Síða 1 af 1

nvlddmkm.sys [Display Driver Stopped Working]

Sent: Fim 15. Mar 2012 23:23
af Moquai
Þannig er mál með vexti að félagi minn var að lenda í vandræðum með skjákortið sitt, og náði ekkert að laga það.
Þannig við ákváðum að tengja það í mína tölvu og sjá hvort að það er að fá sama vesenið þar, og það gerði það líka.

Allt virkar fínt í Safe Mode.

Þegar maður kemur í windowsinn þá byrjar skjárinn að blikka og frýs í um.þ.b 5 sekúndur, og byrjar aftur að blikka og að frjósa strax aftur sem endar síðan í bluescreen. Erum búnnir að uppfæra í eldri driver ásamt modified driver, og líka prufa driver sweeper í minni tölvu og hans.

Ég googlaði bsod errorið og prufaði :

Part One
Go to the NVIDIA folder > C:NVIDIA
Find a file named "nvlddmkm.sy_"
The location of this file may vary between different machines
copy the file to the root of C > C:nvlddmkm.sy_
Part Two
Go to the system folder where the drivers are stored > C:\WindowsSystem32\Drivers
Once in this folder, locate the defective "nvlddmkm.sys" file and rename it "nvlddmkm.sys.old"
Part Three
Open the MS-DOS command prompt by pressing Windows key + R and type "cmd"
Once the command prompt opens, type the following commands:
1) "cd" and type enter (you are the root of the C drive)
2) "expand.exe nvlddmkm.sy_ nvlddmkm.sys" and then press Enter
This command allows you to unzip the file - nvlddmkm.sys - that that you saved to the C drive and create the new "nvlddmkm.sys"
Copy this file to C:\WindowsSystem\32drivers
Restart your PC


En þetta virkaði ekki heldur, þar sem skjákortið er keypt úti vonum við að það er ekki meira vesen, en mér finnst svo skrítið að það virkar fullkomnlega í safe mode, en kúkar á sig í venjulegu.

Þetta er PNY GTX 470.

Takk!

Re: nvlddmkm.sys [Display Driver Stopped Working]

Sent: Fim 15. Mar 2012 23:51
af Revenant
Miðað við lýsinguna þá hljómar þetta eins og skjákortið sé bilað. Sérstaklega þar sem skjákortið lætur eins í tveimur mismunandi tölvum.

Re: nvlddmkm.sys [Display Driver Stopped Working]

Sent: Fim 15. Mar 2012 23:52
af einarhr
Eru þið ss búnir að prófa sama skjákortið í sitthvorri tölvunni?

Bætt við..


eru þið ekki öruggega búnir að tengja rafmagnið inn á skjákortið?

Re: nvlddmkm.sys [Display Driver Stopped Working]

Sent: Fim 15. Mar 2012 23:57
af Klemmi
Allar líkur á biluðu korti.

En ert þú heppinn að vera með PNY kort í höndunum, þar sem að það er mjög einfalt að fá kortið viðgert ef það er yngra en 3 ára.

http://pny.eu/guarantee/RMA_PROCEDURE_eng.pdf

Á bls. 2 eru helstu upplýsingar, þarft að senda e-mail á tech-sup@pny.eu með serial númeri og bilanalýsingu.

Þeir senda þér yfirleitt PDF skjal til baka með merkimiða, þú pakkar kortinu þínu inn, passar að setja það í anti-static poka, límir merkimiðann utan á og sendir til Frakklands.

Svo bíður þú spakur í viku eða tvær, eftir því hvað pósturinn er lengi að koma kortinu til þeirra og þeir yfirleitt senda þér nýtt kort daginn eftir með UPS.

Re: nvlddmkm.sys [Display Driver Stopped Working]

Sent: Fös 16. Mar 2012 00:14
af Moquai
einarhr skrifaði:Eru þið ss búnir að prófa sama skjákortið í sitthvorri tölvunni?

Bætt við..


eru þið ekki öruggega búnir að tengja rafmagnið inn á skjákortið?


:P, þetta kom bara allt í einu þegar hann kveikt á tölvunni.


Klemmi skrifaði:Allar líkur á biluðu korti.

En ert þú heppinn að vera með PNY kort í höndunum, þar sem að það er mjög einfalt að fá kortið viðgert ef það er yngra en 3 ára.

http://pny.eu/guarantee/RMA_PROCEDURE_eng.pdf

Á bls. 2 eru helstu upplýsingar, þarft að senda e-mail á tech-sup@pny.eu með serial númeri og bilanalýsingu.

Þeir senda þér yfirleitt PDF skjal til baka með merkimiða, þú pakkar kortinu þínu inn, passar að setja það í anti-static poka, límir merkimiðann utan á og sendir til Frakklands.

Svo bíður þú spakur í viku eða tvær, eftir því hvað pósturinn er lengi að koma kortinu til þeirra og þeir yfirleitt senda þér nýtt kort daginn eftir með UPS.


Ég held að við gerum það þá bara, takk fyrir linkinn kall! :D