu oft þú vilt uppfæra afritið).
Robocopy frá microsoft, innbyggt í windows vista og nýrra, ætti að duga í þetta. Getur bara hent skipunninni í scheduled tasks og látið þetta keyra sjálfkrafa á nóttunni eða eitthvað.