Síða 1 af 1

Ný leikjatölva

Sent: Fös 09. Mar 2012 21:11
af Garri
Sælir Vaktarar

Er að fara að setja saman nýja leikjatölvu. Gamla dugar reyndar ennþá en ekkert gaman að spila bara leiki..

Hvað um það, hér er listinn eins og hann lítur út í dag:

Mynd

Þarna eru reyndar inni þrjú móðurborð sem ég á í erfiðleikum með að velja á milli.

1) AsRock Extreme 3 Gen 3
2) Asus P8Z68 V PRO/Gen 3
3) Evga Z68 FTW

Eins og kannski sjá má þá ætla ég að yfirklukka en ekki mikið, kannski 4.2-4.6Ghz
Minnir að ég hafi séð að Z68 kubbasettið styðji einna best yfirklukkun og þessi móðurborð hafa flest fengið góða dóma varðandi OC

Mun notast við loftkælingu.

Er með mús, lyklaborð og skjá ásamt 240GB Corsair GT SSD disk, eitt Gigabyte NVidia GTX 560 skjákort, Antec P182. (Taldi mig reyndar hafa keypt Antec P183 af einum hér á Vaktinni, en þetta reyndist vera P182. Það þýðir væntanlega að ég verð að modda smá kassann fyrir CP-850W Antec PSU-ið)

2600k er vissulega overkill fyrir bara leiki.. en ég mun þá alltaf geta svissað honum út fyrir 2500 sem ég á tvo af í vélum.

Mig langar að keyra GTX 560 skjákortin í SLI, þess vegna í og með er ég að eltast við 850W PSU Hef það svo í bakhöndina að geta uppfært skjákortin í SLI, eins og GTX 570 eða GTX 580 þegar þau kort lækka og leikirnir fara að krefjast einhvers slíks.

Er reyndar ekki með stóra skjái (mikla upplausn) eins og er og þess vegna er þetta SLI eflaust líka overkill, GTX 560 keyrir eflaust felsta þessa leiki í þeirri upplausn sem notast er við, en mig langar síðar jafnvel að fara í þrjá skjái eins og ég er með í vinnutölvunni, 22", 23", 22", mynda svona boga sem virka flott í akstursleikjum eins og Dirt3, skotleikjum ofl.

Grunar að 560 kortin styðji ekki þrjá skjái en spurning hvort þau geri það í SLI?

Varðandi minnin er ég ekki viss, skilst að best sé að kaupa minni með lága volta tölu, þessi erum 1.5v Til eru minni með 1.35v en langar að vera alveg viss áður en ég kaupi.

En hvað um það.. endilega tjáið ykkur um þetta, hvað þið munduð breyta, taka út eða bæta við.

Re: Ný leikjatölva

Sent: Fös 09. Mar 2012 21:17
af Gerbill
Pæling með skjákortin, held að nýja Geforce línan komi út í byrjun Apríl, eða sirka 3-4 vikur ef þér liggur ekki ofsalega á.
Ég er allaveganna að bíða eftir því, verslaði mér uppfærslu en sleppti skjákortinu í bili til að sjá hvað kemur út.

Re: Ný leikjatölva

Sent: Fös 09. Mar 2012 21:23
af AciD_RaiN
Gerbill skrifaði:Pæling með skjákortin, held að nýja Geforce línan komi út í byrjun Apríl, eða sirka 3-4 vikur ef þig liggur ekki ofsalega á.
Ég er allaveganna að bíða eftir því, verslaði mér uppfærslu en sleppti skjákortinu í bili til að sjá hvað kemur út.

Sammála þessu. Ef svo færi að þú færir ekki í Kepler frá nvidia á verða 500 kortin væntanlega lækkuð eitthvað í verði. Nú er einmitt bara að bíða eftir að það gerist en annars myndi ég spá líka í annarri kælingu fyrir örgjörvann :happy

Re: Ný leikjatölva

Sent: Fös 09. Mar 2012 21:30
af worghal
ég mundi taka EVGA borðið

Re: Ný leikjatölva

Sent: Lau 10. Mar 2012 00:11
af Garri
worghal skrifaði:ég mundi taka EVGA borðið

Jammm.. er einnig á því.

