Síða 1 af 1

Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 13:05
af intenz
Viftan í HD5850 kortinu mínu er með óhljóð. Hvað er best að gera í því?

Er alveg óhætt að skrúfa þetta drasl í sundur til að spreyja WD40 á leguna?

Mynd

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 13:10
af axyne
hérna er einhver gæi að smyrja sitt Ati kort.
http://www.youtube.com/watch?v=kH8spGRL3Yk

Ef þú notar wd40 passaði bara að setja ekki of mikið.

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 14:01
af AciD_RaiN
Mér skylst að wd40 sé algjört no no í viftur. Held að einhverskonar koppafeiti væri álitlegri kostur en bíddu þar til einhver annar klárari en ég svarar þessu...

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 14:05
af Garri
Mundi halda að "saumavélaolía" væri kjörin í þetta.. fæst í smá brúsum.

Veit ekki með teflon feiti.. hef notað hana víða svo sem.

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 14:59
af mundivalur
wd-40 þornar upp með tímanum, nota eitthvað í þykkari kantinum :D

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 15:21
af littli-Jake
Nr 1. Ekki nota of mikið af smurefnum. Þú ert ef eitthvað er verr settur.
Nr 2. Ef þú ert að fara að nota WD-40 eða saumavélarolíu eða eitthvað álíka ekkii setja það beint á viftuna. Settu efnið í bréf og síðan á viftuna.

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 15:52
af intenz
Jæja, þetta tókst!

Ég var heillengi að skrúfa þetta drasl í sundur, fullt af pínulitlum skrúfum. Svo þegar ég náði húsinu og heatsinkinu af var ekki auðvelt að komast að viftunni, þannig ég setti rör á stútinn og sprautaði í leguna á meðan ég snéri viftunni í hringi.

Svo setti ég þetta allt saman, skellti í tölvuna aftur og kveikti. Virkar fínt og hljóðið er alveg farið. Athugaði líka hitann á kortinu ef eitthvað hefði leitt út frá sér, en hann er í kringum 55°C sem er normal.

Notaði efni sem ég fann í bílskúrnum hans pabba; Prolong SPL100. Á víst að vera mjög gott til að smyrja svona legur.

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 16:52
af intenz
Jæja, hún er byrjuð aftur.

Viftan er bara ónýt. ](*,)

Hvar getur maður fengið nýja svona viftu? :?

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 16:58
af worghal

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 17:04
af J1nX
ég talaði við þá í tölvutækni, og þeir pöntuðu bara fyrir mig að utan því það var búið á lagernum hjá þeim, fer svo á morgun og næ í það :P líka með 5850 kort og legan skemmdist í því

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 17:22
af intenz
J1nX skrifaði:ég talaði við þá í tölvutækni, og þeir pöntuðu bara fyrir mig að utan því það var búið á lagernum hjá þeim, fer svo á morgun og næ í það :P líka með 5850 kort og legan skemmdist í því

Snilld, veistu hvort þeir hafi ætlað að panta til að eiga á lager eða bara eftir sérpöntunum?

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 18:16
af J1nX
nei nú er ég bara ekki viss sko :S

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 19:43
af Tbot
WD 40 er fínt til þess að losa fasta, ryðgaða bolta/skrúfur.
En það er ekki smurefni og yfirleitt eyðileggur alla feiti sem er fyrir.

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 20:29
af intenz
Tbot skrifaði:WD 40 er fínt til þess að losa fasta, ryðgaða bolta/skrúfur.
En það er ekki smurefni og yfirleitt eyðileggur alla feiti sem er fyrir.

Já ég náði því í þessum 100 póstum hérna fyrir ofan.

Notaði efni sem heitir Prolong SPL100.

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 20:31
af Gunnar
Frændi minn notaði alltaf WD-40 en eins og einhver benti hérna á þá þornar það með tímanum og núna nota hann Prolong í allt. það þornar ekki upp eins og wd-40

Re: Óhljóð í HD5850

Sent: Þri 03. Apr 2012 20:43
af intenz