Síða 1 af 1

Vandræði með scroll á aukaskjá

Sent: Þri 17. Apr 2012 10:57
af Magni81
Ég hélt ég hefði lent í öllu en þessu hef ég ekki lent í áður og er þetta farið að pirra mig svolítið. Það er þannig að ég er með aukaskjá tengdann við fartölvuna mína og þegar ég er að skrolla niður/upp með músinni minni þá virkar það ekki þegar bendillinn er á miðjum skjá, ég þarf að færa bendilinn til hliðar svo ég geti scrollað. Þetta er svona 8 cm svæði á miðjum 24" skjánum hehe. Þetta geris ekki á fartölvuskjánum. Og það skiptir engu hvort ég sé á netinu, word skjali eða pdf skjali.
Er einhver sem kannast við svona og getur hjálpað mér? Þetta byrjaði bara fyrir viku eða svo.

Re: Vandræði með scroll á aukaskjá

Sent: Fim 19. Apr 2012 10:19
af Magni81
Enginn sem kannast við þetta? núna er þetta svona á fartölvuskjánum en ekki auka skjánum....

Re: Vandræði með scroll á aukaskjá

Sent: Fim 19. Apr 2012 14:41
af Frantic
Finnst líklegast að þetta sé eitthvað software/driver vandamál.

Re: Vandræði með scroll á aukaskjá

Sent: Fim 19. Apr 2012 15:12
af Magni81
ég er búinn að prófa með 3 mýs( 2 þráðlausar og eina tengda) og þetta er alveg eins með allar þær.

Re: Vandræði með scroll á aukaskjá

Sent: Fim 19. Apr 2012 16:54
af arons4
Eitthvað forrit með vesen, dettur helst í hug að hækka og lækka unitið sé buggað og hverfi ekki eins og það eigi að gera(þetta birtist á miðjum skjánum þegar maður hækkar og lækkar á sumum fartölvum.).