Ætlaði fyrsti í EVGA Z68 SLI borðið en það er víst svo djöfulli lítið (ekki full ATX) og þröngt á milli raufa að þessi eina sem er á milli PCI-e gefur nánast ekkert rúm á milli.

Þetta borð er reyndar töluvert dýrara og umleið, stærra sem er kostur að mínu áliti, enda með nógu stórann kassa sem Antec P182 er.

En hvað segið þið um minnin. Er "certified" 1600mhz ekki nóg fyrir hæfilega yfirklukkun eða.. ?

Það sem ég er að spá núna er að hvort ég eigi að taka einn 10.000rpm Wraptor 3-500GB sem stýrikerfis- og program files disk, þar sem 240GB SSD verður svakalega fljótur að fyllast ef ég nota hann fyrir bæði sem er eiginlega tilgangurinn með hröðum SSD, og þá í staðinn minni aukadisk eins og 1TB

Re: Ný leikjatölva

Sent: Lau 10. Mar 2012 00:30
af Tiger
Ekki taka 10k raptor disk undir stýrikerfið. Það er eins og að fara að kaupa gufuknúin bíl í dag. 240GB SSD ætti að duga og vel það.

Keplar GK104 verður kynnt núna 23. mars þannig að það er ekki langt í það.

Re: Ný leikjatölva

Sent: Lau 10. Mar 2012 03:43
af AciD_RaiN
Tiger skrifaði:Ekki taka 10k raptor disk undir stýrikerfið. Það er eins og að fara að kaupa gufuknúin bíl í dag. 240GB SSD ætti að duga og vel það.

Keplar GK104 verður kynnt núna 23. mars þannig að það er ekki langt í það.

Smá off topic en hvaðan færðu þessar heimildir? Finn aldrei neittt almennilegt um þetta :face
En ég ætla að benda þér á eins og chaplin benti mér á... KEPLER ekki keplar :baby Átt greinilega við sama vandamál að stríða og ég með að pikka óvart inn a í staðin fyrir e og öfugt. En SSD er algjörlega eina vitið :happy

Re: Ný leikjatölva

Sent: Lau 10. Mar 2012 13:20
af Garri
Takk fyrir það strákar..

Málið er að í núverandi leikjatölvu sem er 2-3ja ára duo E8200 er ég með SSD 120GB Corsair og hann fylltist svo til strax með stýrikerfinu, einhverjum forritum og 3-4 nýlegum leikjum (LA Noire ofl). Varð að búa til \program files á E-drifi sem er 500gb 5200rpm diskur sem engu að síður skilar sínu.

Diskurinn er ekki alveg fullur þar sem ég las einhversstaðar að það væri ekki holt fyrir þessa SSD diska að fyllast alveg.

Nú, þar sem þetta á að vera alvöru leikjatölva og stútfull af leikjum, þá finnst mér svona vandamál eitthvað sem þurfi að leysa á einhvern hátt, en er mjög hrifinn af SSD og hugsa að ég fari jafnvel í Revodrive innan árs á aðal-vélinni. Hér er OCZ með hybrid lausn sem er kannski eitthvað sem koma skal?

Ég setti reyndar SSD 240GB Corsair GT diskinn í vinnuvélina í gærkveldi og var innan við hálftíma að því sem ég þakka forriti sem ég mæli eindregið með, Macrium Reflect. Það var um 7 mínútur að taka mirror af disknum (ghosta) sem öryggisafrit og kannski 10 mínútur að klóna gamla yfir á nýja og gerði það á meðan ég var í Windows sem flest svona önnur forrit gera ekki svo ég viti, finnst eins og það verði að útbúa sér startup mediu eins og með að ég held CloneZilla og allavega Norton Ghost sem er absúrd sem getur ekki tekið ghost af disknum "on the fly"

En aftur að þessari leikjatölvu. Þannig lagað er ég með tvo rúmlega 100GB SSD diska lausa. Hugsa samt að ég noti 115GB diskinn sem var í vinnuvélinni til að byrja með sem bakk-up þannig að ég geti á örfáum mínútum skipt um disk (ef hinn bilar) og haldið áfram að vinna, því ég tek afrit af vinnu-skrám á hverjum degi. Tek fram að ég nota WMware töluvert líka sem er sýndarvélakerfi sem einfaldar mikið svona afritun og sérstaklega, flutning á milli ólíkra véla.

