Síða 1 af 1

Vesen með sjónvarp, mynd fyllir ekki skjá

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:02
af oskar9
Sælir vaktarar, var að tengja vélina við 42" Panasonic plasma og myndin fyllir ekki útí skjáinn, hinsvegar ef ég nota t.d. ps3 þá fyllir hún allveg útí skjáinn.

veit einhver hvort hægt sé að laga þetta ?

IMG_4822.JPG
IMG_4822.JPG (105.66 KiB) Skoðað 1186 sinnum

Re: Vesen með sjónvarp, mynd fyllir ekki skjá

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:05
af axyne
það ætti að vera stilling á sjónvarpinu sem heitir "overscan" settu hana í ON.

Re: Vesen með sjónvarp, mynd fyllir ekki skjá

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:07
af oskar9
axyne skrifaði:það ætti að vera stilling á sjónvarpinu sem heitir "overscan" settu hana í ON.


hún er á, ef ég set hana í off þá minkar myndin enþá meira :catgotmyballs

Re: Vesen með sjónvarp, mynd fyllir ekki skjá

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:08
af appel
Ég er með panasonic plasma og get ýtt á hnapp sem heitir POS/SIZE.

Re: Vesen með sjónvarp, mynd fyllir ekki skjá

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:11
af diabloice
Búinn að stilla "Image adjustment" í catalyst control center?

Re: Vesen með sjónvarp, mynd fyllir ekki skjá

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:15
af teitan
Ertu með fartölvu sem þú ert að spegla yfir á sjónvarpið og fartölvan með skjáupplausn undir 1920x1080?

Re: Vesen með sjónvarp, mynd fyllir ekki skjá

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:19
af oskar9
þetta er komið þurfti að opna my digital flat panels í Catalyst og hækka þar overscan.

Takk kærlega fyrir aðstoðina

Re: Vesen með sjónvarp, mynd fyllir ekki skjá

Sent: Mán 26. Mar 2012 18:19
af oskar9
teitan skrifaði:Ertu með fartölvu sem þú ert að spegla yfir á sjónvarpið og fartölvan með skjáupplausn undir 1920x1080?


þetta er borðtölva með sjónvarpið sem primary