Síða 1 af 1

Ná gögnum af biluðum USB

Sent: Mið 21. Mar 2012 21:25
af Varasalvi
Hæhæ

Ég er með USB lykil sem þarf að ná af gögnum, en hann er ekki að virka, tölvan bara nemur hann ekki.
Er einhver önnur leið til að ná gögnonum af? Eitthvað forrit kanski.

Re: Ná gögnum af biluðum USB

Sent: Mið 21. Mar 2012 21:30
af Klemmi
Ef tölvan skynjar hann ekki á nokkurn hátt, þá er ekkert forrit sem getur bjargað því... :(

Re: Ná gögnum af biluðum USB

Sent: Mið 21. Mar 2012 22:57
af dori
Þegar þú segir "nemur hann ekki" meinarðu þá að hann poppar ekki upp í My Computer eða meinarðu að tölvan virkilega áttar sig ekki á því að það sé búið að tengja eitthvað í hana (ekkert í disk manager eða slíkt)?

Ef það er það seinna þá er það eins Klemmi segir, búið. Annars gæti verið eitthvað bilað í skráarkerfinu. Það er stundum hægt að laga...

Re: Ná gögnum af biluðum USB

Sent: Mið 21. Mar 2012 23:17
af Varasalvi
dori skrifaði:Þegar þú segir "nemur hann ekki" meinarðu þá að hann poppar ekki upp í My Computer eða meinarðu að tölvan virkilega áttar sig ekki á því að það sé búið að tengja eitthvað í hana (ekkert í disk manager eða slíkt)?

Ef það er það seinna þá er það eins Klemmi segir, búið. Annars gæti verið eitthvað bilað í skráarkerfinu. Það er stundum hægt að laga...


Það seinna. Las reyndar á netinu að ef það er eitthvað ónýtt inní honum (Eitthvað brotið) þá er möguleiki að sjóða það aftur saman og fá hann til að virka aftur. Er eitthvað til í því? Ætla allavega að skoða það eitthvað.

Re: Ná gögnum af biluðum USB

Sent: Mið 21. Mar 2012 23:27
af Domnix
Varasalvi skrifaði:Það seinna. Las reyndar á netinu að ef það er eitthvað ónýtt inní honum (Eitthvað brotið) þá er möguleiki að sjóða það aftur saman og fá hann til að virka aftur. Er eitthvað til í því? Ætla allavega að skoða það eitthvað.


Hæpið að þú finnir hvaða lóðun sé ónýt, ef það er lóðun á annað borð. Gæti verið hvað sem er, ónýt díóða eða bara minniskubburinn ónýtur.
Held að þetta sé ekki að fara virka hjá þér :/ besta vörnin við svona er að backa upp gögn og geyma þau aldrei á einum stað ef þau eru mikilvæg.

Re: Ná gögnum af biluðum USB

Sent: Mið 21. Mar 2012 23:31
af dori
Ef þetta er svona stór minnislykill og tengið er laust þá gætirðu hugsanlega lóðað það á (með lagni og góðri lóðstöð). Ef þetta er eitthvað annað en bara tengið þá myndi ég ekki gera ráð fyrir að þú ráðir við það.