Nú. Þá á ég 120GB SSD diskinn eftir. Hann dugar greinilega ekki fyrir öll forritin og leikina, svo mér sýnist á öllu að ég verði annaðhvort að kaupa stórann SSD með eða mjög hraðvirkan 7200/10000rpm með.

Og varðandi þessu nýju skjákort sem NVidia er að koma með. Þau eru hreint hrikaleg. Öflugustu eru næstum tvisvar sinnum öflugri en öflugustu kortin í dag.

Ekki spurning að tölvuleikjaframleiðendur muni nýta sér kosti þessara korta, þótt ég eigi erfitt með að sjá í hverju það ætti að felast. Allavega er staðan sú í dag að ég á þegar eitt GTX 560 kort sem er í dag í gömlu leikjatölvunni. Það kort hafði ég hugsað mér að nota til að byrja með og jafnvel nota það í SLI til að lengja líftíma, hugsa að nýju KEPLER kortin munu koma til með að kosta um 70-80þúsund hér heima ($400), en samt er mikið til í þessu hjá ykkur og ég þarf kannski að hugsa þetta með kortin upp á nýtt eitthvað.

Annars. Einhver minntist á kælinguna. Hvaða kælingu munduð þið telja að þyrfti fyrir svona hóflega yfirklukkun um 4.2ghz eða þar um bil í góðum kassa með nokkuð gott gegnumflæði sem fjórar external viftur sjá um?

Re: Ný leikjatölva

Sent: Sun 11. Mar 2012 17:04
af Garri
Er að hugsa um að fara í öflugri kælingu.

Hvað segið þið um þessa?

ZALMAN CNPS9900MAX-B 135mm Long life bearing CPU Cooler Blue LED ?

Kemst hún fyrir Antec P182 kassanum og eða er hún overkill fyrir létta yfirklukkun?

Re: Ný leikjatölva

Sent: Sun 11. Mar 2012 18:35
af Storm
Þessi kæling er mjög góð, en eitt með psu sem þú valdir, held að hann passi ekki í p182

Re: Ný leikjatölva

Sent: Sun 11. Mar 2012 18:59
af Garri
Storm skrifaði:Þessi kæling er mjög góð, en eitt með psu sem þú valdir, held að hann passi ekki í p182

Það er rétt.. þarf að modda kassann smá. Sýnist það vera létt mál, bora út nokkur hnoð.

Er einnig með röng mál á kassa vifturnar, 120mm átti þetta að vera og hef einnig ákveðið að fara í Cougar í staðin fyrir Antec sem hafa mun takmarkaðra loft-flæði.

COUGAR CF-V12H Vortex Hydro-Dynamic-Bearing (Fluid) 300,000 Hours 12CM Silent Cooling Fan

Ætla að setja þessar fremst í kassann og láta þær blása inn. Önnur fer í neðra hólfið fyrir PSU-ið, hin í efra. Jafnvel spurning að snúa þeirri sem er ofan á kassanum þannig að hún blási inn í stað þess að blása út eins og hún væntanlega gerir núna, láti þannig allt loftflæðið beinast út og aftur úr kassanum.

Láta síðan Zalman hárblásara örgjörva viftuna snúa líka aftur og blása út.

Loks, er það spurning með minninn og Zalman viftuna. En vona að ég sleppi við að taka ofan af kælingunni á fyrstu röð ef ég sný viftunni svona?

Re: Ný leikjatölva

Sent: Sun 11. Mar 2012 21:56
af Storm
þessi kæling er mjög há en ekki svo breið, ætti að sleppa vel, snúa henni svona:
Mynd
Ég styð það að henda út öllum antec viftum (ég gerði það með minn p280) en hafðu allar vifturnar nálægt örgjörvaviftunni sem útblásturs, þá dregst nóg af köldu lofti að örgjörvaviftunni og heita loftið flushast vel út.